Sekta Ríkisútvarpið, Sýn og Hringbraut vegna auglýsinga Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2021 19:58 Ríkisútvarpið, Sýn og Hringbraut voru sektuð af fjölmiðlanefnd. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlanefnd birti undir kvöld nokkrar ákvarðanir þar sem fyrirtæki og fólk var sektað vegna ólögmætra auglýsinga. Ríkisútvarpið, Sýn og Hringbraut voru sektuð en nefndin ákvað að sekta ekki forsvarsmenn tveggja hlaðvarpa þar sem lög voru brotin. Fjölmiðlanefnd sektaði Ríkisútvarpið fyrir að brjóta lög með því að birta auglýsingar í tengslum við Sögur- verðlaunahátíð barnanna. Nefndin metur þann dagskrárlið ætlaðan börnum yngri en tólf ára. Samkvæmt lögum um fjölmiðla eru auglýsingar og fjarkaupainnskot bönnuð í dagskrá fyrir börn á þeim aldri. Í ákvörðun nefndarinnar segir að kvörtun hafi borist frá Sýn hf. og að Ríkisútvarpið hafi verið sektað um hálfa milljón króna vegna brotsins. Fjölmiðlanefnd sektaði einnig Sýn vegna brota á lögum um fjölmiðla um duldar auglýsingar, vöruinnsetningar, bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi og kostun efnis í Rauðvín og klakar á Stöð 2 eSport og Vísi. Nefnd eru mörg dæmi um brot fyrr á árinu og því síðasta. Þá segir að Fjölmiðlanefnd hafi ekki talið ástæðu til að falla frá sekt vegna fyrri brota á lögum um fjölmiðla. Þó hafi verið tekið tillit til þess að um tilraunaverkefni í sjónvarpi hér á landi sé að ræða og sjónvarpsþætti með óhefðbundnum efnistökum á sjónvarpsstöð sem sé til þess fallin að höfða til ungs fólks og vekja athygli á rafíþróttum sem áhugamáli og íþróttagrein. Sýn var einnig sektuð um hálfa milljón króna. Vísir er í eigu Sýnar. Hringbraut með hæstu sektina Fjölmiðlanefnd sektaði einnig Hringbraut fyrir brot á lögum um fjölmiðla. Það var fyrir dulin viðskiptaboð og hlutfall viðskiptaboða í þáttunum Einfalt að eldast og Allt annað líf sem sýndir voru í fyrra og árið 2019. Nefndin segir að Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. hafi brotið lög um dulin viðskiptaboð í báðum þáttunum. Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að báðir þættirnir, Einfalt að eldast og Allt annað Líf, hafi í heild sinni talist til viðskiptaboða. Hringbraut var því sektuð um 750 þúsund krónur fyrir hvern þátt, eða samtals eina og hálfa milljón króna. Fram kom á Vísi fyrr í dag að Fjölmiðlanefnd hefði einnig sektað hlaðvarpið Dr. Football og sent stefnuvott að heimil Hjörvars Hafliðasonar, eiganda hlaðvarpsins. Fjölmiðlanefnd birti einnig úrskurð um að lög um skráningarskyldu fjölmiðla og auglýsingar fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi hefðu verið brotin í hlaðvarpinu Steve Dagskrá. Kvörtun hafi borist frá Íslenskum getraunum vegna auglýsinga fyrir Coolbet á Íslandi. Hlaðvörpin ekki sektuð Ákveðið var að sleppa Steve Dagskrá ehf. við sekt. Að hluta til vegna þess að brugðist var við fyrsta erindi Fjölmiðlanefndar og að reglur hefðu ekki verið brotnar áður í hlaðvarpinu. Fjölmiðlanefnd birti þar að auki úrskurð vegna kvörtunar gegn Huga Halldórssyni, fjölmiðlaveitu hlaðvarpsins FantasyGandalf, sem heitir nú The Mike Show. Þar hafi verið brotið gegn lögum um fjölmiðla og þá sérstaklega skráningarskyldu, bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi og bann við viðskiptaboðum fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi, sem ekki hefur leyfi lögum samkvæmt hér á landi. Þar var einnig ákveðið að beita ekki sektum vegna því að stjórnendur hlaðvarpsins brugðust fljótt við erindi Fjölmiðlanefndar. Framsetningu viðskiptaboða hafi verið breytt og auglýsingum um veðmálastarfsemi hætti. Þar að auki hefðu reglur ekki verið brotnar áður í hlaðvarpinu. Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Fjölmiðlanefnd sektaði Ríkisútvarpið fyrir að brjóta lög með því að birta auglýsingar í tengslum við Sögur- verðlaunahátíð barnanna. Nefndin metur þann dagskrárlið ætlaðan börnum yngri en tólf ára. Samkvæmt lögum um fjölmiðla eru auglýsingar og fjarkaupainnskot bönnuð í dagskrá fyrir börn á þeim aldri. Í ákvörðun nefndarinnar segir að kvörtun hafi borist frá Sýn hf. og að Ríkisútvarpið hafi verið sektað um hálfa milljón króna vegna brotsins. Fjölmiðlanefnd sektaði einnig Sýn vegna brota á lögum um fjölmiðla um duldar auglýsingar, vöruinnsetningar, bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi og kostun efnis í Rauðvín og klakar á Stöð 2 eSport og Vísi. Nefnd eru mörg dæmi um brot fyrr á árinu og því síðasta. Þá segir að Fjölmiðlanefnd hafi ekki talið ástæðu til að falla frá sekt vegna fyrri brota á lögum um fjölmiðla. Þó hafi verið tekið tillit til þess að um tilraunaverkefni í sjónvarpi hér á landi sé að ræða og sjónvarpsþætti með óhefðbundnum efnistökum á sjónvarpsstöð sem sé til þess fallin að höfða til ungs fólks og vekja athygli á rafíþróttum sem áhugamáli og íþróttagrein. Sýn var einnig sektuð um hálfa milljón króna. Vísir er í eigu Sýnar. Hringbraut með hæstu sektina Fjölmiðlanefnd sektaði einnig Hringbraut fyrir brot á lögum um fjölmiðla. Það var fyrir dulin viðskiptaboð og hlutfall viðskiptaboða í þáttunum Einfalt að eldast og Allt annað líf sem sýndir voru í fyrra og árið 2019. Nefndin segir að Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. hafi brotið lög um dulin viðskiptaboð í báðum þáttunum. Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að báðir þættirnir, Einfalt að eldast og Allt annað Líf, hafi í heild sinni talist til viðskiptaboða. Hringbraut var því sektuð um 750 þúsund krónur fyrir hvern þátt, eða samtals eina og hálfa milljón króna. Fram kom á Vísi fyrr í dag að Fjölmiðlanefnd hefði einnig sektað hlaðvarpið Dr. Football og sent stefnuvott að heimil Hjörvars Hafliðasonar, eiganda hlaðvarpsins. Fjölmiðlanefnd birti einnig úrskurð um að lög um skráningarskyldu fjölmiðla og auglýsingar fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi hefðu verið brotin í hlaðvarpinu Steve Dagskrá. Kvörtun hafi borist frá Íslenskum getraunum vegna auglýsinga fyrir Coolbet á Íslandi. Hlaðvörpin ekki sektuð Ákveðið var að sleppa Steve Dagskrá ehf. við sekt. Að hluta til vegna þess að brugðist var við fyrsta erindi Fjölmiðlanefndar og að reglur hefðu ekki verið brotnar áður í hlaðvarpinu. Fjölmiðlanefnd birti þar að auki úrskurð vegna kvörtunar gegn Huga Halldórssyni, fjölmiðlaveitu hlaðvarpsins FantasyGandalf, sem heitir nú The Mike Show. Þar hafi verið brotið gegn lögum um fjölmiðla og þá sérstaklega skráningarskyldu, bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi og bann við viðskiptaboðum fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi, sem ekki hefur leyfi lögum samkvæmt hér á landi. Þar var einnig ákveðið að beita ekki sektum vegna því að stjórnendur hlaðvarpsins brugðust fljótt við erindi Fjölmiðlanefndar. Framsetningu viðskiptaboða hafi verið breytt og auglýsingum um veðmálastarfsemi hætti. Þar að auki hefðu reglur ekki verið brotnar áður í hlaðvarpinu.
Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira