Hægri slagsíða á Twitter Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2021 09:25 Fulltrúar Twitter vita ekki nákvæmlega hver vegna reikniritið hegðar sér á þennan hátt. Mateusz Slodkowski/SOPA Images/LightRocket via Getty Twitter gerir tístum (e. tweets) frá hægri sinnuðum stjórnmálaflokkum og fréttaveitum hærra undir höfði en þeim sem halla til vinstri. Þetta hefur samfélagsmiðlarisinn rannsakað og staðfest sjálfur, en virðist ekki vita nákvæmlega hvers vegna. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Twitter hafi ráðist í rannsókn á því hvernig reiknirit (e. algorithm) miðilsins miðlaði pólitísku efni til notenda sinna. Niðurstaðan var sú að reikniritið var líklegra til þess að mæla með efni sem flokka mætti til hægri við notendur sína. Fulltrúar Twitter segja erfitt að segja til um nákvæmlega hvers vegna reikniritið hagar sér á þennan hátt. Fyrirtækið hefur áður verið gagnrýnt vegna meintrar vinstri slagsíðu sinnar og ritskoðun á efni frá hægri væng stjórnmálanna. Rannsóknin náði til stjórnmálaflokka, fréttaveitna og notenda í sjö löndum: Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Japan, Spáni, Bretlandi og Bandaríkjunum, og náði til milljón tísta frá 1. apríl til 15. ágúst á síðasta ári. Rannsakendur tóku þá tístin sem til skoðunar voru og könnuðu hver þeirra reikniritið tæki og magnaði upp á svokölluðum fréttastraumi notenda (e. news feed) sem reikniritið stjórnar, til samanburðar við straum sem fer eingöngu eftir birtingartíma tísta. Niðurstaðan reyndist sú að hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar og fréttaveitur voru líklegri en samsvarandi aðilar á vinstri væng stjórnmálanna til þess að fá tíst sín mögnuð upp hjá reikniritinu, með þeim afleiðingum að þau rötuðu á skjái fleiri notenda. Öfgahugmyndir verða ekki ofan á BBC hefur eftir Rumman Chowdhury hjá Twitter að næsta skref fyrirtækisins væri að komast til botns í því hvers vegna reikniritið hagar sér á þennan hátt. „Í sex af sjö löndum voru tíst frá hægrisinnuðum stjórnmálamönnum mögnuð meira upp en vinstrisinnuðum,“ sagði Chowdhury og bætti við að tíst hægrisinnaðra fréttaveitna væru sömuleiðis mögnuð meira upp af reikniritinu. Twitter leggur þó áherslu á að reikniritið magni ekki upp öfgakennda hugmyndafræði frekar en vinsælar stjórnmálastefnur. Þá kunni ástæða skekkjunnar stafa af mismunandi stefnum stjórnmálaflokkanna þegar kemur að samfélagsmiðlum og því efni sem þeir senda þar út. Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Twitter hafi ráðist í rannsókn á því hvernig reiknirit (e. algorithm) miðilsins miðlaði pólitísku efni til notenda sinna. Niðurstaðan var sú að reikniritið var líklegra til þess að mæla með efni sem flokka mætti til hægri við notendur sína. Fulltrúar Twitter segja erfitt að segja til um nákvæmlega hvers vegna reikniritið hagar sér á þennan hátt. Fyrirtækið hefur áður verið gagnrýnt vegna meintrar vinstri slagsíðu sinnar og ritskoðun á efni frá hægri væng stjórnmálanna. Rannsóknin náði til stjórnmálaflokka, fréttaveitna og notenda í sjö löndum: Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Japan, Spáni, Bretlandi og Bandaríkjunum, og náði til milljón tísta frá 1. apríl til 15. ágúst á síðasta ári. Rannsakendur tóku þá tístin sem til skoðunar voru og könnuðu hver þeirra reikniritið tæki og magnaði upp á svokölluðum fréttastraumi notenda (e. news feed) sem reikniritið stjórnar, til samanburðar við straum sem fer eingöngu eftir birtingartíma tísta. Niðurstaðan reyndist sú að hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar og fréttaveitur voru líklegri en samsvarandi aðilar á vinstri væng stjórnmálanna til þess að fá tíst sín mögnuð upp hjá reikniritinu, með þeim afleiðingum að þau rötuðu á skjái fleiri notenda. Öfgahugmyndir verða ekki ofan á BBC hefur eftir Rumman Chowdhury hjá Twitter að næsta skref fyrirtækisins væri að komast til botns í því hvers vegna reikniritið hagar sér á þennan hátt. „Í sex af sjö löndum voru tíst frá hægrisinnuðum stjórnmálamönnum mögnuð meira upp en vinstrisinnuðum,“ sagði Chowdhury og bætti við að tíst hægrisinnaðra fréttaveitna væru sömuleiðis mögnuð meira upp af reikniritinu. Twitter leggur þó áherslu á að reikniritið magni ekki upp öfgakennda hugmyndafræði frekar en vinsælar stjórnmálastefnur. Þá kunni ástæða skekkjunnar stafa af mismunandi stefnum stjórnmálaflokkanna þegar kemur að samfélagsmiðlum og því efni sem þeir senda þar út.
Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira