Hraðamyndavélin á Sæbraut gómað tæplega fimm þúsund á árinu Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2021 08:01 Aðalvarðstjóri segir hraðamyndavélar hafa tryggt lægri meðalhraða á þeim svæðum sem þeim hefur verið komið upp. Vísir/Vilhelm Hraðamyndavélin á Sæbraut í Reykjavík hefur náð hraðakstri alls tæplega 4.700 ökumanna á mynd frá ársbyrjun og til 1. nóvember 2021. Af þeim fjórum hraðamyndavélum sem umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu starfrækir er hraðamyndavélin á Sæbraut sú sem leiðir til langflestra sekta til ökumanna. Samkvæmt gögnum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að alls hafi eftirlit í vélinni á mótum Sæbrautar og Langholtsvegar skilað sér í sektum til 4.656 ökumanna vegna hraðabrota og 71 sem hefur ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili. Ekki fengust upplýsingar um heildarupphæð sektargreiðslna sem rekja má til vélarinnar það sem af er ári, en ljóst má vera að hún hleypur á tugum milljóna. Á Sæbraut er hámarkshraðinn 60 kílómetrar á klukkustund og lágmarkssektargreiðsla 10 þúsund krónur, ef ekið er á 66 kílómetra hraða. Sektargreiðslur fara svo stighækkandi eftir hraða ökutækisins. Tugir milljóna króna Greiði ökumenn sektina innan tiltekins tíma fá þeir svo 25 prósenta afslátt af sektinni. Lágmarkssekt, greidd innan afsláttartímans, er því 7.500 krónur. Má því vera ljóst að Sæbrautarvélin hefur skilað 35 milljónum króna í ríkissjóð hið minnsta á árinu, að því gefnu að allir hafi keyrt á lágmarkssektarhraða og greitt sektina innan afsláttartíma. Því má vera að ljóst heildarsektarupphæðin er í raun umtalsvert hærri en 35 milljónir. Sekt vegna aksturs gegn rauðu ljósi nemur 50 þúsund krónum samkvæmt sektarreikni á heimasíðu lögreglunnar. Hraðamyndavélin á mótum Hringbrautar og Njarðargötu hefur leitt til að hraðakstur 2.151 ökumanns hefur verið fest á filmu og þá hafa 27 fengið sekt eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi það sem af er ári. Sé litið til vélarinnar á mótum Miklubrautar og Kringumýrarbrautar má sjá að þar hafa 475 fengið sekt á árinu vegna hraðaksturs og sjö hafa ekið gegn rauðu ljósi. Fjórða vélin er svo á Breiðholtsbraut, en hún er tiltölulega nýkomin í gagnið og ekki inni í þeim tölum sem bárust við fyrirspurn fréttastofu. 71 hefur fengið sekt á árinu eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á mótum Sæbrautar og Langholtsvegar það sem af er ári.Vísir/Vilhelm Liður í að tryggja umferðaröryggi Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir hraðavélarnar lið í því að tryggja umferðaröryggi á höfuðborgarsvæðinu. „Að hafa þessar hraðamyndavélar, auk þess að við erum að mæla hraða í lögreglubílum og bifhjólum. Þetta er liður í nútímalöggæslu að hafa svona vélar í gangi. Þær skila sér í minni meðalhraða á þeim svæðum þar sem þær eru virkar.“ Aðspurður hvort til standi að fjölga slíkum vélum á höfuðborgarsvæðinu segir Árni að þetta sé samvinnuverkefni milli Reykjavíkurborgar og hinna sveitarfélaganna, Vegagerðarinnar og lögreglunnar. „Það er alltaf verið að skoða hvort eigi að fjölga. Nú er Vegagerðin til dæmis að taka upp jafnhraðamælingar úti á landi og það er því einn liður sem verið er að skoða þjóðvegum. Við erum alltaf að kanna hvernig við getum tryggt umferðaröryggi sem best.“ Reykjavík Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Samkvæmt gögnum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að alls hafi eftirlit í vélinni á mótum Sæbrautar og Langholtsvegar skilað sér í sektum til 4.656 ökumanna vegna hraðabrota og 71 sem hefur ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili. Ekki fengust upplýsingar um heildarupphæð sektargreiðslna sem rekja má til vélarinnar það sem af er ári, en ljóst má vera að hún hleypur á tugum milljóna. Á Sæbraut er hámarkshraðinn 60 kílómetrar á klukkustund og lágmarkssektargreiðsla 10 þúsund krónur, ef ekið er á 66 kílómetra hraða. Sektargreiðslur fara svo stighækkandi eftir hraða ökutækisins. Tugir milljóna króna Greiði ökumenn sektina innan tiltekins tíma fá þeir svo 25 prósenta afslátt af sektinni. Lágmarkssekt, greidd innan afsláttartímans, er því 7.500 krónur. Má því vera ljóst að Sæbrautarvélin hefur skilað 35 milljónum króna í ríkissjóð hið minnsta á árinu, að því gefnu að allir hafi keyrt á lágmarkssektarhraða og greitt sektina innan afsláttartíma. Því má vera að ljóst heildarsektarupphæðin er í raun umtalsvert hærri en 35 milljónir. Sekt vegna aksturs gegn rauðu ljósi nemur 50 þúsund krónum samkvæmt sektarreikni á heimasíðu lögreglunnar. Hraðamyndavélin á mótum Hringbrautar og Njarðargötu hefur leitt til að hraðakstur 2.151 ökumanns hefur verið fest á filmu og þá hafa 27 fengið sekt eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi það sem af er ári. Sé litið til vélarinnar á mótum Miklubrautar og Kringumýrarbrautar má sjá að þar hafa 475 fengið sekt á árinu vegna hraðaksturs og sjö hafa ekið gegn rauðu ljósi. Fjórða vélin er svo á Breiðholtsbraut, en hún er tiltölulega nýkomin í gagnið og ekki inni í þeim tölum sem bárust við fyrirspurn fréttastofu. 71 hefur fengið sekt á árinu eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á mótum Sæbrautar og Langholtsvegar það sem af er ári.Vísir/Vilhelm Liður í að tryggja umferðaröryggi Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir hraðavélarnar lið í því að tryggja umferðaröryggi á höfuðborgarsvæðinu. „Að hafa þessar hraðamyndavélar, auk þess að við erum að mæla hraða í lögreglubílum og bifhjólum. Þetta er liður í nútímalöggæslu að hafa svona vélar í gangi. Þær skila sér í minni meðalhraða á þeim svæðum þar sem þær eru virkar.“ Aðspurður hvort til standi að fjölga slíkum vélum á höfuðborgarsvæðinu segir Árni að þetta sé samvinnuverkefni milli Reykjavíkurborgar og hinna sveitarfélaganna, Vegagerðarinnar og lögreglunnar. „Það er alltaf verið að skoða hvort eigi að fjölga. Nú er Vegagerðin til dæmis að taka upp jafnhraðamælingar úti á landi og það er því einn liður sem verið er að skoða þjóðvegum. Við erum alltaf að kanna hvernig við getum tryggt umferðaröryggi sem best.“
Reykjavík Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira