Telja ekki að brunann í Hafnarfirði hafi borið að með saknæmum hætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. október 2021 11:03 Tæknideild lögreglunnar var að störfum á vettvangi í morgun. Vísir/Vilhelm Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í miðbæ Hafnarfjarðar í nótt. Eldur kom upp í íbúð hennar rétt fyrir klukkan tvö í nótt og gerðu nágrannar, sem urðu varir við reyklykt, slökkviliði viðvart. Tveir dælubílar slökkviliðs voru kallaðir út og talsvert lögreglulið en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn Rúnars Helgasonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það var ekki mikill eldur þegar slökkvilið kom á staðinn en það voru ákveðnar vísbendingar um að hann hafi verið búinn að krauma þarna í einhvern tíma,“ segir Rúnar í samtali við fréttastofu. Eldurinn kom upp í íbúð á miðhæð hússins en barst ekki í aðliggjandi íbúðir.vísir/vilhelm Konan var ein í íbúð sinni en nágrannar hennar voru heima sem tilkynntu eldinn. Talsverður reykur var í íbúðinni en að sögn Rúnars barst hann ekki mikið í aðliggjandi íbúðir. „Það kom smávægilegur reykur inn í aðrar íbúðir en það var ekki mikið.“ En var mikill reykur inni í íbúðinni sem eldurinn kviknaði í? „Já, það var töluverður reykur þar inni,“ segir Rúnar. Málið er nú til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu og tæknideild lögreglu. Að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild, er óvíst hvernig eldurinn kviknaði og hvernig konan lést. Það muni ekki liggja fyrir fyrr en niðurstaða krufningar berist, sem geti tekið nokkra mánuði. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin, segir ólíklegt að brunann í Hafnarfirði hafi borið að með saknæmum hætti. Kona á sjötugsaldri lést í brunanum. Vísir/Egill „Það er of snemmt að draga einhverjar ályktanir um það eins og er núna. Við erum bara með tæknideildinni að rannsaka vettvang, tala við vitni og ættingja og svona mynda okkur.. en við teljum ekki hins vegar að þetta hafi borið að með saknæmum hætti,“ segir Margeir. Tekið gæti nokkra mánuði að komast að dánarorsök konunnar. „Það er bara krufningin sem leiðir það í ljós sem liggur fyrir á síðari stigum. En það má alveg draga ályktun af því sem gerist að það hafi verið reykeitrun en þetta er bara eitthvað sem krufningsskýrsla kemur til með að skýra út.“ Starfsfólk Rauða krossins veitti sálrænan stuðning á vettvangi og aðstoðaði tvær fjölskyldur við að finna gistingu. Lögreglumál Slökkvilið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Kona lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt. 14. október 2021 06:44 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Tveir dælubílar slökkviliðs voru kallaðir út og talsvert lögreglulið en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn Rúnars Helgasonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það var ekki mikill eldur þegar slökkvilið kom á staðinn en það voru ákveðnar vísbendingar um að hann hafi verið búinn að krauma þarna í einhvern tíma,“ segir Rúnar í samtali við fréttastofu. Eldurinn kom upp í íbúð á miðhæð hússins en barst ekki í aðliggjandi íbúðir.vísir/vilhelm Konan var ein í íbúð sinni en nágrannar hennar voru heima sem tilkynntu eldinn. Talsverður reykur var í íbúðinni en að sögn Rúnars barst hann ekki mikið í aðliggjandi íbúðir. „Það kom smávægilegur reykur inn í aðrar íbúðir en það var ekki mikið.“ En var mikill reykur inni í íbúðinni sem eldurinn kviknaði í? „Já, það var töluverður reykur þar inni,“ segir Rúnar. Málið er nú til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu og tæknideild lögreglu. Að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild, er óvíst hvernig eldurinn kviknaði og hvernig konan lést. Það muni ekki liggja fyrir fyrr en niðurstaða krufningar berist, sem geti tekið nokkra mánuði. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin, segir ólíklegt að brunann í Hafnarfirði hafi borið að með saknæmum hætti. Kona á sjötugsaldri lést í brunanum. Vísir/Egill „Það er of snemmt að draga einhverjar ályktanir um það eins og er núna. Við erum bara með tæknideildinni að rannsaka vettvang, tala við vitni og ættingja og svona mynda okkur.. en við teljum ekki hins vegar að þetta hafi borið að með saknæmum hætti,“ segir Margeir. Tekið gæti nokkra mánuði að komast að dánarorsök konunnar. „Það er bara krufningin sem leiðir það í ljós sem liggur fyrir á síðari stigum. En það má alveg draga ályktun af því sem gerist að það hafi verið reykeitrun en þetta er bara eitthvað sem krufningsskýrsla kemur til með að skýra út.“ Starfsfólk Rauða krossins veitti sálrænan stuðning á vettvangi og aðstoðaði tvær fjölskyldur við að finna gistingu.
Lögreglumál Slökkvilið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Kona lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt. 14. október 2021 06:44 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Kona lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt. 14. október 2021 06:44