Antonio sökkti Tottenham Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 24. október 2021 15:00 Antonio fagnar með liðsfélögum sínum EPA-EFE/ANDY RAIN Það er alltaf spenna fyrir alvöru Lundúnaslag en það er kannski ekki oft þannig að West Ham teljist sigurstranglegri gegn Tottenham. Það var þó raunin í dag og voru þeir sterkari aðilinn í leiknum. Leikurinn einkenndist af mikilli stöðubaráttu og það var ekkert sérstaklega mikið um opin færi. Harry Kane fékk eitt besta færi Tottenham skömmu áður en sigurmarkið kom. Hann átti þá skalla á fjærstöng sem Lukasz Fabianski í marki West Ham þurfti að hafa fyrir því að verja. Á 72. mínútu fékk West Ham hornspyrnu. Aaron Creswee gaf fyrir og Harry Kane týndi Michail Antonio sem þakkaði kærlega fyrir sig og skoraði þetta mikilvæga mark. West Ham er eftir sigurinn í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig en Tottenham er í því sjötta með 15. Enski boltinn
Það er alltaf spenna fyrir alvöru Lundúnaslag en það er kannski ekki oft þannig að West Ham teljist sigurstranglegri gegn Tottenham. Það var þó raunin í dag og voru þeir sterkari aðilinn í leiknum. Leikurinn einkenndist af mikilli stöðubaráttu og það var ekkert sérstaklega mikið um opin færi. Harry Kane fékk eitt besta færi Tottenham skömmu áður en sigurmarkið kom. Hann átti þá skalla á fjærstöng sem Lukasz Fabianski í marki West Ham þurfti að hafa fyrir því að verja. Á 72. mínútu fékk West Ham hornspyrnu. Aaron Creswee gaf fyrir og Harry Kane týndi Michail Antonio sem þakkaði kærlega fyrir sig og skoraði þetta mikilvæga mark. West Ham er eftir sigurinn í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig en Tottenham er í því sjötta með 15.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti