Aðsókn að gosstöðvunum aldrei verið minni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. október 2021 09:11 Vaskir göngumenn ganga niður Langahrygg við gösstöðvarnar. vísir/vilhelm Þeim fækkar ört sem vilja gera sér ferð að gosstöðvunum í Geldingadölum. Hraun hefur enda ekki sést koma upp úr gígnum í tæpar fjórar vikur, en það gerðist síðast þann 18. september. Áhöld eru uppi um hvort gosinu sé lokið eða hvort nú sé í gangi lengsta goshléið til þessa. Gosið hófst þann 19. mars en fimm dögum síðar var teljara komið fyrir á svæðinu. Aðsóknin var langmest fyrstu dagana en mest hafa rétt rúmlega sex þúsund manns heimsótt svæðið á sama degi, þann 28. mars. Næstum helmingi minni aðsókn í október Að meðaltali heimsóttu 3.717 gosstöðvarnar daglega frá því að gosið hófst og þar til marsmánuður var liðinn. Þeim fór svo mjög fækkandi en þeir voru í kring um ellefu til nítján hundruð á dag á meðaltali alla mánuði síðan. Þar til nú í október. Það sem af er mánuði hafa ekki nema tæplega átta hundruð gert sér ferð að svæðinu að meðaltali á dag. Í þessum mánuði var aðsóknin mest þann 1. október þegar 1.183 fóru í Geldingadali. Þessi hápunktur aðsóknar er jafnframt langminnstur allra mánaða síðan gosið hófst. Alla hina aðsóknarmestu daga fyrri mánaða fóru fleiri en þrjú þúsund á svæðið. Mánuðurinn er auðvitað aðeins hálfnaður og aldrei að vita nema aðsóknartölurnar snarhækki ef gosið fer aftur í gang. Hér má sjá tölur yfir fjölda þeirra sem heimsótti gosstöðvarnar að meðaltali á dag í hverjum mánuði og þann dag í mánuðinum sem aðsóknin var mest: Mars: 3.717 á dag - mest 28. mars: 6.032 manns Apríl: 1.301 á dag – mest 2. apríl: 5.908 manns Maí: 1.565 á dag - mest 16. maí: 3.524 manns Júní: 1.170 á dag - mest 10. júní: 3.594 manns Júlí: 1.901 á dag – mest 17. júlí: 3.177 manns Ágúst: 1.707 á dag – mest 8. ágúst: 3.159 manns September: 1.590 á dag – mest 17. september: 4.142 manns Október: 793 á dag – mest 1. október: 1.183 manns Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Sjá meira
Gosið hófst þann 19. mars en fimm dögum síðar var teljara komið fyrir á svæðinu. Aðsóknin var langmest fyrstu dagana en mest hafa rétt rúmlega sex þúsund manns heimsótt svæðið á sama degi, þann 28. mars. Næstum helmingi minni aðsókn í október Að meðaltali heimsóttu 3.717 gosstöðvarnar daglega frá því að gosið hófst og þar til marsmánuður var liðinn. Þeim fór svo mjög fækkandi en þeir voru í kring um ellefu til nítján hundruð á dag á meðaltali alla mánuði síðan. Þar til nú í október. Það sem af er mánuði hafa ekki nema tæplega átta hundruð gert sér ferð að svæðinu að meðaltali á dag. Í þessum mánuði var aðsóknin mest þann 1. október þegar 1.183 fóru í Geldingadali. Þessi hápunktur aðsóknar er jafnframt langminnstur allra mánaða síðan gosið hófst. Alla hina aðsóknarmestu daga fyrri mánaða fóru fleiri en þrjú þúsund á svæðið. Mánuðurinn er auðvitað aðeins hálfnaður og aldrei að vita nema aðsóknartölurnar snarhækki ef gosið fer aftur í gang. Hér má sjá tölur yfir fjölda þeirra sem heimsótti gosstöðvarnar að meðaltali á dag í hverjum mánuði og þann dag í mánuðinum sem aðsóknin var mest: Mars: 3.717 á dag - mest 28. mars: 6.032 manns Apríl: 1.301 á dag – mest 2. apríl: 5.908 manns Maí: 1.565 á dag - mest 16. maí: 3.524 manns Júní: 1.170 á dag - mest 10. júní: 3.594 manns Júlí: 1.901 á dag – mest 17. júlí: 3.177 manns Ágúst: 1.707 á dag – mest 8. ágúst: 3.159 manns September: 1.590 á dag – mest 17. september: 4.142 manns Október: 793 á dag – mest 1. október: 1.183 manns
Mars: 3.717 á dag - mest 28. mars: 6.032 manns Apríl: 1.301 á dag – mest 2. apríl: 5.908 manns Maí: 1.565 á dag - mest 16. maí: 3.524 manns Júní: 1.170 á dag - mest 10. júní: 3.594 manns Júlí: 1.901 á dag – mest 17. júlí: 3.177 manns Ágúst: 1.707 á dag – mest 8. ágúst: 3.159 manns September: 1.590 á dag – mest 17. september: 4.142 manns Október: 793 á dag – mest 1. október: 1.183 manns
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum