Frakkar kyrrsetja breskt fiskveiðiskip vegna deilu um veiðiheimildir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. október 2021 15:42 Skipið var kyrrsett í nótt eftir að það fannst í franskri lögsögu. EPA-EFE/YOAN VALAT Spennan milli Bretlands og Frakklands jókst í dag þegar Frakkar kyrrsettu breskan bát sem var við veiðar í franskri lögsögu. Bretland hefur nú varað Frakkland við frekari aðgerðum en deilur milli ríkjanna vegna veiðiheimilda fara síversnandi. Annick Girardin, sjávarútvegsráðherra Frakklands, tilkynnti í dag að breska skelfisksveiðiskipinu Cornelis Gert Jan hafi verið fylgt í höfn í Le Havre í nótt eftir að áhöfninni tókst ekki að sýna fram á að hún hefði heimild til að veiða í franskri lögsögu. Annað breskt skip hefur fengið viðvörun vegna svipaðra brota. Aðgerðirnar eru taldar merki um staðfestu Frakka í málinu. Síðast í gær kynntu Frakkar mögulegar refsiaðgerðir gegn Bretum gangi ekkert í samningaviðræðum um málið. Meðal refsiaðgerðanna er sérstakt tolleftirlit með breskum vörum frá og með 2. nóvember. Bretar hræðast að það gæti orðið til þess að Frakkar stöðvi rafmagnssölu til Bretlands takist ríkjunum ekki að komast að samkomulagi. Bresk fiskveiðisvæði eru talin þau aflamestu í Norðaustur-Atlantshafinu og það svæði sem meirihluti afla Evrópusambandsins kemur úr. Frakkar vilja meina að Bretland hafi neitað að veita sjómönnum þeirra heimildir til að veiða innan breskrar lögsögu. Bretar vilja þó meina að þeir veiti aðeins þeim skipum veiðiheimildir sem standist breskar kröfur. Bretland Frakkland Brexit Sjávarútvegur Evrópusambandið Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Annick Girardin, sjávarútvegsráðherra Frakklands, tilkynnti í dag að breska skelfisksveiðiskipinu Cornelis Gert Jan hafi verið fylgt í höfn í Le Havre í nótt eftir að áhöfninni tókst ekki að sýna fram á að hún hefði heimild til að veiða í franskri lögsögu. Annað breskt skip hefur fengið viðvörun vegna svipaðra brota. Aðgerðirnar eru taldar merki um staðfestu Frakka í málinu. Síðast í gær kynntu Frakkar mögulegar refsiaðgerðir gegn Bretum gangi ekkert í samningaviðræðum um málið. Meðal refsiaðgerðanna er sérstakt tolleftirlit með breskum vörum frá og með 2. nóvember. Bretar hræðast að það gæti orðið til þess að Frakkar stöðvi rafmagnssölu til Bretlands takist ríkjunum ekki að komast að samkomulagi. Bresk fiskveiðisvæði eru talin þau aflamestu í Norðaustur-Atlantshafinu og það svæði sem meirihluti afla Evrópusambandsins kemur úr. Frakkar vilja meina að Bretland hafi neitað að veita sjómönnum þeirra heimildir til að veiða innan breskrar lögsögu. Bretar vilja þó meina að þeir veiti aðeins þeim skipum veiðiheimildir sem standist breskar kröfur.
Bretland Frakkland Brexit Sjávarútvegur Evrópusambandið Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira