Morð þingmannsins minni óþægilega mikið á morðið á Jo Cox Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2021 14:16 Eiríkur Bergmann segir morðið á David Amess í gær minna á morðið á Jo Cox fyrir fimm árum. Stjórnmálafræðingur segir morðið á breska þingmanninum David Amess geta haft gífurleg, og alvarleg, áhrif á stjórnmál í Bretlandi og víðar. Lögregla í Lundúnum rannsakar nú morðið sem hryðjuverk en Amess var stunginn til bana á kjördæmisskrifstofu sinni í Essex í gær. Aðeins fimm ár eru liðin síðan að þingmaðurinn Jo Cox var myrt í aðdraganda Brexit kosninganna 2016. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að í gegnum tíðina hafi bresk stjórnmál verið mjög opin en morðið á Cox hafi takmarkað aðgengi kjósenda á þingmönnum. Slíkt gæti gerst ný með morðinu á Amess en Eiríkur segir margt líkt með morðinu á Cox fyrir fimm árum og morðinu á Amess í gær. Amess var þingmaður íhaldsflokksins en Cox þingmaður verkamannaflokksins. „Þessi atburður [í gær] minnir eiginlega óþægilega mikið á [morðið á Cox], í báðum tilvikum var um að ræða þingmenn á leiðinni til fundar við fólk í kjördæmi sínu,“ segir Eiríkur. „Eftir að Cox var myrt jókst öryggisgæsla verulega við þingmenn og það má gera ráð fyrir að hún eigi eftir að aukast enn meira við þennan viðburð.“ „Þannig ein afleiðingin gæti verið erfiðara aðgengi almennings að þingmönnum sínum sem væri mjög slæmt fyrir breska stjórnmálamenningu sem hefur, þrátt fyrir allt, verið mjög opin hvað þetta varðar,“ segir Eiríkur. Lögregla er nú með 25 ára gamlan breskan karlmann af sómölskum uppruna í haldi og er hann grunaður um verknaðinn. „Svona skelfilegur viðburður hefur gjarnan þær afleiðingar að kalla fram ákveðna andúð á tilteknum þjóðfélagshópum heima fyrir og verður svona til þess að þessi samfélög pólaríserast meira og getur orðið algjört eitur í samfélögum,“ segir Eiríkur. Aðspurður um hvaða áhrif morð á þingmanni í vestrænu samfélagi hefur segir Eiríkur það erfitt að segja. „Svona atburðir eiga það til að kalla á viðbrögð og þá ekki alltaf þau ákjósanlegustu en það er engin leið til að segja fyrir fram hvað gerist,“ segir Eiríkur. Bretland Morðið á Sir David Amess England Tengdar fréttir Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Breskur þingmaður stunginn til bana Sir David Amess þingmaður breska Íhaldsflokksins var stunginn til bana þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-on-Sea. 15. október 2021 13:14 Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Aðeins fimm ár eru liðin síðan að þingmaðurinn Jo Cox var myrt í aðdraganda Brexit kosninganna 2016. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að í gegnum tíðina hafi bresk stjórnmál verið mjög opin en morðið á Cox hafi takmarkað aðgengi kjósenda á þingmönnum. Slíkt gæti gerst ný með morðinu á Amess en Eiríkur segir margt líkt með morðinu á Cox fyrir fimm árum og morðinu á Amess í gær. Amess var þingmaður íhaldsflokksins en Cox þingmaður verkamannaflokksins. „Þessi atburður [í gær] minnir eiginlega óþægilega mikið á [morðið á Cox], í báðum tilvikum var um að ræða þingmenn á leiðinni til fundar við fólk í kjördæmi sínu,“ segir Eiríkur. „Eftir að Cox var myrt jókst öryggisgæsla verulega við þingmenn og það má gera ráð fyrir að hún eigi eftir að aukast enn meira við þennan viðburð.“ „Þannig ein afleiðingin gæti verið erfiðara aðgengi almennings að þingmönnum sínum sem væri mjög slæmt fyrir breska stjórnmálamenningu sem hefur, þrátt fyrir allt, verið mjög opin hvað þetta varðar,“ segir Eiríkur. Lögregla er nú með 25 ára gamlan breskan karlmann af sómölskum uppruna í haldi og er hann grunaður um verknaðinn. „Svona skelfilegur viðburður hefur gjarnan þær afleiðingar að kalla fram ákveðna andúð á tilteknum þjóðfélagshópum heima fyrir og verður svona til þess að þessi samfélög pólaríserast meira og getur orðið algjört eitur í samfélögum,“ segir Eiríkur. Aðspurður um hvaða áhrif morð á þingmanni í vestrænu samfélagi hefur segir Eiríkur það erfitt að segja. „Svona atburðir eiga það til að kalla á viðbrögð og þá ekki alltaf þau ákjósanlegustu en það er engin leið til að segja fyrir fram hvað gerist,“ segir Eiríkur.
Bretland Morðið á Sir David Amess England Tengdar fréttir Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Breskur þingmaður stunginn til bana Sir David Amess þingmaður breska Íhaldsflokksins var stunginn til bana þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-on-Sea. 15. október 2021 13:14 Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32
Breskur þingmaður stunginn til bana Sir David Amess þingmaður breska Íhaldsflokksins var stunginn til bana þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-on-Sea. 15. október 2021 13:14
Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12