Innlent

Fjórtán vilja taka við keflinu af Páli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Páll Matthíasson hætti á dögunum sem forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson hætti á dögunum sem forstjóri Landspítalans. Vísir/Egill

Fjórtán manns vilja verða forstjóri Landspítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Páll Matthíasson hætti sem kunnugt er sem forstjóri á dögunum og hefur Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir gegnt starfinu á meðan umsóknarferlinu stendur. Hún er meðal umsækjenda.

Páll hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og sagði tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti.

  • Björn Óli Ö Hauksson, verkfræðingur
  • Elísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri
  • Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðsskrifstofu
  • Hákon Hákonarson, læknir
  • Jan Triebel, læknir
  • Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga
  • Kristinn V Blöndal, ráðgjafi
  • Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri
  • Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga
  • Reynir Arngrímsson, læknir og prófessor
  • Runólfur Pálsson, starfandi framkvæmdastjóri meðferðarsviðs
  • Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
  • Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur

Þriggja manna hæfnisnefnd, sem starfar á grundvelli 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, mun nú meta hæfni umsækjanda en starfsreglur nefndarinnar má finna hér.

Heilbrigðisráðherra skipar í embættið til 5 ára frá 1.mars 2022.


Tengdar fréttir

Páll hættir sem forstjóri Landspítalans

Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×