Palestínsk kona í farbanni vegna forræðislaga Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 8. nóvember 2021 07:31 Þessi grein er að mestu leyti útdráttur úr nýlegri frétt AP. Fyrir nokkrum vikum taldi Afar al-Najar sig hafa fundið flóttaleið frá Gazasvæðinu. Hún hafði fengið styrk til náms í samskiptatækni við tyrkneskan háskóla og orðið sér úti um öll nauðsynleg skilríki. Hún hafði auk þess greitt 500 dollara gjald til að sleppa við langa biðröðina við landamærin milli Egyptalands og Gaza. En þegar al-Najar kom að Rafah-landamærahliðinu var henni snúið við af landamæravörðunum. Hún hafði verið sett í farbann. Það voru hvorki ísraelsk né egypsk yfirvöld sem stóðu að baki farbanninu heldur voru það Hamassamtökin og nýtilkomin lagabreyting þeirra. Sjaríalög í sókn á Gazasvæðinu Ferðir til og frá Gazasvæðinu hafa verið háðar miklum takmörkunum undanfarin fjórtán ár. Til að byrja með þurfa íbúar svæðisins að sækja um fararleyfi frá Hamassamtökunum. Ísraelsk og egypsk yfirvöld þurfa síðan að ganga úr skugga um að ferðamaður frá Gazasvæðinu tengist ekki hryðjuverkasamtökum. Á Gaza hefur fjöldi slíkra samtaka hreiðrað um sig – meðal annars Hamassamtökin, Palestínskt heilagt stríð (e. Palestinian Islamic Jihad), Hersveit Omars Hadid fursta (e. Sheikh Omar Hadid Brigade) og Hersveitir Abu Ali Mustapha (e. Abu Ali Mustapha Brigades). Hamassamtökin eru stærst þessara samtaka og ráða þau lögum og lofum á Gazasvæðinu. Síðastliðinn febrúar ákvað lagadómstóll á vegum Hamassamtakanna að innleiða lög sem kváðu á um að fylgdarlausar konur þyrftu leyfi karlkyns „forræðisaðila“ – eiginmanns, sonar eða annars karlkyns ættingja – til að yfirgefa Gazasvæðið. Með þessu gerðu samtökin ákveðin lagaákvæði sjaríalaga að landslögum á yfirráðasvæði sínu. Farbanninu áfrýjað Þegar mannréttindasamtök gerðu athugasemdir við nýju forræðislögin voru þau örlítið milduð en ekki felld úr gildi. Samkvæmt nýju lögunum getur forræðisaðili beðið um að kona sé sett í farbann ef ferðalagið er talið geta valdið henni „algjörum skaða“ – hvað svo sem það þýðir. Faðir al-Najar lagði fram beiðnina um farbann og mun það vera í gildi þar til niðurstaða næst í málinu. Al-Najar áfrýjaði úrskurðinum til nokkurra mannréttindasamtaka á svæðinu en þau voru treg til að veita henni aðstoð af ótta við hefndaraðgerðir frá Hamassamtökunum. Að lokum áfrýjaði hún banninu til dómstóls á Gazasvæðinu. Faðir al-Najar mætti ekki í fyrstu réttarhöldin og var þeim því frestað. Áður en rétti var slitið spurði dómarinn hana hvers vegna hún hyggðist fara til útlanda og gaf síðan í skyn að hún gæti alveg eins stundað nám við einn af háskólum Gazasvæðisins. Al-Najar þráir að verða blaðakona og hún segir að fjölmenningarríki eins og Tyrkland bjóði upp á tækifæri sem eru ekki til staðar á Gazasvæðinu. Réttarhöldunum var frestað í annað sinn vegna þess að lögfræðingur föðurins var sagður veikur. Síðastliðinn miðvikudag var þeim frestað í þriðja sinn því nýr lögfræðingur föðurins sagðist þurfa lengri tíma til að kynna sér málið. Naumur tími til stefnu Vegna þessara tafa var frestur al-Najar til að hefja námið framlengdur til áramóta. Ef hún kemst ekki til Tyrklands fyrir áramót mun hún tapa námsstyrknum. En hún hefur ekki gefist upp: „Ég gerði mér grein fyrir því að enginn mun hjálpa mér nema ég sjálf og ég gerði mér grein fyrir því að nú yrði ég að vera sterk til að berjast fyrir réttindum mínum,“ sagði hún. „Í stað þessa að gráta í herberginu mínu og bregðast sjálfri mér ákvað ég að berjast. Ég ákvað að berjast í fyrsta sinn á ævi minni.“ Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi grein er að mestu leyti útdráttur úr nýlegri frétt AP. Fyrir nokkrum vikum taldi Afar al-Najar sig hafa fundið flóttaleið frá Gazasvæðinu. Hún hafði fengið styrk til náms í samskiptatækni við tyrkneskan háskóla og orðið sér úti um öll nauðsynleg skilríki. Hún hafði auk þess greitt 500 dollara gjald til að sleppa við langa biðröðina við landamærin milli Egyptalands og Gaza. En þegar al-Najar kom að Rafah-landamærahliðinu var henni snúið við af landamæravörðunum. Hún hafði verið sett í farbann. Það voru hvorki ísraelsk né egypsk yfirvöld sem stóðu að baki farbanninu heldur voru það Hamassamtökin og nýtilkomin lagabreyting þeirra. Sjaríalög í sókn á Gazasvæðinu Ferðir til og frá Gazasvæðinu hafa verið háðar miklum takmörkunum undanfarin fjórtán ár. Til að byrja með þurfa íbúar svæðisins að sækja um fararleyfi frá Hamassamtökunum. Ísraelsk og egypsk yfirvöld þurfa síðan að ganga úr skugga um að ferðamaður frá Gazasvæðinu tengist ekki hryðjuverkasamtökum. Á Gaza hefur fjöldi slíkra samtaka hreiðrað um sig – meðal annars Hamassamtökin, Palestínskt heilagt stríð (e. Palestinian Islamic Jihad), Hersveit Omars Hadid fursta (e. Sheikh Omar Hadid Brigade) og Hersveitir Abu Ali Mustapha (e. Abu Ali Mustapha Brigades). Hamassamtökin eru stærst þessara samtaka og ráða þau lögum og lofum á Gazasvæðinu. Síðastliðinn febrúar ákvað lagadómstóll á vegum Hamassamtakanna að innleiða lög sem kváðu á um að fylgdarlausar konur þyrftu leyfi karlkyns „forræðisaðila“ – eiginmanns, sonar eða annars karlkyns ættingja – til að yfirgefa Gazasvæðið. Með þessu gerðu samtökin ákveðin lagaákvæði sjaríalaga að landslögum á yfirráðasvæði sínu. Farbanninu áfrýjað Þegar mannréttindasamtök gerðu athugasemdir við nýju forræðislögin voru þau örlítið milduð en ekki felld úr gildi. Samkvæmt nýju lögunum getur forræðisaðili beðið um að kona sé sett í farbann ef ferðalagið er talið geta valdið henni „algjörum skaða“ – hvað svo sem það þýðir. Faðir al-Najar lagði fram beiðnina um farbann og mun það vera í gildi þar til niðurstaða næst í málinu. Al-Najar áfrýjaði úrskurðinum til nokkurra mannréttindasamtaka á svæðinu en þau voru treg til að veita henni aðstoð af ótta við hefndaraðgerðir frá Hamassamtökunum. Að lokum áfrýjaði hún banninu til dómstóls á Gazasvæðinu. Faðir al-Najar mætti ekki í fyrstu réttarhöldin og var þeim því frestað. Áður en rétti var slitið spurði dómarinn hana hvers vegna hún hyggðist fara til útlanda og gaf síðan í skyn að hún gæti alveg eins stundað nám við einn af háskólum Gazasvæðisins. Al-Najar þráir að verða blaðakona og hún segir að fjölmenningarríki eins og Tyrkland bjóði upp á tækifæri sem eru ekki til staðar á Gazasvæðinu. Réttarhöldunum var frestað í annað sinn vegna þess að lögfræðingur föðurins var sagður veikur. Síðastliðinn miðvikudag var þeim frestað í þriðja sinn því nýr lögfræðingur föðurins sagðist þurfa lengri tíma til að kynna sér málið. Naumur tími til stefnu Vegna þessara tafa var frestur al-Najar til að hefja námið framlengdur til áramóta. Ef hún kemst ekki til Tyrklands fyrir áramót mun hún tapa námsstyrknum. En hún hefur ekki gefist upp: „Ég gerði mér grein fyrir því að enginn mun hjálpa mér nema ég sjálf og ég gerði mér grein fyrir því að nú yrði ég að vera sterk til að berjast fyrir réttindum mínum,“ sagði hún. „Í stað þessa að gráta í herberginu mínu og bregðast sjálfri mér ákvað ég að berjast. Ég ákvað að berjast í fyrsta sinn á ævi minni.“ Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun