Börn þurft að leita á bráðamóttöku eftir neyslu orkudrykkja Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. október 2021 23:03 Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir, formaður áhættumatsnefndar og sviðstjóri lýðheilsu og matvælaöryggis hjá Matvís. Vísir/Egill Börn hafa þurft að leita á bráðamóttöku eftir neyslu orkudrykkja en íslensk börn drekka meira af þeim en jafnaldrar annars staðar. Sérfræðingur í eiturefnafræði segir langtímaneyslu ungmenna á orkudrykkjum áhyggjuefni þar sem efnin í þeim hækka meðal annars blóðþrýsting og skaða æðakerfið. Orkudrykkir sem innihalda koffín njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi meðal annars hjá ungmennum. Matvælastofnun fékk áhættumatsnefnd á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru til að rannsaka hvort neysla orkudrykkja, sem innihalda koffín, hafi neikvæðáhrif á heilsu ungmenna í framhaldsskólum. Nefndin skoðaði meðal annars hversu mikil neyslan er. Niðurstöðurnar sýna að neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum er töluvert meiri en sést hefur í erlendum rannsóknum. „Framhaldsskólanemar eru að neyta orkudrykkja í umtalsverðu magni. Það er yfir helmingur þeirra drekkur orkudrykki og tíu tuttugu prósent þeirra eru að drekka þá daglega eða oftar,“ segir Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir, formaður áhættumatsnefndar og sviðstjóri lýðheilsu og matvælaöryggis hjá Matvís. Ásta segir rannsóknina sýna að orkudrykkir hafi neikvæðáhrif á svefn og andlegan líðan ungmennanna. Matvælastofnun telur mikla neyslu gefa tilefni til að takmarka aðgengi að drykkjunum. „Krakkarnir voru að segja að þau voru að fá þessa drykki gefins. Fjörutíu til sjötíu prósent sögðu að þau voru að fá drykki gefins í tengslum við íþróttir og hópastarf á meðan það voru tíu prósent framhaldsskólanema,“ segir Ásta. Undanfarin ár hefur Eitrunarmiðstöð af og til borist símtöl vegna eituráhrifa af orkudrykkjum. Þá hafa komið upp nokkur tilfelli þar sem börn hafa leitaðá bráðamóttöku Landspítalans eða á Barnaspítalann eftir neyslu orkudrykkja. „Það eru yfirleitt svona örvandi áhrif. Þau eru kannski með hraðan hjartslátt og svona kvíða sem fylgir því að hafa svona mikið af þessum efnum í blóðinu,“ segir Curtis Snook, sérfræðingur í bráðalækningum og í klínískri eiturefnafræði á Landspítalanum. Curtis Snook, sérfræðingur í bráðalækningum og í klínískri eiturefnafræði á Landspítalanum.Vísir/Egill Curtis segist langtímaáhrifin af neyslu orkudrykkja áhyggjuefni. „Þá ert þú að hækka blóðþrýstinginn á hverjum degi og púlsinn þá er í raun og veru kemur skaði í æðakerfinu fljótara í þeim einstaklingum sem gera það,“ segir Curtis. Þannig getur hækkaður blóðþrýstingur sem fylgi mikilli notkun um langa hríð valdið skaða hjá ungmennum. „Það eru ýmis vandræði sem fylgir því að vera með háan þrýsting og við vitum mikið um það skilurðu. Svo börnin myndu kannski ekki strax lenda í vandræðum en þegar þau eru eldri þá eru þau búin að skaða æðakerfið og þú ferð ekki til baka. Þú munt ekki breyta því,“ segir Curtis. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Orkudrykkir Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Orkudrykkir sem innihalda koffín njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi meðal annars hjá ungmennum. Matvælastofnun fékk áhættumatsnefnd á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru til að rannsaka hvort neysla orkudrykkja, sem innihalda koffín, hafi neikvæðáhrif á heilsu ungmenna í framhaldsskólum. Nefndin skoðaði meðal annars hversu mikil neyslan er. Niðurstöðurnar sýna að neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum er töluvert meiri en sést hefur í erlendum rannsóknum. „Framhaldsskólanemar eru að neyta orkudrykkja í umtalsverðu magni. Það er yfir helmingur þeirra drekkur orkudrykki og tíu tuttugu prósent þeirra eru að drekka þá daglega eða oftar,“ segir Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir, formaður áhættumatsnefndar og sviðstjóri lýðheilsu og matvælaöryggis hjá Matvís. Ásta segir rannsóknina sýna að orkudrykkir hafi neikvæðáhrif á svefn og andlegan líðan ungmennanna. Matvælastofnun telur mikla neyslu gefa tilefni til að takmarka aðgengi að drykkjunum. „Krakkarnir voru að segja að þau voru að fá þessa drykki gefins. Fjörutíu til sjötíu prósent sögðu að þau voru að fá drykki gefins í tengslum við íþróttir og hópastarf á meðan það voru tíu prósent framhaldsskólanema,“ segir Ásta. Undanfarin ár hefur Eitrunarmiðstöð af og til borist símtöl vegna eituráhrifa af orkudrykkjum. Þá hafa komið upp nokkur tilfelli þar sem börn hafa leitaðá bráðamóttöku Landspítalans eða á Barnaspítalann eftir neyslu orkudrykkja. „Það eru yfirleitt svona örvandi áhrif. Þau eru kannski með hraðan hjartslátt og svona kvíða sem fylgir því að hafa svona mikið af þessum efnum í blóðinu,“ segir Curtis Snook, sérfræðingur í bráðalækningum og í klínískri eiturefnafræði á Landspítalanum. Curtis Snook, sérfræðingur í bráðalækningum og í klínískri eiturefnafræði á Landspítalanum.Vísir/Egill Curtis segist langtímaáhrifin af neyslu orkudrykkja áhyggjuefni. „Þá ert þú að hækka blóðþrýstinginn á hverjum degi og púlsinn þá er í raun og veru kemur skaði í æðakerfinu fljótara í þeim einstaklingum sem gera það,“ segir Curtis. Þannig getur hækkaður blóðþrýstingur sem fylgi mikilli notkun um langa hríð valdið skaða hjá ungmennum. „Það eru ýmis vandræði sem fylgir því að vera með háan þrýsting og við vitum mikið um það skilurðu. Svo börnin myndu kannski ekki strax lenda í vandræðum en þegar þau eru eldri þá eru þau búin að skaða æðakerfið og þú ferð ekki til baka. Þú munt ekki breyta því,“ segir Curtis.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Orkudrykkir Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda