Biden gagnrýndi fjarveru leiðtoga Kína og Rússlands Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2021 23:09 Joe Biden ávarpar COP26-loftslagsráðstefnuna í Glasgow. Hann hefur boðað að Bandaríkin verði aftur leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum eftir að Donald Trump, forveri hans í embætti, ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Vísir/EPA Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi leiðtoga Kína og Rússlands fyrir að láta ekki sjá sig á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í dag. Sakaði hann Kína um að snúa baki við vandamálinu og Rússland sömuleiðis. Hvorki Xi Jinping, forseti Kína, né Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ætla að vera viðstaddir ráðstefnuna en ríki þeirra senda þó sendinefndir til Skotlands. Kínverjar eru umsvifamestu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminum en Rússar eru í fimmta sæti. „Sú staðreynd að Kína er að reyna að taka sér nýtt hlutverk í heiminum sem leiðtogi, skiljanlega..að mæta ekki á staðinn, látið ekki svona,“ sagði Biden þegar hann var spurður út í hlut ríkja eins og Kína, Rússlands og Sádi-Arabíu í viðræðum til þessa. Sömu sögu væri að segja um Pútín. Hann þegði þunnu hljóði á meðan óbyggðir Rússlands brynnu. Talsmaður Pútín gafa engar sérstakar skýringar á því hvers vegna Pútín yrði ekki viðstaddur fundinn þegar hann tilkynnti það í síðasta mánuði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talið er að Xi Kínaforseti hafi ekki yfirgefið Kína frá því snemma árs 2020, áður en kórónuveiran fór á flug um allan heim en hún átti upptök sín í Wuhan í Kína. Bæði Kína og Rússland hafa sagst ætla að stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Það er áratug seinna en mörg vestræn ríki hafa einsett sér að gera og þau vilja að verði sameiginlegt markmið heimsbyggðarinnar. Loftslagsmál Joe Biden COP26 Kína Rússland Tengdar fréttir Rætt um peninga og raunverulegar aðgerðir Forsætisráðherra segir jákvætt að umræðan á loftslagsráðstefnunni í Glasgow snúist að miklu leyti um peninga og raunverulegar aðgerðir. Íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir um sex hundruð milljarða króna í grænum lausnum á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 18:08 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Hvorki Xi Jinping, forseti Kína, né Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ætla að vera viðstaddir ráðstefnuna en ríki þeirra senda þó sendinefndir til Skotlands. Kínverjar eru umsvifamestu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminum en Rússar eru í fimmta sæti. „Sú staðreynd að Kína er að reyna að taka sér nýtt hlutverk í heiminum sem leiðtogi, skiljanlega..að mæta ekki á staðinn, látið ekki svona,“ sagði Biden þegar hann var spurður út í hlut ríkja eins og Kína, Rússlands og Sádi-Arabíu í viðræðum til þessa. Sömu sögu væri að segja um Pútín. Hann þegði þunnu hljóði á meðan óbyggðir Rússlands brynnu. Talsmaður Pútín gafa engar sérstakar skýringar á því hvers vegna Pútín yrði ekki viðstaddur fundinn þegar hann tilkynnti það í síðasta mánuði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talið er að Xi Kínaforseti hafi ekki yfirgefið Kína frá því snemma árs 2020, áður en kórónuveiran fór á flug um allan heim en hún átti upptök sín í Wuhan í Kína. Bæði Kína og Rússland hafa sagst ætla að stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Það er áratug seinna en mörg vestræn ríki hafa einsett sér að gera og þau vilja að verði sameiginlegt markmið heimsbyggðarinnar.
Loftslagsmál Joe Biden COP26 Kína Rússland Tengdar fréttir Rætt um peninga og raunverulegar aðgerðir Forsætisráðherra segir jákvætt að umræðan á loftslagsráðstefnunni í Glasgow snúist að miklu leyti um peninga og raunverulegar aðgerðir. Íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir um sex hundruð milljarða króna í grænum lausnum á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 18:08 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Rætt um peninga og raunverulegar aðgerðir Forsætisráðherra segir jákvætt að umræðan á loftslagsráðstefnunni í Glasgow snúist að miklu leyti um peninga og raunverulegar aðgerðir. Íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir um sex hundruð milljarða króna í grænum lausnum á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 18:08
Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13