Liverpool gæti verið án Salah og Mane í átta leikjum í byrjun næsta árs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 12:32 Mohamed Salah og Sadio Mane ræða málin í miðjum leik Liverpool og Chelsea á þessu tímabili. Getty/Simon Stacpoole Mohamed Salah og Sadio Mane hafa verið í stuði að undanförnu og algjörir lykilmenn í sóknarleik liðsins. Það eru því margir stuðningsmenn sem kvíða fyrir næsta janúar þegar þeir verða líka uppteknir annars staðar. Afríkukeppnin í fótbolta var færð aftur inn á tímabilið og það þýðir að afrísku landsliðin geta kallað til síns leikmenn frá evrópsku félögunum. Mohamed Salah spilar með Egyptum og Sadio Mane með Senegal. Liverpool to hold talks in attempt to reduce Africa Cup of Nations disruptionhttps://t.co/D90gBtZG7Y pic.twitter.com/24njbJtgyh— Mirror Football (@MirrorFootball) October 21, 2021 Þetta eru slæmar fréttir fyrir mörg félög en þetta verður varla verra en fyrir Liverpool ekki síst þar sem Naby Keita gæti líka verið á leiðinni á mótið sem fer fram í Kamerún. Liverpool er að reyna að vinna í því að halda þessum leikmönnum sínum eins lengi og mögulegt er en til þess þarf velvilja frá knattspyrnusamböndunum. Samkvæmt reglun FIFA þá hafa afrísku landsliðið rétt á því að fá leikmenn 27. desember og Afríkukeppnin klárast síðan ekki fyrr en í byrjun febrúarmánaðar. Verði leikmennirnir frá í allan þennan tíma þá gætu þeir misst af átta leikjum hjá Liverpool sem er svakalegur fjöldi. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp er sagður ætla að reyna að komast að samkomulagi við knattspyrnusambönd Salah, Mane og Keita í næsta landsliðsglugga með það markmið að fá að halda leikmönnum sínum fram yfir leik á móti Chelsea 2. janúar. Úrslitaleikur Afríkukeppninnar á að fara fram 6. febrúar en það er ekkert víst að landslið Liverpool leikmannanna fari alla leið. Það er samt lykilatriði fyrir Klopp að halda sínum mönnum fram yfir mikilvæga leiki á móti Leicester og Chelsea. Klopp hefur sagt að hann sé hrifinn af Afríkukeppninni en það hafi verið stórslys fyrir Liverpool þegar keppnin var færð til baka inn á tímabilið. Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Afríkukeppnin í fótbolta var færð aftur inn á tímabilið og það þýðir að afrísku landsliðin geta kallað til síns leikmenn frá evrópsku félögunum. Mohamed Salah spilar með Egyptum og Sadio Mane með Senegal. Liverpool to hold talks in attempt to reduce Africa Cup of Nations disruptionhttps://t.co/D90gBtZG7Y pic.twitter.com/24njbJtgyh— Mirror Football (@MirrorFootball) October 21, 2021 Þetta eru slæmar fréttir fyrir mörg félög en þetta verður varla verra en fyrir Liverpool ekki síst þar sem Naby Keita gæti líka verið á leiðinni á mótið sem fer fram í Kamerún. Liverpool er að reyna að vinna í því að halda þessum leikmönnum sínum eins lengi og mögulegt er en til þess þarf velvilja frá knattspyrnusamböndunum. Samkvæmt reglun FIFA þá hafa afrísku landsliðið rétt á því að fá leikmenn 27. desember og Afríkukeppnin klárast síðan ekki fyrr en í byrjun febrúarmánaðar. Verði leikmennirnir frá í allan þennan tíma þá gætu þeir misst af átta leikjum hjá Liverpool sem er svakalegur fjöldi. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp er sagður ætla að reyna að komast að samkomulagi við knattspyrnusambönd Salah, Mane og Keita í næsta landsliðsglugga með það markmið að fá að halda leikmönnum sínum fram yfir leik á móti Chelsea 2. janúar. Úrslitaleikur Afríkukeppninnar á að fara fram 6. febrúar en það er ekkert víst að landslið Liverpool leikmannanna fari alla leið. Það er samt lykilatriði fyrir Klopp að halda sínum mönnum fram yfir mikilvæga leiki á móti Leicester og Chelsea. Klopp hefur sagt að hann sé hrifinn af Afríkukeppninni en það hafi verið stórslys fyrir Liverpool þegar keppnin var færð til baka inn á tímabilið.
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira