Kíkt í klefann hjá Val: Hvernig á að stöðva Ragnheiði og rjómaterta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2021 15:00 Ágúst Jóhannsson fer yfir málin með leikmönnum Vals. stöð 2 sport Seinni bylgjan fékk kíkja inn í búningsklefa Valskvenna þegar þær mættu Framkonum í stórleik 6. umferðar Olís-deildar kvenna á laugardaginn. Valur vann leikinn með eins marks mun, 24-25, og er með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar. Seinni bylgjan fékk aðeins að skyggnast bak við tjöldin hjá Val fyrir leik, eftir leik og í hálfleik á laugardaginn. Afraksturinn var sýndur í þættinum í gær. Í hálfleik lagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, sérstaka áherslu á að hans leikmenn væru duglegir að hlaupa til baka og stöðva hraðaupphlaup Fram, kannski þeirra sterkasta vopn. Og hann fór svo yfir hvernig ætti að stöðva Ragnheiði Júlíusdóttur, helstu skyttu Framliðsins. „Fara áfram í Ragnheiði, taka fast á henni, mæta henni og komast í skrokkinn á henni. Klárar á því. Við ætlum ekki að láta hana skjóta á mjöðmina á okkur. Standiði ennþá ýktar á hana ef hún skýtur á mjöðmina. Þá getur hún ekki hitt markið, það fer það langt framhjá. Standiði og látið hana koma í þessa átt,“ sagði Ágúst sem hvatti svo Valsliðið til að keyra áfram grimmt á Framliðið. Klippa: Seinni bylgjan - Í klefanum hjá Val Eftir leikinn sagði Ágúst Valskonum að njóta sigursins en varaði þær jafnframt við því að fara of hátt því framundan væri erfiður leikur gegn ÍBV á miðvikudaginn. „Það er gott að njóta sigursins í kvöld, og geriði það, en svo þurfum við að núllstilla og undirbúa okkur svo við fáum ekki rjómatertu í andlitið á miðvikudaginn, halda að við séum orðnar það góðar,“ sagði Ágúst. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir „Hún á bara að kaupa sér lottómiða núna eftir þetta mark“ Marija Jovanovic skoraði sjö mörk í sjö marka sigri ÍBV á Haukum á Ásvöllum í síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta en það einkum eitt marka hennar sem fékk sérstaka umfjöllun í Seinni bylgjunni í gær. 9. nóvember 2021 11:31 „Þetta gerist ekki betra“ Saga Sif Gísladóttir átti frábæra innkomu í mark Vals þegar liðið vann Fram, 24-25, í dag. Hún tók stöðu Söru Sifjar Helgadóttur í hálfleik og varði tíu skot, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig. 6. nóvember 2021 18:47 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 24-25 | Valur á toppinn Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með eins marks sigri á Fram, 24-25, í Safamýrinni í dag. Valskonur eru með fullt hús stiga. 6. nóvember 2021 18:44 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Valur vann leikinn með eins marks mun, 24-25, og er með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar. Seinni bylgjan fékk aðeins að skyggnast bak við tjöldin hjá Val fyrir leik, eftir leik og í hálfleik á laugardaginn. Afraksturinn var sýndur í þættinum í gær. Í hálfleik lagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, sérstaka áherslu á að hans leikmenn væru duglegir að hlaupa til baka og stöðva hraðaupphlaup Fram, kannski þeirra sterkasta vopn. Og hann fór svo yfir hvernig ætti að stöðva Ragnheiði Júlíusdóttur, helstu skyttu Framliðsins. „Fara áfram í Ragnheiði, taka fast á henni, mæta henni og komast í skrokkinn á henni. Klárar á því. Við ætlum ekki að láta hana skjóta á mjöðmina á okkur. Standiði ennþá ýktar á hana ef hún skýtur á mjöðmina. Þá getur hún ekki hitt markið, það fer það langt framhjá. Standiði og látið hana koma í þessa átt,“ sagði Ágúst sem hvatti svo Valsliðið til að keyra áfram grimmt á Framliðið. Klippa: Seinni bylgjan - Í klefanum hjá Val Eftir leikinn sagði Ágúst Valskonum að njóta sigursins en varaði þær jafnframt við því að fara of hátt því framundan væri erfiður leikur gegn ÍBV á miðvikudaginn. „Það er gott að njóta sigursins í kvöld, og geriði það, en svo þurfum við að núllstilla og undirbúa okkur svo við fáum ekki rjómatertu í andlitið á miðvikudaginn, halda að við séum orðnar það góðar,“ sagði Ágúst. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir „Hún á bara að kaupa sér lottómiða núna eftir þetta mark“ Marija Jovanovic skoraði sjö mörk í sjö marka sigri ÍBV á Haukum á Ásvöllum í síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta en það einkum eitt marka hennar sem fékk sérstaka umfjöllun í Seinni bylgjunni í gær. 9. nóvember 2021 11:31 „Þetta gerist ekki betra“ Saga Sif Gísladóttir átti frábæra innkomu í mark Vals þegar liðið vann Fram, 24-25, í dag. Hún tók stöðu Söru Sifjar Helgadóttur í hálfleik og varði tíu skot, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig. 6. nóvember 2021 18:47 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 24-25 | Valur á toppinn Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með eins marks sigri á Fram, 24-25, í Safamýrinni í dag. Valskonur eru með fullt hús stiga. 6. nóvember 2021 18:44 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
„Hún á bara að kaupa sér lottómiða núna eftir þetta mark“ Marija Jovanovic skoraði sjö mörk í sjö marka sigri ÍBV á Haukum á Ásvöllum í síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta en það einkum eitt marka hennar sem fékk sérstaka umfjöllun í Seinni bylgjunni í gær. 9. nóvember 2021 11:31
„Þetta gerist ekki betra“ Saga Sif Gísladóttir átti frábæra innkomu í mark Vals þegar liðið vann Fram, 24-25, í dag. Hún tók stöðu Söru Sifjar Helgadóttur í hálfleik og varði tíu skot, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig. 6. nóvember 2021 18:47
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 24-25 | Valur á toppinn Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með eins marks sigri á Fram, 24-25, í Safamýrinni í dag. Valskonur eru með fullt hús stiga. 6. nóvember 2021 18:44