Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara Jakob Bjarnar skrifar 27. október 2021 12:14 Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ er afar ósáttur við skrif Páls Vilhjálmssonar en eftir vandlega íhugun hefur hann komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé vert að reka hann úr starfi. Vísir/egill/fjölbrautarskólinn í garðabæ Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra. Í bréfinu kemur fram að hér hafi ekki verið um auðvelt viðfangsefni að ræða. Kristinn rekur málið eins og það horfir við honum en Vísir hefur fjallað ítarlega um það og meðal annars greint frá því að mál Páls séu til skoðunar innan skólans. Kristinn segir að ekki hafi farið fram hjá mörgum að styr hafi staðið um skrif Páls sögukennara við skólann, um Helga Seljan blaðamann á RÚV. Farið fram á að Páll verði látinn fjúka „Mér hefur borist mikill fjöldi tölvupósta og símtala vegna þessa skrifa. Til að allrar sanngirni sé gætt þá hef ég fengið nokkra pósta og símtöl þar sem áhersla er lögð á rétt Páls til að tjá sig í ræðu og riti en talsverður meirihluti þeirra sem hefur haft samband er mjög gagnrýninn á skrif Páls og í mörgum tilfellum þess krafist að ég grípi til aðgerða vegna þeirra.“ Kristinn tekur þá fram að tjáningarfrelsi sé mikilvægt; hornsteinn lýðræðislegrar umræðu sé að þegnar lands geti tjáð sig án þess að þurfa að hafa áhyggjur af atvinnu sinni. Skólameistarinn segist ekki lögfræðingur en hann hafi leitað lögfræðiaðstoðar í þessu máli. Eftir það samtal hafi niðurstaða hans verið sú að ekki skyldi hrófla við stöðu Páls við skólann vegna skrifa hans um Helga Seljan. Sú niðurstaða byggi ekki síst á því að ummæli eiga sér stað úti í bæ en ekki inni á í skólastofunni. Undrandi og ósáttur við skilaboð Páls til geðsjúkra En Páll er ekki þar með sloppinn, Kristinn er ekki allskostar sáttur við skrifin. „En lífið snýst ekki bara um hvað er lögfræðilega rétt og rangt. Ég get ekki látið þessi skrif fram hjá mér fara án þess að setja fram athugasemdir. Ég skil skrif Páls þannig að störf Helga Seljan í fjölmiðlum séu ómarktæk vegna þess að hann glími við geðsjúkdóm. Af því má væntanlega draga þá ályktun að fólk sem glími við slíka sjúkdóma hafi lítið erindi í opinbera umræðu. Þessu er ég alfarið ósammála og tel þessi ummæli afar óheppileg fyrir framhaldsskólakennara og hef gert Páli grein fyrir þessari afstöðu minni,“ segir Kristinn í bréfi sínu. Hann bendir á að Páll hafi kennt við skólann á annan áratug og sinnt störfum sínum af kostgæfni auk þess sem hann hefur veitt nemendum sem eiga í erfiðleikum svigrúm og sanngirni. „Því er ég undrandi og afar ósáttur við að hann sendi þeim sem glíma við geðsjúkdóma þessi skilaboð.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Framhaldsskólar Tjáningarfrelsi Garðabær Tengdar fréttir Páll Vilhjálmsson sér ekkert bogið við umdeildan pistil um Helga Seljan Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, fordæma skrif Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Sjálfur segir Páll hugleiðingar sínar fullkomlega eðlilegar. 18. október 2021 14:51 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í bréfinu kemur fram að hér hafi ekki verið um auðvelt viðfangsefni að ræða. Kristinn rekur málið eins og það horfir við honum en Vísir hefur fjallað ítarlega um það og meðal annars greint frá því að mál Páls séu til skoðunar innan skólans. Kristinn segir að ekki hafi farið fram hjá mörgum að styr hafi staðið um skrif Páls sögukennara við skólann, um Helga Seljan blaðamann á RÚV. Farið fram á að Páll verði látinn fjúka „Mér hefur borist mikill fjöldi tölvupósta og símtala vegna þessa skrifa. Til að allrar sanngirni sé gætt þá hef ég fengið nokkra pósta og símtöl þar sem áhersla er lögð á rétt Páls til að tjá sig í ræðu og riti en talsverður meirihluti þeirra sem hefur haft samband er mjög gagnrýninn á skrif Páls og í mörgum tilfellum þess krafist að ég grípi til aðgerða vegna þeirra.“ Kristinn tekur þá fram að tjáningarfrelsi sé mikilvægt; hornsteinn lýðræðislegrar umræðu sé að þegnar lands geti tjáð sig án þess að þurfa að hafa áhyggjur af atvinnu sinni. Skólameistarinn segist ekki lögfræðingur en hann hafi leitað lögfræðiaðstoðar í þessu máli. Eftir það samtal hafi niðurstaða hans verið sú að ekki skyldi hrófla við stöðu Páls við skólann vegna skrifa hans um Helga Seljan. Sú niðurstaða byggi ekki síst á því að ummæli eiga sér stað úti í bæ en ekki inni á í skólastofunni. Undrandi og ósáttur við skilaboð Páls til geðsjúkra En Páll er ekki þar með sloppinn, Kristinn er ekki allskostar sáttur við skrifin. „En lífið snýst ekki bara um hvað er lögfræðilega rétt og rangt. Ég get ekki látið þessi skrif fram hjá mér fara án þess að setja fram athugasemdir. Ég skil skrif Páls þannig að störf Helga Seljan í fjölmiðlum séu ómarktæk vegna þess að hann glími við geðsjúkdóm. Af því má væntanlega draga þá ályktun að fólk sem glími við slíka sjúkdóma hafi lítið erindi í opinbera umræðu. Þessu er ég alfarið ósammála og tel þessi ummæli afar óheppileg fyrir framhaldsskólakennara og hef gert Páli grein fyrir þessari afstöðu minni,“ segir Kristinn í bréfi sínu. Hann bendir á að Páll hafi kennt við skólann á annan áratug og sinnt störfum sínum af kostgæfni auk þess sem hann hefur veitt nemendum sem eiga í erfiðleikum svigrúm og sanngirni. „Því er ég undrandi og afar ósáttur við að hann sendi þeim sem glíma við geðsjúkdóma þessi skilaboð.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Framhaldsskólar Tjáningarfrelsi Garðabær Tengdar fréttir Páll Vilhjálmsson sér ekkert bogið við umdeildan pistil um Helga Seljan Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, fordæma skrif Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Sjálfur segir Páll hugleiðingar sínar fullkomlega eðlilegar. 18. október 2021 14:51 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Páll Vilhjálmsson sér ekkert bogið við umdeildan pistil um Helga Seljan Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, fordæma skrif Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Sjálfur segir Páll hugleiðingar sínar fullkomlega eðlilegar. 18. október 2021 14:51