Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2021 10:00 Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður frá Alaska var lengi eins og hrópandinn í eyðimörkinni þegar hún reyndi að vekja athygli á ma´lefnum norðurslóða og loftslagsbreytingunum. Stöð 2/Egill Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Murkowski, David Balton nýskipaðan framkvæmdastjóra stýrihóps Hvíta Hússins í norðurslóðamálum og Ólaf Ragnar Grímsson formann Hrinigborðs norðurslóða, Arctic Circle á þingi þess í Hörpu um baráttuna gegn loftslagsbreytingunum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hleypti nýju lífi í stýrihópinn eftir að hann tók við völdum. Balton segir átján stofnanir og deildir bandarísku stjórnsýslunnar koma að málefnum norðurslóða. Honum sé ætlað að samhæfa störf allra þessarra aðila því Biden stjórnin hafi mikinn áhuga á málefnum norðuslóða og loftlagsbreytingunum. Frá vinstri: David Balton, Lisa Murkowski, Ólafur Ragnar Grímsson, Heimir Már Pétursson.Stöð 2/Egill Murkowski segir frá því í viðtalinu hvernig málflutningur hennar hafi verið afgreiddur sem pólitískt pot fyrir hennar ríki Alaska þegar hún reyndi fyrst að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Þá hafi margir samflokksmanna hennar hreinlega ekki trúað að loftslagsbreytingarnar væru raunverulegar eða ekki viljað ræða þær því þá þyrftu þeir að viðurkenna vandann. Ólafur Ragnar lýsti mikilli ánægju með að stjórnvöld í Bandaríkjunum kæmu nú af miklum krafti að málaflokknum. Hann hælir Murkowski fyrir þolgæði hennar en hún hefur mætt á öll þing Hringborðs norðurslóða frá upphafi árið 2013 og einnig ráðstefnur samtakanna í öðrum löndum. Hann sagðist vænta mikils af störfum Baltons en hann hefur í fyrri störfum sínum einnig oft mætt á Hringborðið. Viðtal Heimis Más er mjög upplýsindi um hvað er að gerast í málefnum norðurslóða í Bandaríkjunum og samskiptum Bandaríkjamanna við umheiminn í þeim efnum. Norðurslóðir Bandaríkin Ólafur Ragnar Grímsson Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35 Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Murkowski, David Balton nýskipaðan framkvæmdastjóra stýrihóps Hvíta Hússins í norðurslóðamálum og Ólaf Ragnar Grímsson formann Hrinigborðs norðurslóða, Arctic Circle á þingi þess í Hörpu um baráttuna gegn loftslagsbreytingunum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hleypti nýju lífi í stýrihópinn eftir að hann tók við völdum. Balton segir átján stofnanir og deildir bandarísku stjórnsýslunnar koma að málefnum norðurslóða. Honum sé ætlað að samhæfa störf allra þessarra aðila því Biden stjórnin hafi mikinn áhuga á málefnum norðuslóða og loftlagsbreytingunum. Frá vinstri: David Balton, Lisa Murkowski, Ólafur Ragnar Grímsson, Heimir Már Pétursson.Stöð 2/Egill Murkowski segir frá því í viðtalinu hvernig málflutningur hennar hafi verið afgreiddur sem pólitískt pot fyrir hennar ríki Alaska þegar hún reyndi fyrst að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Þá hafi margir samflokksmanna hennar hreinlega ekki trúað að loftslagsbreytingarnar væru raunverulegar eða ekki viljað ræða þær því þá þyrftu þeir að viðurkenna vandann. Ólafur Ragnar lýsti mikilli ánægju með að stjórnvöld í Bandaríkjunum kæmu nú af miklum krafti að málaflokknum. Hann hælir Murkowski fyrir þolgæði hennar en hún hefur mætt á öll þing Hringborðs norðurslóða frá upphafi árið 2013 og einnig ráðstefnur samtakanna í öðrum löndum. Hann sagðist vænta mikils af störfum Baltons en hann hefur í fyrri störfum sínum einnig oft mætt á Hringborðið. Viðtal Heimis Más er mjög upplýsindi um hvað er að gerast í málefnum norðurslóða í Bandaríkjunum og samskiptum Bandaríkjamanna við umheiminn í þeim efnum.
Norðurslóðir Bandaríkin Ólafur Ragnar Grímsson Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35 Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
„Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20
Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35
Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41