Þórólfur um meintan hræðsluáróður: „Þetta er ekki eitthvað sem ég er að búa til“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2021 18:16 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gefur lítið fyrir þá gagnrýni á orð hans um að hugsanlegt væri að inflúensa og RS-veira settu strik í reikninginn hvað varðaði afléttingar á sóttvarnatakmörkunum sé hræðsluáróður. Hann segir þau sem segja það ekki hafa kynnt sér málin nægilega vel. Þórólfur sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að hugsanlegt væri að inflúensa og RS-veira settu strik í reikninginn hvað varðaði afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Áfram ætti að aflétta smám saman en draga þyrfti lærdóm af bakslaginu síðasta sumar þegar öllum takmörkunum var aflétt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sögðu sóttvarnalækni hins vegar ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. Spurði Hildur meðal annars hvort ekki væri nóg komið af þessum „tilhæfulausa hræðsluáróðri.“ Þórólfur var spurður út í þessa gagnrýni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta er ekki frá mér komið. Sóttvarnarstofnun Evrópu hefur bent á þetta og beðið þjóðir um að undirbúa sig fyrir veturinn með tilliti til Covid líka. Bæði hafa þessar stofnanir verið að benda á alvarleikann ef fólk fær þessar sýkingar á sama tíma og eins gæti verið að því að inflúensan gekk ekki í fyrra fengum við stærri inflúensufaraldur í ár sem að gæti haft áhrif á til dæmis sjúkrahúsin og heilbrigðiskerfið. Þannig að þetta er ekki frá mér komið, þetta er ekki eitthvað sem ég er að búa til,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Sagði hann að þeir sem kölluðu þetta hræðsluáróður hefðu einfaldlega ekki kynnt sér málin nægjanlega vel. „Þetta er það sem norrænir kollegar, norræn heilbrigðisyfirvöld eru að tala um. Heilbrigðisyfirvöld í Bretland og Sóttvarnastofnun Evrópu hefur lagt áherslu á þetta. Ég hef heyrt líka aðila frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni tala um þetta þannig að þeir sem eru að tala um tilhæfulausan hræðsluáróður, þeir hafa bara ekki kynnt sér málin alveg,“ sagði Þórólfur. Sagði hann að ummæli hans um RS-vírusinn og inflúensuna snerust um að heilbrigðiskerfið gæti ráðið við að sinna slíkum tilfellum, auk Covid-19 tilfella. „Ég er ekki að tala um að það þurfi að halda þessum aðferðum áfram út af inflúensu, heldur erum við að tala um að vernda heilbrigðiskerfið og hluti af því er að reyna að hafa kerfið þannig að það geti tekið á móti inflúensu og RS eins og venjulega. En þá þurfum við líka að hafa bolmagn til að geta fengist við Covid-19.“ Tvö þúsund smit tengd Bankastræti Club síðan í sumar Þórólfur lagði áherslu á það í viðtali við fréttastofu í gær að ekki yrði opið fram á nótt á skemmtistöðum bæjarins ef slakað verður á samkomutakmörkunum. Sagði hann ljóst að þær bylgjur sem mest vandræði hafi skapað hafi hafist á djamminu. Þetta sæist glögglega í raðgreiningargögnum. Um 400 undirtegundir delta-veirunnar hefðu greinst hér á landi frá því að hún kom fyrst hingað. „Þar af eru fimm afbrigði sem að hafa smitað 100 manns eða fleiri. Þar á toppnum er þessi Bankastræti Club týpa sem greindist þar og tengdist þeim stað fyrst. Það eru yfir tvö þúsund manns sem að hafa greinst með þá tegund.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þórólfur sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að hugsanlegt væri að inflúensa og RS-veira settu strik í reikninginn hvað varðaði afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Áfram ætti að aflétta smám saman en draga þyrfti lærdóm af bakslaginu síðasta sumar þegar öllum takmörkunum var aflétt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sögðu sóttvarnalækni hins vegar ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. Spurði Hildur meðal annars hvort ekki væri nóg komið af þessum „tilhæfulausa hræðsluáróðri.“ Þórólfur var spurður út í þessa gagnrýni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta er ekki frá mér komið. Sóttvarnarstofnun Evrópu hefur bent á þetta og beðið þjóðir um að undirbúa sig fyrir veturinn með tilliti til Covid líka. Bæði hafa þessar stofnanir verið að benda á alvarleikann ef fólk fær þessar sýkingar á sama tíma og eins gæti verið að því að inflúensan gekk ekki í fyrra fengum við stærri inflúensufaraldur í ár sem að gæti haft áhrif á til dæmis sjúkrahúsin og heilbrigðiskerfið. Þannig að þetta er ekki frá mér komið, þetta er ekki eitthvað sem ég er að búa til,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Sagði hann að þeir sem kölluðu þetta hræðsluáróður hefðu einfaldlega ekki kynnt sér málin nægjanlega vel. „Þetta er það sem norrænir kollegar, norræn heilbrigðisyfirvöld eru að tala um. Heilbrigðisyfirvöld í Bretland og Sóttvarnastofnun Evrópu hefur lagt áherslu á þetta. Ég hef heyrt líka aðila frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni tala um þetta þannig að þeir sem eru að tala um tilhæfulausan hræðsluáróður, þeir hafa bara ekki kynnt sér málin alveg,“ sagði Þórólfur. Sagði hann að ummæli hans um RS-vírusinn og inflúensuna snerust um að heilbrigðiskerfið gæti ráðið við að sinna slíkum tilfellum, auk Covid-19 tilfella. „Ég er ekki að tala um að það þurfi að halda þessum aðferðum áfram út af inflúensu, heldur erum við að tala um að vernda heilbrigðiskerfið og hluti af því er að reyna að hafa kerfið þannig að það geti tekið á móti inflúensu og RS eins og venjulega. En þá þurfum við líka að hafa bolmagn til að geta fengist við Covid-19.“ Tvö þúsund smit tengd Bankastræti Club síðan í sumar Þórólfur lagði áherslu á það í viðtali við fréttastofu í gær að ekki yrði opið fram á nótt á skemmtistöðum bæjarins ef slakað verður á samkomutakmörkunum. Sagði hann ljóst að þær bylgjur sem mest vandræði hafi skapað hafi hafist á djamminu. Þetta sæist glögglega í raðgreiningargögnum. Um 400 undirtegundir delta-veirunnar hefðu greinst hér á landi frá því að hún kom fyrst hingað. „Þar af eru fimm afbrigði sem að hafa smitað 100 manns eða fleiri. Þar á toppnum er þessi Bankastræti Club týpa sem greindist þar og tengdist þeim stað fyrst. Það eru yfir tvö þúsund manns sem að hafa greinst með þá tegund.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52
Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent