Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2021 15:07 Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, er einn þeirra olíuforstjóra sem koma fyrir bandaríska þingnefnd í dag. AP/RIchard Drew Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál. Auk fulltrúa fjögurra olíurisanna Exxon Mobil, Chevron, BP America og Shell svara yfirmenn helstu hagsmunasamtaka þeirra og viðskiptaráðs Bandaríkjanna spurningum þingmanna í eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Demókratar, sem eru með meirihluta í nefndinni, hafa undanfarið rannsakað hvernig olíuiðnaðurinn lagði stein í götu loftslagsaðgerða í fleiri áratugi. Vitnaleiðslunum í dag hefur verið líkt við það þegar forstjórar tóbaksframleiðenda voru teknir á teppið í Bandaríkjaþingi á 10. áratugnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir héldu því þá fram að þeir tryðu því ekki að nikótín væri ávanabindandi. Carolyn Maloney, formaður nefndarinnar og fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá New York, segir að jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hafi haft vitneskju um ógn loftslagsbreytinga frá því í síðasta lagi árið 1977. „Þrátt fyrir það dreifði iðnaðurinn afneitun og efasemdum um skaðsemi vöru sinnar, gróf undan vísindunum og kom í veg fyrir raunverulegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum á sama tíma og hnattræna loftslagsváin varð sífellt alvarlegri,“ sagði Maloney og Ro Khanna, félagi hennar í nefndinni. Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, sagði í skriflegri yfirlýsingu til nefndarinnar að fyrirtæki hans hefði ekki dreift upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar. Yfirlýsingar þess hefðu alltaf verið sannleikanum samkvæmar, byggst á staðreyndum og verið í samræmi við viðtekin loftslagsvísindi. Nota huldahópa til að grafa undan aðgerðum Olíufyrirtæki hafa um árabil dælt fé í svonefnd gervigrasrótarsamtök sem þau hafa notað til þess að kasta rýrð á loftslagsvísindi og loftslagsvísindamenn. Skammt er frá því að einn helsti málafylgjumaður Exxon Mobil náðist á leynilegri upptöku lýsa því hvernig fyrirtækið hefði barist gegn loftslagsvísindum með hulduhópum. Það hefði einnig beint spjótum sínum að ákveðnum öldungadeildarþingmönnum til þess að grafa undan loftslagsstefnu Joes Biden Bandaríkjaforseta. Upp á síðkastið hafa olíufyrirtækin verið sökuð um svonefndan grænþvott, að hreykja sér af meðvitund um umhverfismál og framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum í auglýsingum á sama tíma og þau halda áfram að mala gull á jarðefnaeldsneyti sem ógnar lífríki jarðar og samfélagi manna. Maloney og Khanna segja að fimm stærstu olíufyrirtækin á hlutabréfamarkaði hafi samanlagt varið að minnsta kosti milljarði dollara, vel á annað hundrað milljarða íslenskra króna, í að koma fölskum upplýsingum um loftslagsmál á framfæri á árunum 2015 til 2018. Hægt er að fylgjast með fundi þingnefndarinnar í spilaranum hér fyrir neðan: Bandaríkin Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Auk fulltrúa fjögurra olíurisanna Exxon Mobil, Chevron, BP America og Shell svara yfirmenn helstu hagsmunasamtaka þeirra og viðskiptaráðs Bandaríkjanna spurningum þingmanna í eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Demókratar, sem eru með meirihluta í nefndinni, hafa undanfarið rannsakað hvernig olíuiðnaðurinn lagði stein í götu loftslagsaðgerða í fleiri áratugi. Vitnaleiðslunum í dag hefur verið líkt við það þegar forstjórar tóbaksframleiðenda voru teknir á teppið í Bandaríkjaþingi á 10. áratugnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir héldu því þá fram að þeir tryðu því ekki að nikótín væri ávanabindandi. Carolyn Maloney, formaður nefndarinnar og fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá New York, segir að jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hafi haft vitneskju um ógn loftslagsbreytinga frá því í síðasta lagi árið 1977. „Þrátt fyrir það dreifði iðnaðurinn afneitun og efasemdum um skaðsemi vöru sinnar, gróf undan vísindunum og kom í veg fyrir raunverulegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum á sama tíma og hnattræna loftslagsváin varð sífellt alvarlegri,“ sagði Maloney og Ro Khanna, félagi hennar í nefndinni. Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, sagði í skriflegri yfirlýsingu til nefndarinnar að fyrirtæki hans hefði ekki dreift upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar. Yfirlýsingar þess hefðu alltaf verið sannleikanum samkvæmar, byggst á staðreyndum og verið í samræmi við viðtekin loftslagsvísindi. Nota huldahópa til að grafa undan aðgerðum Olíufyrirtæki hafa um árabil dælt fé í svonefnd gervigrasrótarsamtök sem þau hafa notað til þess að kasta rýrð á loftslagsvísindi og loftslagsvísindamenn. Skammt er frá því að einn helsti málafylgjumaður Exxon Mobil náðist á leynilegri upptöku lýsa því hvernig fyrirtækið hefði barist gegn loftslagsvísindum með hulduhópum. Það hefði einnig beint spjótum sínum að ákveðnum öldungadeildarþingmönnum til þess að grafa undan loftslagsstefnu Joes Biden Bandaríkjaforseta. Upp á síðkastið hafa olíufyrirtækin verið sökuð um svonefndan grænþvott, að hreykja sér af meðvitund um umhverfismál og framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum í auglýsingum á sama tíma og þau halda áfram að mala gull á jarðefnaeldsneyti sem ógnar lífríki jarðar og samfélagi manna. Maloney og Khanna segja að fimm stærstu olíufyrirtækin á hlutabréfamarkaði hafi samanlagt varið að minnsta kosti milljarði dollara, vel á annað hundrað milljarða íslenskra króna, í að koma fölskum upplýsingum um loftslagsmál á framfæri á árunum 2015 til 2018. Hægt er að fylgjast með fundi þingnefndarinnar í spilaranum hér fyrir neðan:
Bandaríkin Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira