Fulltrúadeildin samþykkti innviðafrumvarp Bidens Þorgils Jónsson skrifar 6. nóvember 2021 08:52 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, fagnar hér með félögum sínum á gólfi þingsalarins eftir að málið var í höfn í nótt. Mynd/AP Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt frumvarp um meiriháttar innviðauppbyggingu og samgönguumbætur. Verður um 1.000 milljörðum varið í það verkefni á komandi áratug. Er þetta talinn áfangasigur fyrir Joe Biden forseta, en þetta er annað af tveimur lykilmálum forsetans, sem hefur lent í vandræðum með að sannfæra félaga sína í Demókrataflokknum. Frumvarpið var samþykkt með 228 atkvæðum gegn 206. Þrettán repúblikanar greiddu atkvæði með frumvarpinu, en sex demókratar gegn málinu, þar sem þeim fannst það ekki ganga nógu langt. AP og Guardian segja frá. Fulltrúadeildin samþykkti einnig að veita næsta lykilmáli Bidens brautargengi yfir á lokaatkvæðagreiðslu síðar í þessum mánuði. Þar er um að ræða stærðarinnar pakka með margs konar félagslegum umbótum, sem og aðgerðum í loftslagsmálum. Gerir frumvarpið ráð fyrir að verja 1.850 milljörðum dala í það verkefni á næstu tíu árum. „Í kvöld tókum við, sem þjóð, risastórt framfaraskref,“ sagði Biden í tilkynningu eftir að málið var í höfn. Brýndi hann sitt fólk til að klára bæði frumvörpin sem fyrst. „Margar kynslóðir inn í framtíðina mun fólk horfa til baka og sjá að það var hér sem Bandaríkin urðu hlutskörpust í keppninni um 21. öldina.“ Demókratar á vinstri væng flokksins hafa hingað til haldið afgreiðslu málanna í eins konar gíslingu þar sem þau vildu að frumvörpin tvö yrðu samþykkt saman, en ekki í sitthvoru lagi. Leggja þau áherslu á félagslega- og loftslagspakkann, en miðjusæknari flokkssystkin þeirra vildu klára innviðapakkann fyrst og hafa áhyggjur af kostnaði við hitt málið. Biden náði samkomulagi við bæði flokksbrotin þannig að vinstri vængurinn hleypti innviðapakkanum í gegn í nótt, en miðjufólkið lofaði að samþykkja félaglega frumvarpið síðar í þessum mánuði að því gefnu að úttekt á kostnaði við það væri ekki umfram fyrirheit forsetans. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden keikur þrátt fyrir kosningahremmingar demókrata Joe Biden Bandaríkjaforseti segir enga ástæðu til að örvænta þó að samflokksfólk hans í Demókrataflokknum hafi átt misjöfnu gengi að fagna í kosningum sem fóru fram í vikunni. 5. nóvember 2021 06:00 Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56 Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58 Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. 14. október 2021 14:33 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Frumvarpið var samþykkt með 228 atkvæðum gegn 206. Þrettán repúblikanar greiddu atkvæði með frumvarpinu, en sex demókratar gegn málinu, þar sem þeim fannst það ekki ganga nógu langt. AP og Guardian segja frá. Fulltrúadeildin samþykkti einnig að veita næsta lykilmáli Bidens brautargengi yfir á lokaatkvæðagreiðslu síðar í þessum mánuði. Þar er um að ræða stærðarinnar pakka með margs konar félagslegum umbótum, sem og aðgerðum í loftslagsmálum. Gerir frumvarpið ráð fyrir að verja 1.850 milljörðum dala í það verkefni á næstu tíu árum. „Í kvöld tókum við, sem þjóð, risastórt framfaraskref,“ sagði Biden í tilkynningu eftir að málið var í höfn. Brýndi hann sitt fólk til að klára bæði frumvörpin sem fyrst. „Margar kynslóðir inn í framtíðina mun fólk horfa til baka og sjá að það var hér sem Bandaríkin urðu hlutskörpust í keppninni um 21. öldina.“ Demókratar á vinstri væng flokksins hafa hingað til haldið afgreiðslu málanna í eins konar gíslingu þar sem þau vildu að frumvörpin tvö yrðu samþykkt saman, en ekki í sitthvoru lagi. Leggja þau áherslu á félagslega- og loftslagspakkann, en miðjusæknari flokkssystkin þeirra vildu klára innviðapakkann fyrst og hafa áhyggjur af kostnaði við hitt málið. Biden náði samkomulagi við bæði flokksbrotin þannig að vinstri vængurinn hleypti innviðapakkanum í gegn í nótt, en miðjufólkið lofaði að samþykkja félaglega frumvarpið síðar í þessum mánuði að því gefnu að úttekt á kostnaði við það væri ekki umfram fyrirheit forsetans.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden keikur þrátt fyrir kosningahremmingar demókrata Joe Biden Bandaríkjaforseti segir enga ástæðu til að örvænta þó að samflokksfólk hans í Demókrataflokknum hafi átt misjöfnu gengi að fagna í kosningum sem fóru fram í vikunni. 5. nóvember 2021 06:00 Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56 Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58 Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. 14. október 2021 14:33 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Biden keikur þrátt fyrir kosningahremmingar demókrata Joe Biden Bandaríkjaforseti segir enga ástæðu til að örvænta þó að samflokksfólk hans í Demókrataflokknum hafi átt misjöfnu gengi að fagna í kosningum sem fóru fram í vikunni. 5. nóvember 2021 06:00
Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56
Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58
Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. 14. október 2021 14:33