Sex ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og peningaþvætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 25. október 2021 14:30 Lagt var hald á um 522 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Myndin er úr safni. Getty/Konstantinos Tsakalidis Héraðssaksóknari hefur ákært nokkra einstaklinga fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og peningaþvætti í tengslum við ræktun á fíkniefnum í iðnaðarbili í Kópavogi. Hjón og sonur þeirra eru á meðal þess eru ákærð í málinu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur en í ákæru málsins segir að fimm karlmenn hafi verið staðnir að því að hafa 522 kannabisplöntur, níu kíló af maríjúana og sautján kíló af kannabislaufum í fórum sínum í iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi árið 2016, þar sem plönturnar voru ræktaðar. Þá er eiginkona eins þeirra, sem ákærður er fyrir fíkniefnalagabrotm ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við og aflað sér ávinnings af refsiverðri háttsemi að fjárhæð að lágmarki 27 milljónir króna. Er hún sökuð um að hafa nýtt fjármunina til að kaupa umrætt iðnarhúsnæði en sama dag og afsal vegna þess var gefið út afsalaði hún húsinu til eignarhaldsfélags í eigu eiginmans hennar og sonar þeirra, sem einnig er ákærður í málinu. Þá er eiginmaður hennar jafnframt ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinningi af refsiverðum brotum að lágmarksfjárhæð tæpum 20 milljónum króna. Er hann sakaður um að hafa tekið við fjármunum frá öðrum ákærðum í málinu, geymt þá og ráðstafað hluta fjármunanna til kaupa á iðnaðarhúsnæðinu. Krafin um að allt að tíu milljónir verði gerðar upptækar Eru hinir fjórir meðákærðu jafnframt ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinningi af refsiverðu brotum. Nema þær fjárhæðir milli 2,6 milljónum króna og 18 milljónum króna. Tveir mannanna, eiginmaðurinn og samstarfsmaður hans, sem eru fyrrum forsvarsmenn og eigendur eignarhaldsfélagsins ákærðir fyrir að hafa tekið á móti ávinningi af refsiverðum brotum á bankareikning félagsins: milljónunum 27 sem þeir vörðu í kaup á iðnaðarbilinu. Gerð er krafa til þess að sexmenningarnir verði dæmdir til refsingar auk þess sem krafist er að 522 kannabisplöntur, rúm níu kíló af maríhúana og rúm sautján grömm af kannabislaufum verði gerð upptæk. Þá er þess krafist að 110 gróðurlampar, 31 vifta, 110 straumbreytar, 66 svartir plastbakkar og ýmsir aðrir munir notaðir til kannabisræktunar veðri gerðir upptækir. Þá hefur verið gerð krafa að ákærðu verði gert að sæta upptöku á fjárhæðum, allt frá 600 þúsund krónum upp í 10 milljónir króna. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Fíkniefnabrot Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur en í ákæru málsins segir að fimm karlmenn hafi verið staðnir að því að hafa 522 kannabisplöntur, níu kíló af maríjúana og sautján kíló af kannabislaufum í fórum sínum í iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi árið 2016, þar sem plönturnar voru ræktaðar. Þá er eiginkona eins þeirra, sem ákærður er fyrir fíkniefnalagabrotm ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við og aflað sér ávinnings af refsiverðri háttsemi að fjárhæð að lágmarki 27 milljónir króna. Er hún sökuð um að hafa nýtt fjármunina til að kaupa umrætt iðnarhúsnæði en sama dag og afsal vegna þess var gefið út afsalaði hún húsinu til eignarhaldsfélags í eigu eiginmans hennar og sonar þeirra, sem einnig er ákærður í málinu. Þá er eiginmaður hennar jafnframt ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinningi af refsiverðum brotum að lágmarksfjárhæð tæpum 20 milljónum króna. Er hann sakaður um að hafa tekið við fjármunum frá öðrum ákærðum í málinu, geymt þá og ráðstafað hluta fjármunanna til kaupa á iðnaðarhúsnæðinu. Krafin um að allt að tíu milljónir verði gerðar upptækar Eru hinir fjórir meðákærðu jafnframt ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinningi af refsiverðu brotum. Nema þær fjárhæðir milli 2,6 milljónum króna og 18 milljónum króna. Tveir mannanna, eiginmaðurinn og samstarfsmaður hans, sem eru fyrrum forsvarsmenn og eigendur eignarhaldsfélagsins ákærðir fyrir að hafa tekið á móti ávinningi af refsiverðum brotum á bankareikning félagsins: milljónunum 27 sem þeir vörðu í kaup á iðnaðarbilinu. Gerð er krafa til þess að sexmenningarnir verði dæmdir til refsingar auk þess sem krafist er að 522 kannabisplöntur, rúm níu kíló af maríhúana og rúm sautján grömm af kannabislaufum verði gerð upptæk. Þá er þess krafist að 110 gróðurlampar, 31 vifta, 110 straumbreytar, 66 svartir plastbakkar og ýmsir aðrir munir notaðir til kannabisræktunar veðri gerðir upptækir. Þá hefur verið gerð krafa að ákærðu verði gert að sæta upptöku á fjárhæðum, allt frá 600 þúsund krónum upp í 10 milljónir króna.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Fíkniefnabrot Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira