Íslendingar eignast stórmeistara í bridge Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2021 22:29 Hjördís hefur farið um heim allan og keppt í Bridge. Þarna er hún stödd á Bali á heimsmeistaramótinu 2013. Hún náði nýverið stórmeistaratitli í íþróttinni, fyrst Íslendinga. World Bridge Federation Hjördís Eyþórsdóttir, sem hefur verið atvinnumaður í bridge í Bandaríkjunum síðastliðin 28 ár, náði stórmeistaratitli kvenna i síðustu viku (Women World Grand Master). Þetta var tilkynnt af World Bridge Federation í Sviss. Hjördís er fyrsti Íslendingurinn til að ná stórmeistaratitli í bridge. Aðeins 75 konur bera þennan eftirsótta titil, þó þátttaka kvenna í bridge sé mjög mikil. Í karlaflokki eru 93 stórmeistarar. „Þetta er árangur sem mjög fáir ná að verða stórmeistari. Þannig að ég er í skýjunum með þetta. Fyrsti Íslendingurinn,“ segir Hjördís í stuttu samtali við Vísi. Hélt hún yrði í USA í eitt ár en síðan eru liðnir þrír áratugir Hún segir það góða spurningu, hvernig það kom til að hún varð atvinnumaður í bridge í Bandaríkjunum. „Bridge-spilari nokkur hringdi í mig og bað mig í ársbyrjun 1994 að koma til Bandaríkjanna að spila. Ég hélt ég yrði í ár og kæmi svo aftur til Íslands. En síðan eru liðin þrjátíu ár.“ Annars fer Hjördís yfir ferilinn og spilamennskuna í podcastþætti sem helgaður er bridge og nálgast má hér neðar. Þó áhugi Íslendinga á bridge hafi dalað nokkuð síðan Íslendingar urðu heimsmeistarar í spilinu fyrir um þrjátíu árum síðar. En milljónir karla og kvenna spila keppnisbridge reglubundið út um alla veröld. Til samanburðar má nefna að það eru nær 1800 stórmeistarar í skák. Það er gríðarlega erfitt að ná þessum titli, því aðeins heimsmeistaramót (undan- og aðalkeppnir) telja til stiga í þeim ferli. Aldrei betri Hjördís náði síðasta áfanganum að titlinum með því að vinna sér sæti í bandaríska kvennalandsliðinu í síðasta mánuði. Reyndar vann hún einnig það einstaka afrek að vinna líka sæti í landsliði Bandaríkjanna í blönduðum flokki (þar sem hvert par stendur saman af konu og karli). Hjördís verður í sex manna landsliði Bandaríkjanna í blönduðum flokki á heimsmeistaramótinu á Ítalíu í mars-apríl á næsta ári. Hjördís varð heimsmeistari kvenna á Bali í Indónesíu árið 2013. Hún hefur unnið 14 Norður Ameríku titla. Það er eftirtektarvert við þennan mikla árangur, að næstum allir titlarnir hafa verið unnir með viðskiptavini, sem eru yfirleitt ekki mjög sterkir í spilinu, en borga laun atvinnumannsins. Sveitin, sem fer til Ítalíu í vor er með tvo áhugamenn sem borga sérstaklega fyrir að fá að spila. Bridge er ólíkt skákinni í því að spilararnir styrkjast með hækkandi aldri; og eftir því sem Vísir kemst næst hefur Hjördís aldrei haft betri tök á þessu mjög flókna spili en einmitt núna. Bridge Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira
Þetta var tilkynnt af World Bridge Federation í Sviss. Hjördís er fyrsti Íslendingurinn til að ná stórmeistaratitli í bridge. Aðeins 75 konur bera þennan eftirsótta titil, þó þátttaka kvenna í bridge sé mjög mikil. Í karlaflokki eru 93 stórmeistarar. „Þetta er árangur sem mjög fáir ná að verða stórmeistari. Þannig að ég er í skýjunum með þetta. Fyrsti Íslendingurinn,“ segir Hjördís í stuttu samtali við Vísi. Hélt hún yrði í USA í eitt ár en síðan eru liðnir þrír áratugir Hún segir það góða spurningu, hvernig það kom til að hún varð atvinnumaður í bridge í Bandaríkjunum. „Bridge-spilari nokkur hringdi í mig og bað mig í ársbyrjun 1994 að koma til Bandaríkjanna að spila. Ég hélt ég yrði í ár og kæmi svo aftur til Íslands. En síðan eru liðin þrjátíu ár.“ Annars fer Hjördís yfir ferilinn og spilamennskuna í podcastþætti sem helgaður er bridge og nálgast má hér neðar. Þó áhugi Íslendinga á bridge hafi dalað nokkuð síðan Íslendingar urðu heimsmeistarar í spilinu fyrir um þrjátíu árum síðar. En milljónir karla og kvenna spila keppnisbridge reglubundið út um alla veröld. Til samanburðar má nefna að það eru nær 1800 stórmeistarar í skák. Það er gríðarlega erfitt að ná þessum titli, því aðeins heimsmeistaramót (undan- og aðalkeppnir) telja til stiga í þeim ferli. Aldrei betri Hjördís náði síðasta áfanganum að titlinum með því að vinna sér sæti í bandaríska kvennalandsliðinu í síðasta mánuði. Reyndar vann hún einnig það einstaka afrek að vinna líka sæti í landsliði Bandaríkjanna í blönduðum flokki (þar sem hvert par stendur saman af konu og karli). Hjördís verður í sex manna landsliði Bandaríkjanna í blönduðum flokki á heimsmeistaramótinu á Ítalíu í mars-apríl á næsta ári. Hjördís varð heimsmeistari kvenna á Bali í Indónesíu árið 2013. Hún hefur unnið 14 Norður Ameríku titla. Það er eftirtektarvert við þennan mikla árangur, að næstum allir titlarnir hafa verið unnir með viðskiptavini, sem eru yfirleitt ekki mjög sterkir í spilinu, en borga laun atvinnumannsins. Sveitin, sem fer til Ítalíu í vor er með tvo áhugamenn sem borga sérstaklega fyrir að fá að spila. Bridge er ólíkt skákinni í því að spilararnir styrkjast með hækkandi aldri; og eftir því sem Vísir kemst næst hefur Hjördís aldrei haft betri tök á þessu mjög flókna spili en einmitt núna.
Bridge Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira