Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. október 2021 12:16 Baldwin og Hutchins unnu saman að myndinni Rust. Getty Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. Miðlar vestanhafs segja ekki liggja ljóst fyrir hvort raunverulegar kúlur voru í byssunni eða hvort Hutchins og Souza fengu í sig brotajárn úr skotvopninu. Souza er ýmist sagður hafa verið hæfður í viðbeinið eða öxlina en Hutchins var skotin í magann og flutt með þyrlu á sjúkrahús, þar sem ekki reyndist unnt að bjarga henni. Baldwin gaf sig fram við lögreglu í kjölfar atviksins og var síðan látinn laus. Myndir náðust af honum við lögreglustöðina en vitni segja hann hafa grátið og verið í mikilli geðshræringu. Sheriff’s office: Star’s ‘prop firearm’ kills one, injures another https://t.co/wuFa9DMRBI— Santa Fe New Mexican (@thenewmexican) October 22, 2021 Harmleikurinn þykir minna um margt á dauða leikarans Brandon Lee, sem lést við tökur á myndinni The Crow árið 1993. Þá reyndist raunveruleg byssukúla enn vera í skotvopni sem notað var við tökur og lenti hún í kvið Lee þegar einn meðleikara hans hleypti af. Systir Lee hefur tjáð sig um slysið í Santa Fe og vottað hlutaðeigandi samúð sína. Skotvopnasérfræðingur sem unnið hefur við kvikmyndagerð segir mörgum spurningum ósvarað, þar sem ein af reglum meðferðar skotvopna á tökustað sé að þeim eigi aldrei að beina að öðrum við tökur. Our hearts go out to the family of Halyna Hutchins and to Joel Souza and all involved in the incident on “Rust”. No one should ever be killed by a gun on a film set. Period. 💔— Brandon Bruce Lee (@brandonblee) October 22, 2021 Joe Manganiello, sem vann með Hutchins að myndinni Archenemy, minnist hennar á Twitter. Hutchins, sem var 42 ára, átti einn son. I’m in shock. I was so lucky to have had Halyna Hutchins as my DP on Archenemy. An incredible talent & great person. I can’t believe this could happen in this day and age… gunfire from a prop gun could kill a crew member? What a horrible tragedy. My heart goes out to her family pic.twitter.com/W479ch56Js— JOE MANGANIELLO (@JoeManganiello) October 22, 2021 Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Miðlar vestanhafs segja ekki liggja ljóst fyrir hvort raunverulegar kúlur voru í byssunni eða hvort Hutchins og Souza fengu í sig brotajárn úr skotvopninu. Souza er ýmist sagður hafa verið hæfður í viðbeinið eða öxlina en Hutchins var skotin í magann og flutt með þyrlu á sjúkrahús, þar sem ekki reyndist unnt að bjarga henni. Baldwin gaf sig fram við lögreglu í kjölfar atviksins og var síðan látinn laus. Myndir náðust af honum við lögreglustöðina en vitni segja hann hafa grátið og verið í mikilli geðshræringu. Sheriff’s office: Star’s ‘prop firearm’ kills one, injures another https://t.co/wuFa9DMRBI— Santa Fe New Mexican (@thenewmexican) October 22, 2021 Harmleikurinn þykir minna um margt á dauða leikarans Brandon Lee, sem lést við tökur á myndinni The Crow árið 1993. Þá reyndist raunveruleg byssukúla enn vera í skotvopni sem notað var við tökur og lenti hún í kvið Lee þegar einn meðleikara hans hleypti af. Systir Lee hefur tjáð sig um slysið í Santa Fe og vottað hlutaðeigandi samúð sína. Skotvopnasérfræðingur sem unnið hefur við kvikmyndagerð segir mörgum spurningum ósvarað, þar sem ein af reglum meðferðar skotvopna á tökustað sé að þeim eigi aldrei að beina að öðrum við tökur. Our hearts go out to the family of Halyna Hutchins and to Joel Souza and all involved in the incident on “Rust”. No one should ever be killed by a gun on a film set. Period. 💔— Brandon Bruce Lee (@brandonblee) October 22, 2021 Joe Manganiello, sem vann með Hutchins að myndinni Archenemy, minnist hennar á Twitter. Hutchins, sem var 42 ára, átti einn son. I’m in shock. I was so lucky to have had Halyna Hutchins as my DP on Archenemy. An incredible talent & great person. I can’t believe this could happen in this day and age… gunfire from a prop gun could kill a crew member? What a horrible tragedy. My heart goes out to her family pic.twitter.com/W479ch56Js— JOE MANGANIELLO (@JoeManganiello) October 22, 2021
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27