Olíurisar sakaðir um lygar líkt og tóbaksforstjórarnir Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2021 09:17 Allir olíuforstjórarnir kusu að bera vitni í gegnum fjarfundarbúnað. Hér sést Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, á skjá í fundarsalnum. AP/Jacquelyn Martin Forsvarsmenn stærstu olíufyrirtækja Bandaríkjanna neituðu því að fyrirtæki þeirra dreifðu upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar þegar þeir báru eiðsvarnir vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Þingmenn sökuðu þá um að ljúga líkt og forstjórar tóbaksfyrirtækja lugu um skaðsemi reykinga á sínum tíma. Fundur eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær var sögulegar þar sem forstjórar olíufyrirtækja voru í fyrsta skipti látnir sverja eið og svara spurningum um hvaða þátt þeir hefðu átt í að afneita loftslagsvísindum, blekka almenning og tefja fyrir aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Olíufyrirtækin hafa lengi fjármagnað hópa sem amast gegn loftslagsvísindum en einnig hefur komið fram að vísindamenn fyrirtækjanna sjálfra vissu af hættunni sem stafaði af bruna jarðefnaeldsneytis á sama tíma og forsvarsmenn þeirra reyndu að gera lítið úr henni og koma í veg fyrir aðgerðir. Þrátt fyrir það sögðust forstjórar Exxon Mobil, Chevron, BP og Shell í Bandaríkjunum ekki taka þátt í að grafa undan loftslagsvísindum og aðgerðum. Darren Woods, forstjóri Exxon, gekk svo langt að fullyrða að yfirlýsingar fyrirtækisins um loftslagsmál hefðu alltaf verið sannleikanum samkvæmar, byggst á staðreyndum og verið í samræmi við viðtekin loftslagsvísindi. „Þó að skoðanir okkar á loftslagsbreytingum hafi þróast með tímanum þá er það einfaldlega rangt að gefa í skyn að Chevron hafi tekið þátt í að dreifa upplýsingafalsi og blekkja almenning um þessu flóknu mál,“ sagði Michael Wirth, forstjóri Chevron. Þingmenn demókrata, sem eru með meirihluta í nefndinni, gáfu lítið fyrir yfirlýsingar forstjóranna um sakleysi. Þeir hafa um mánaðaskeið reynt að fá afhent gögn um innri samskipti þeirra um loftslagsbreytingar. „Þeir ljúga augljóslega eins og tóbaksforstjórarnir gerðu,“ sagði Carolyn Maloney, formaður nefndarinnar og demókrati frá New York. Reyndu demókratar oft að líkja yfirheyrslunum í gær við fræga nefndarfundi þar sem forstjórar tóbaksframleiðenda komu fyrir bandaríska þingnefnd á 10. áratugnum. Þar héldu þeir því meðal annars fram að þeir tryðu því ekki að nikótín væri ávanabindandi. Vildu ekki lofa að hætta að standa gegn loftslagsaðgerðum Olíuforstjórarnir lögðu áherslu á hversu jarðefnaeldsneyti væri mikilvægt heimsbyggðinni og að það væri alls ekki á útleið, jafnvel þó að þeir viðurkenndu að draga þyrfti úr losun. Af sumum yfirlýsingum þeirra að dæma reyndu þeir þó að forðast að gangast að fullu við því að vara þeirra hefði skaðleg áhrif á loftslag jarðarinnar. Þannig sagði Woods, forstjóri Exxon, að bruni á olíu „gæti“ átt þátt í hnattrænni hlýnun þrátt fyrir að enginn efi sé uppi um losun manna á gróðurhúsalofttegundum sé eina ástæðan fyrir þeirri hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað á jörðinni. Enginn olíuforstjóranna vildi heldur lofa nefndarmönnum að þeir myndu draga fyrirtæki sín út úr Bandarísku jarðolíustofnuninni (e. American Petroleum Institute), stærsta þrýstihópi olíufyrirtækjanna. Hún hefur meðal annars lagst gegn því að rafbílar verði niðurgreiddir og gjald lagt á losun metans. Franska olíufyrirtækið Total dró sig út úr hópnum í janúar vegna óánægju með þá stefnu. Þeir vildu heldur ekki skuldbinda sig til þess að leggja ekki lengur fé í að grafa undan loftslagsvísindum eða aðgerðum. Fulltrúar repúblikana í nefndinni, sem viðurkenna ekki loftslagsbreytingar sem raunverulegt vandamál, vörðu sínum spurningum fyrst og fremst í að verja olíuforstjórana, þakka þeim fyrir störf sín og gagnrýna demókrata fyrir að halda vitnaleiðslurnar sem þeir kölluðu pólitískt leikrit. Maloney, formaður nefndarinnar, tilkynnti eftir sex klukkustunda langan fund að hún ætlaði sér að stefna fyrirtækjunum til að afhenda gögnin sem nefndin sækist eftir um hvernig fyrirtækin hafa þyrlað upp ryki um loftslagsbreytingar í gegnum tíðina. Loftslagsmál Bensín og olía Bandaríkin Tengdar fréttir Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál. 28. október 2021 15:07 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Fundur eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær var sögulegar þar sem forstjórar olíufyrirtækja voru í fyrsta skipti látnir sverja eið og svara spurningum um hvaða þátt þeir hefðu átt í að afneita loftslagsvísindum, blekka almenning og tefja fyrir aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Olíufyrirtækin hafa lengi fjármagnað hópa sem amast gegn loftslagsvísindum en einnig hefur komið fram að vísindamenn fyrirtækjanna sjálfra vissu af hættunni sem stafaði af bruna jarðefnaeldsneytis á sama tíma og forsvarsmenn þeirra reyndu að gera lítið úr henni og koma í veg fyrir aðgerðir. Þrátt fyrir það sögðust forstjórar Exxon Mobil, Chevron, BP og Shell í Bandaríkjunum ekki taka þátt í að grafa undan loftslagsvísindum og aðgerðum. Darren Woods, forstjóri Exxon, gekk svo langt að fullyrða að yfirlýsingar fyrirtækisins um loftslagsmál hefðu alltaf verið sannleikanum samkvæmar, byggst á staðreyndum og verið í samræmi við viðtekin loftslagsvísindi. „Þó að skoðanir okkar á loftslagsbreytingum hafi þróast með tímanum þá er það einfaldlega rangt að gefa í skyn að Chevron hafi tekið þátt í að dreifa upplýsingafalsi og blekkja almenning um þessu flóknu mál,“ sagði Michael Wirth, forstjóri Chevron. Þingmenn demókrata, sem eru með meirihluta í nefndinni, gáfu lítið fyrir yfirlýsingar forstjóranna um sakleysi. Þeir hafa um mánaðaskeið reynt að fá afhent gögn um innri samskipti þeirra um loftslagsbreytingar. „Þeir ljúga augljóslega eins og tóbaksforstjórarnir gerðu,“ sagði Carolyn Maloney, formaður nefndarinnar og demókrati frá New York. Reyndu demókratar oft að líkja yfirheyrslunum í gær við fræga nefndarfundi þar sem forstjórar tóbaksframleiðenda komu fyrir bandaríska þingnefnd á 10. áratugnum. Þar héldu þeir því meðal annars fram að þeir tryðu því ekki að nikótín væri ávanabindandi. Vildu ekki lofa að hætta að standa gegn loftslagsaðgerðum Olíuforstjórarnir lögðu áherslu á hversu jarðefnaeldsneyti væri mikilvægt heimsbyggðinni og að það væri alls ekki á útleið, jafnvel þó að þeir viðurkenndu að draga þyrfti úr losun. Af sumum yfirlýsingum þeirra að dæma reyndu þeir þó að forðast að gangast að fullu við því að vara þeirra hefði skaðleg áhrif á loftslag jarðarinnar. Þannig sagði Woods, forstjóri Exxon, að bruni á olíu „gæti“ átt þátt í hnattrænni hlýnun þrátt fyrir að enginn efi sé uppi um losun manna á gróðurhúsalofttegundum sé eina ástæðan fyrir þeirri hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað á jörðinni. Enginn olíuforstjóranna vildi heldur lofa nefndarmönnum að þeir myndu draga fyrirtæki sín út úr Bandarísku jarðolíustofnuninni (e. American Petroleum Institute), stærsta þrýstihópi olíufyrirtækjanna. Hún hefur meðal annars lagst gegn því að rafbílar verði niðurgreiddir og gjald lagt á losun metans. Franska olíufyrirtækið Total dró sig út úr hópnum í janúar vegna óánægju með þá stefnu. Þeir vildu heldur ekki skuldbinda sig til þess að leggja ekki lengur fé í að grafa undan loftslagsvísindum eða aðgerðum. Fulltrúar repúblikana í nefndinni, sem viðurkenna ekki loftslagsbreytingar sem raunverulegt vandamál, vörðu sínum spurningum fyrst og fremst í að verja olíuforstjórana, þakka þeim fyrir störf sín og gagnrýna demókrata fyrir að halda vitnaleiðslurnar sem þeir kölluðu pólitískt leikrit. Maloney, formaður nefndarinnar, tilkynnti eftir sex klukkustunda langan fund að hún ætlaði sér að stefna fyrirtækjunum til að afhenda gögnin sem nefndin sækist eftir um hvernig fyrirtækin hafa þyrlað upp ryki um loftslagsbreytingar í gegnum tíðina.
Loftslagsmál Bensín og olía Bandaríkin Tengdar fréttir Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál. 28. október 2021 15:07 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál. 28. október 2021 15:07