Körfubolti

Valencia stal sigrinum á síðustu sekúndunum

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Martin í leik í október
Martin í leik í október Borja B. Hojas/Getty Images

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia sluppu með skrekkinn í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta fyrr í kvöld þegar liðið fékk Joventut Badalona í heimsókn. Eftir að hafa verið undir mestallan leikinn tókst Valencia að síga framúr á lokakaflanum og vinna sigur, 71-70.

Valencia hafði tapað síðustu tveimur leikjunum sínum í deildinni og þurftu því nauðsynlega að komast aftur á beinu brautina. Liðið er óðum að fá sína bestu leikmenn aftur inn í liðið eftir meiðsli og var gaman að sjá að bæði Sam Van Rossum og Klement Prebelic aftur á gólfinu.

Martin var að venju í byrjunarliði Valencia sem lenti fljótlega undir og voru liðsmenn Joventut yfir eftir fyrsta leikhluta, 20-25. Guilem Vives sem kom til Joventut frá Valencia fyrir tímabilið átti fínan upphafskafla gegn sínum gömglu félögum. Staðan í hálfleik 32-39 Joventut í vil.

Leikurinn var svo jafn á öllum tölum í síðari hálfleik, Joventut þó ávallt aðeins á undan. Alltaf þegar að Valencia hótaði því að komast yfir þá komu tvær körfur frá Joventut og munaði þar sérstaklega um reynsluboltann Ante Tomic.

Á lokakaflanum reyndust Valencia hins vegar sterkari, þeim tókst að finna sinn besta mann, Bojan Dubljevic ítrekað undir körfunni í lokin og fögnuðu að lokum sigri. 71-70.

Martin Hermannsson skoraði 8 stig fyrir Valencia en Bojan Dubljevic var stigahæstur með 18 stig. Hjá Joventut var Pau Ribas atkvæðamestur með 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×