Moderna og Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna deila um „höfundarrétt“ bóluefnisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2021 08:35 Hver „fann upp“ bóluefnið? Svarið gæti skipt sköpum. AP/Charlie Riedel Lyfjafyrirtækið Moderna og Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna (NIH) hafa í eitt ár háð baráttu um það hverjir verðskulda höfundarrétt á bóluefninu gegn Covid-19. Niðurstaða deilnanna gætu haft mikla þýðingu fyrir það hvernig bóluefnið verður notað. Bóluefnið, sem jafnan er kennt við Moderna, er afrakstur fjögurra ára samvinnu fyrirtækisins og NIH en samkvæmt NIH unnu þrír vísindamenn lífvísindarannsóknarstofu stofnunarinnar með vísindamönnum Moderna að hönnun erfðaraðarinnar sem gerir það að verkum að bóluefnið vekur ónæmisviðbragð í líkamanum. Vísindamenn NIH koma þó ekki við sögu í einkaleyfisumsókn Moderna til bandarískra yfirvalda, heldur eru vísindamenn fyrirtækisins sagðir höfundar bóluefnisins. Samkvæmt bandarískum miðlum hafa deilur um málið staðið yfir í ár en Moderna sótt um einkaleyfi í júlí síðastliðnum. New York Times segir meira í húfi en viðurkenningu og egó; ef vísindamenn NIH fái höfundarrétt með vísindamönnum Moderna muni stjórnvöld hafa meira um það að segja hverjir fá að framleiða bóluefnið, sem gæti meðal annars haft áhrif á það hvaða ríki fá aðgang að því. Þá gæti höfundaréttur vísindamannanna þriggja fært ríkinu milljarða í tekjur. Moderna hefur verið gagnrýnt vestanhafs fyrir litla viðleitni til að gera bóluefnið aðgengilegt fátækari ríkjum. Fyrirtækið þáði 10 milljarða Bandaríkjadala af skattfé til að þróa bóluefnið og hefur gert samninga um sölu á bóluefninu út 2022 að andvirði 35 milljarða dala. New York Times hefur eftir vísindamönnum sem þekkja til málsins að svik felist í framgöngu Moderna, ekki síst þar sem þróun bóluefnisins hafi verið fjármögnuð með almannafé. Þá sé ljóst að fyrirtækið og NIH hafi átt í samstarfi í fjögur eða fimm ár og málið snúist um sanngirni og siðferði. Ef vísindamenn NIH verða viðurkenndir „höfundar“ lyfsins ásamt vísindamönnum mun hið opinbera tæknilega séð ekki þurfa heimild frá Moderna til að heimila öðrum að framleiða bóluefnið. Moderna hefur sagt að það muni ekki beita mögulegum einkaleyfum á meðan faraldurinn gengur yfir en sérfræðingar segja framleiðendur þó mun heldur vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og vera með leyfi frá stjórnvöldum en óformlegt loforð frá Moderna. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Vísindi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Bóluefnið, sem jafnan er kennt við Moderna, er afrakstur fjögurra ára samvinnu fyrirtækisins og NIH en samkvæmt NIH unnu þrír vísindamenn lífvísindarannsóknarstofu stofnunarinnar með vísindamönnum Moderna að hönnun erfðaraðarinnar sem gerir það að verkum að bóluefnið vekur ónæmisviðbragð í líkamanum. Vísindamenn NIH koma þó ekki við sögu í einkaleyfisumsókn Moderna til bandarískra yfirvalda, heldur eru vísindamenn fyrirtækisins sagðir höfundar bóluefnisins. Samkvæmt bandarískum miðlum hafa deilur um málið staðið yfir í ár en Moderna sótt um einkaleyfi í júlí síðastliðnum. New York Times segir meira í húfi en viðurkenningu og egó; ef vísindamenn NIH fái höfundarrétt með vísindamönnum Moderna muni stjórnvöld hafa meira um það að segja hverjir fá að framleiða bóluefnið, sem gæti meðal annars haft áhrif á það hvaða ríki fá aðgang að því. Þá gæti höfundaréttur vísindamannanna þriggja fært ríkinu milljarða í tekjur. Moderna hefur verið gagnrýnt vestanhafs fyrir litla viðleitni til að gera bóluefnið aðgengilegt fátækari ríkjum. Fyrirtækið þáði 10 milljarða Bandaríkjadala af skattfé til að þróa bóluefnið og hefur gert samninga um sölu á bóluefninu út 2022 að andvirði 35 milljarða dala. New York Times hefur eftir vísindamönnum sem þekkja til málsins að svik felist í framgöngu Moderna, ekki síst þar sem þróun bóluefnisins hafi verið fjármögnuð með almannafé. Þá sé ljóst að fyrirtækið og NIH hafi átt í samstarfi í fjögur eða fimm ár og málið snúist um sanngirni og siðferði. Ef vísindamenn NIH verða viðurkenndir „höfundar“ lyfsins ásamt vísindamönnum mun hið opinbera tæknilega séð ekki þurfa heimild frá Moderna til að heimila öðrum að framleiða bóluefnið. Moderna hefur sagt að það muni ekki beita mögulegum einkaleyfum á meðan faraldurinn gengur yfir en sérfræðingar segja framleiðendur þó mun heldur vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og vera með leyfi frá stjórnvöldum en óformlegt loforð frá Moderna. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Vísindi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent