„Virðingarvert“ hjá Lovísu sem hefur verið lengi í sviðsljósinu Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2021 15:35 Lovísa Thompson, ein besta handknattleikskona landsins, hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. vísir/hulda margrét „Þessi skór, þeir eru bara einhvers staðar. Það er auðvelt að sækja þá,“ segir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem ræddi um stærsta mál vikunnar í handboltaheiminum, ákvörðun Lovísu Thompson, við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í dag. Þær Anna og Svava fóru yfir komandi leiki í 5. umferð Olís-deildar kvenna sem hefst í kvöld. Umferðinni lýkur með leik Vals og Hauka á sunnudag en ljóst er að þar verður engin Lovísa Thompson því hún hefur tekið sér hlé frá handbolta eftir að hafa ekki fundið gleði í íþróttinni undanfarið. Leikirnir í 5. umferð: Fimmtudagur 28. október: 18.00 Afturelding - Fram Laugardagur 30. október: 15.00 ÍBV - Stjarnan 15.00 KA/Þór/HK Sunnudagur 31. október: 14.00 Valur - Haukar „Fólk finnur sjálft í daglegu amstri að það getur verið ofboðslega erfitt andlega að gera suma hluti, sérstaklega ef að fólki líður þannig að það hefur ekki gaman af því sem það nánast lifir fyrir. Þá þarf bara að taka skref til baka,“ sagði Anna Úrsúla. „Það er það sem hún er að gera núna. Taka skref til baka og athuga aðeins hvort hún finni gleðina aftur, hvaða skref hún vilji taka í framtíðinni og hvort að handboltinn tengist því. Ég held að það sé virðingarvert,“ bætti Anna við en upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 5. umferð í Olís-deild kvenna „Ég held að það sýni þessu allir skilning,“ sagði Svava. „Það er ekkert grín að vera „semí“ undrabarn í handboltanum. Hún er búin að vera lengi í sviðsljósinu og ég held að það séu margir heima sem að gera sér ekki grein fyrir því að Lovísa Thompson, sem er búin að vera einn besti leikmaður deildarinnar síðustu ár, fagnaði 22 ára afmæli sínu núna. Hún er aðeins 22 ára en hefur verið á allra vörum síðan hún var svona 14 ára. Það eru þyngsli að bera það,“ sagði Svava. Tippar á Stjörnuna í Eyjum Tvíeykið fór jafnframt yfir leikina fjóra sem fram undan eru eins og sjá má í innslaginu hér að ofan. Þær voru sammála um að sérstaklega spennandi yrði að sjá hvernig leikir ÍBV og Stjörnunnar á laugardag, og Vals og Hauka á sunnudag, kæmu til með að þróast. Afturelding á fyrir höndum afar erfitt verkefni þegar umferðin hefst í kvöld og þarf að klífa bratta brekku gegn Fram, með Karen Knútsdóttur fremsta í flokki. ÍBV og Stjarnan mætast í athyglisverðum leik þar sem Eyjakonur mæta með sjálfstraust eftir að hafa komist áfram í Evrópukeppni um helgina. „Ég held einhvern veginn að Stjarnan muni taka þetta,“ segir Anna Úrsúla. HK fer í „gryfjuna“ á Akureyri og þarf að reyna að kreista eitthvað út úr leik sínum við meistara KA/Þórs. „Það þarf allt að ganga upp,“ segir Anna Úrsúla um möguleika HK-inga en þáttinn má sjá í heild hér að ofan. Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Lovísa í hlé frá handbolta: „Ég er búin að missa gleðina“ „Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir landsliðskonan Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. 27. október 2021 16:47 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Þær Anna og Svava fóru yfir komandi leiki í 5. umferð Olís-deildar kvenna sem hefst í kvöld. Umferðinni lýkur með leik Vals og Hauka á sunnudag en ljóst er að þar verður engin Lovísa Thompson því hún hefur tekið sér hlé frá handbolta eftir að hafa ekki fundið gleði í íþróttinni undanfarið. Leikirnir í 5. umferð: Fimmtudagur 28. október: 18.00 Afturelding - Fram Laugardagur 30. október: 15.00 ÍBV - Stjarnan 15.00 KA/Þór/HK Sunnudagur 31. október: 14.00 Valur - Haukar „Fólk finnur sjálft í daglegu amstri að það getur verið ofboðslega erfitt andlega að gera suma hluti, sérstaklega ef að fólki líður þannig að það hefur ekki gaman af því sem það nánast lifir fyrir. Þá þarf bara að taka skref til baka,“ sagði Anna Úrsúla. „Það er það sem hún er að gera núna. Taka skref til baka og athuga aðeins hvort hún finni gleðina aftur, hvaða skref hún vilji taka í framtíðinni og hvort að handboltinn tengist því. Ég held að það sé virðingarvert,“ bætti Anna við en upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 5. umferð í Olís-deild kvenna „Ég held að það sýni þessu allir skilning,“ sagði Svava. „Það er ekkert grín að vera „semí“ undrabarn í handboltanum. Hún er búin að vera lengi í sviðsljósinu og ég held að það séu margir heima sem að gera sér ekki grein fyrir því að Lovísa Thompson, sem er búin að vera einn besti leikmaður deildarinnar síðustu ár, fagnaði 22 ára afmæli sínu núna. Hún er aðeins 22 ára en hefur verið á allra vörum síðan hún var svona 14 ára. Það eru þyngsli að bera það,“ sagði Svava. Tippar á Stjörnuna í Eyjum Tvíeykið fór jafnframt yfir leikina fjóra sem fram undan eru eins og sjá má í innslaginu hér að ofan. Þær voru sammála um að sérstaklega spennandi yrði að sjá hvernig leikir ÍBV og Stjörnunnar á laugardag, og Vals og Hauka á sunnudag, kæmu til með að þróast. Afturelding á fyrir höndum afar erfitt verkefni þegar umferðin hefst í kvöld og þarf að klífa bratta brekku gegn Fram, með Karen Knútsdóttur fremsta í flokki. ÍBV og Stjarnan mætast í athyglisverðum leik þar sem Eyjakonur mæta með sjálfstraust eftir að hafa komist áfram í Evrópukeppni um helgina. „Ég held einhvern veginn að Stjarnan muni taka þetta,“ segir Anna Úrsúla. HK fer í „gryfjuna“ á Akureyri og þarf að reyna að kreista eitthvað út úr leik sínum við meistara KA/Þórs. „Það þarf allt að ganga upp,“ segir Anna Úrsúla um möguleika HK-inga en þáttinn má sjá í heild hér að ofan.
Leikirnir í 5. umferð: Fimmtudagur 28. október: 18.00 Afturelding - Fram Laugardagur 30. október: 15.00 ÍBV - Stjarnan 15.00 KA/Þór/HK Sunnudagur 31. október: 14.00 Valur - Haukar
Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Lovísa í hlé frá handbolta: „Ég er búin að missa gleðina“ „Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir landsliðskonan Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. 27. október 2021 16:47 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Lovísa í hlé frá handbolta: „Ég er búin að missa gleðina“ „Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir landsliðskonan Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. 27. október 2021 16:47