Eins og nýtt barn eftir að lifrargjafi fannst á ögurstundu Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 20:37 Eldur Elí Bjarkason gekkst undir þrettán klukkustunda lifrarígræðslu í lok ágúst. Hann hefur braggast vel síðan. úr einkasafni Foreldrar átta mánaða drengs, sem gekkst undir lifrarskiptaaðgerð í Svíþjóð í sumar, segja lækna hafa unnið kraftaverk. Drengurinn sé eins og nýtt barn eftir að lifrargjafi fannst á ögurstundu. Eldur Elí fæddist í mars síðastliðnum. Fljótlega kom í ljós að hann var smitaður af veiru sem leiddi á endanum til lifrarbilunar. Í júlí síðastliðnum, þegar hann var um fjögurra mánaða, flugu foreldrar hans með hann til Svíþjóðar þar sem hann þurfti að gangast undir lifrarskiptaaðgerð. En erfiðlega gekk að finna gjafa - þangað til vinkonur Kristínar Gunnarsdóttur, móður Elds Elís, stigu fram ein af annarri. „Og það verður á endanum ein sem er algjörlega hundrað prósent match,“ segir Kristín. „Þeir hafa aldrei upplifað svona marga sem bjóða sig fram. Það eru kannski systkini eða foreldrar en ekki fimmtán manns sem hafa samband. Þeir spurðu bara hvað væri í vatninu hérna á Íslandi,“ bætir Bjarki Páll Eysteinsson, faðir Elds Elís, við. Kapphlaup við tímann á ögurstundu Og það mátti ekki tæpara standa. Eldur Elí var mjög hætt kominn daginn fyrir aðgerðina. „Hann var mjög veikur, hann var kominn á gjörgæslu, þannig að þegar þetta kemur í ljós þá er bara kapp við tímann að koma henni [líffæragjafanum] út og koma honum í aðgerð til að bjarga lífi hans,“ segir Kristín. Gult litarhaft er eitt af einkennum lífrarbilunarinnar sem Eldur Elí glímdi við.úr einkasafni Eldur Elí gekkst undir aðgerðina 27. ágúst. Hún tók fjórtán klukkutíma og honum var haldið sofandi næstu fjóra daga á eftir. Eitt aðaleinkenni veikindanna var gult litarhaft litla drengsins - og faðir hans er ekki í vafa þegar hann er spurður um eftirminnilegasta augnablikið úti í Svíþjóð. „Hann var náttúrulega búinn að vera gulur og með gul augu síðan hann fæddist. Svo opnar hann augun á fimmta degi og þau eru bara skjannahvít. Það var móment sem maður gleymir ekki. Ég hringdi beint í Kristínu og við skiptum, ég hleyp út og hún inn,“ segir Bjarki. Eldur Elí og eldri systkinin tvö, sem bjuggu hjá ömmu og afa á Íslandi þegar litli bróðir dvaldi á spítalanum.úr einkasafni Eins og nýtt barn Kristín og Bjarki voru þrjá mánuði úti í Svíþjóð með Eld Elí, fjarri eldri börnum sínum tveimur. Magnaður bati Elds Elís hefur vakið mikla athygli ytra en Kristín og Markus Gäbel, skurðlæknirinn sem gerði aðgerðina á Eldi Elí, hafa í dag rætt við sænska fjölmiðla um málið. „Það eru ótrúlegar framfarir. Það eru fimm vikur síðan við komum heim og munurinn á honum er bara, maður trúir því ekki. Þetta er nýtt barn,“ segir Bjarki. Kristín tekur heilshugar undir það. „Hann hefur fengið algjöra nýja byrjun. Hann er bara flottastur,“ segir Kristín. Viðtal við Kristínu og Bjarka (sem ranglega er nefndur Brynjar í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar), og svipmyndir frá spítaladvölinni í Svíþjóð, má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ítarlega verður greint frá sögu Elds Elís, rætt við foreldra hans og líffæragjafann í Íslandi í dag á næstunni. Í fangi mömmu. Með pabba á sjúkrahúsinu.úr einkasafni Kristín og Eldur Elí, áður en hann fékk nýja lifur.úr einkasafni Börn og uppeldi Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Líffæragjöf Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Eldur Elí fæddist í mars síðastliðnum. Fljótlega kom í ljós að hann var smitaður af veiru sem leiddi á endanum til lifrarbilunar. Í júlí síðastliðnum, þegar hann var um fjögurra mánaða, flugu foreldrar hans með hann til Svíþjóðar þar sem hann þurfti að gangast undir lifrarskiptaaðgerð. En erfiðlega gekk að finna gjafa - þangað til vinkonur Kristínar Gunnarsdóttur, móður Elds Elís, stigu fram ein af annarri. „Og það verður á endanum ein sem er algjörlega hundrað prósent match,“ segir Kristín. „Þeir hafa aldrei upplifað svona marga sem bjóða sig fram. Það eru kannski systkini eða foreldrar en ekki fimmtán manns sem hafa samband. Þeir spurðu bara hvað væri í vatninu hérna á Íslandi,“ bætir Bjarki Páll Eysteinsson, faðir Elds Elís, við. Kapphlaup við tímann á ögurstundu Og það mátti ekki tæpara standa. Eldur Elí var mjög hætt kominn daginn fyrir aðgerðina. „Hann var mjög veikur, hann var kominn á gjörgæslu, þannig að þegar þetta kemur í ljós þá er bara kapp við tímann að koma henni [líffæragjafanum] út og koma honum í aðgerð til að bjarga lífi hans,“ segir Kristín. Gult litarhaft er eitt af einkennum lífrarbilunarinnar sem Eldur Elí glímdi við.úr einkasafni Eldur Elí gekkst undir aðgerðina 27. ágúst. Hún tók fjórtán klukkutíma og honum var haldið sofandi næstu fjóra daga á eftir. Eitt aðaleinkenni veikindanna var gult litarhaft litla drengsins - og faðir hans er ekki í vafa þegar hann er spurður um eftirminnilegasta augnablikið úti í Svíþjóð. „Hann var náttúrulega búinn að vera gulur og með gul augu síðan hann fæddist. Svo opnar hann augun á fimmta degi og þau eru bara skjannahvít. Það var móment sem maður gleymir ekki. Ég hringdi beint í Kristínu og við skiptum, ég hleyp út og hún inn,“ segir Bjarki. Eldur Elí og eldri systkinin tvö, sem bjuggu hjá ömmu og afa á Íslandi þegar litli bróðir dvaldi á spítalanum.úr einkasafni Eins og nýtt barn Kristín og Bjarki voru þrjá mánuði úti í Svíþjóð með Eld Elí, fjarri eldri börnum sínum tveimur. Magnaður bati Elds Elís hefur vakið mikla athygli ytra en Kristín og Markus Gäbel, skurðlæknirinn sem gerði aðgerðina á Eldi Elí, hafa í dag rætt við sænska fjölmiðla um málið. „Það eru ótrúlegar framfarir. Það eru fimm vikur síðan við komum heim og munurinn á honum er bara, maður trúir því ekki. Þetta er nýtt barn,“ segir Bjarki. Kristín tekur heilshugar undir það. „Hann hefur fengið algjöra nýja byrjun. Hann er bara flottastur,“ segir Kristín. Viðtal við Kristínu og Bjarka (sem ranglega er nefndur Brynjar í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar), og svipmyndir frá spítaladvölinni í Svíþjóð, má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ítarlega verður greint frá sögu Elds Elís, rætt við foreldra hans og líffæragjafann í Íslandi í dag á næstunni. Í fangi mömmu. Með pabba á sjúkrahúsinu.úr einkasafni Kristín og Eldur Elí, áður en hann fékk nýja lifur.úr einkasafni
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Líffæragjöf Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira