Telja ekki að brunann í Hafnarfirði hafi borið að með saknæmum hætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. október 2021 11:03 Tæknideild lögreglunnar var að störfum á vettvangi í morgun. Vísir/Vilhelm Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í miðbæ Hafnarfjarðar í nótt. Eldur kom upp í íbúð hennar rétt fyrir klukkan tvö í nótt og gerðu nágrannar, sem urðu varir við reyklykt, slökkviliði viðvart. Tveir dælubílar slökkviliðs voru kallaðir út og talsvert lögreglulið en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn Rúnars Helgasonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það var ekki mikill eldur þegar slökkvilið kom á staðinn en það voru ákveðnar vísbendingar um að hann hafi verið búinn að krauma þarna í einhvern tíma,“ segir Rúnar í samtali við fréttastofu. Eldurinn kom upp í íbúð á miðhæð hússins en barst ekki í aðliggjandi íbúðir.vísir/vilhelm Konan var ein í íbúð sinni en nágrannar hennar voru heima sem tilkynntu eldinn. Talsverður reykur var í íbúðinni en að sögn Rúnars barst hann ekki mikið í aðliggjandi íbúðir. „Það kom smávægilegur reykur inn í aðrar íbúðir en það var ekki mikið.“ En var mikill reykur inni í íbúðinni sem eldurinn kviknaði í? „Já, það var töluverður reykur þar inni,“ segir Rúnar. Málið er nú til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu og tæknideild lögreglu. Að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild, er óvíst hvernig eldurinn kviknaði og hvernig konan lést. Það muni ekki liggja fyrir fyrr en niðurstaða krufningar berist, sem geti tekið nokkra mánuði. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin, segir ólíklegt að brunann í Hafnarfirði hafi borið að með saknæmum hætti. Kona á sjötugsaldri lést í brunanum. Vísir/Egill „Það er of snemmt að draga einhverjar ályktanir um það eins og er núna. Við erum bara með tæknideildinni að rannsaka vettvang, tala við vitni og ættingja og svona mynda okkur.. en við teljum ekki hins vegar að þetta hafi borið að með saknæmum hætti,“ segir Margeir. Tekið gæti nokkra mánuði að komast að dánarorsök konunnar. „Það er bara krufningin sem leiðir það í ljós sem liggur fyrir á síðari stigum. En það má alveg draga ályktun af því sem gerist að það hafi verið reykeitrun en þetta er bara eitthvað sem krufningsskýrsla kemur til með að skýra út.“ Starfsfólk Rauða krossins veitti sálrænan stuðning á vettvangi og aðstoðaði tvær fjölskyldur við að finna gistingu. Lögreglumál Slökkvilið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Kona lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt. 14. október 2021 06:44 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Tveir dælubílar slökkviliðs voru kallaðir út og talsvert lögreglulið en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn Rúnars Helgasonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það var ekki mikill eldur þegar slökkvilið kom á staðinn en það voru ákveðnar vísbendingar um að hann hafi verið búinn að krauma þarna í einhvern tíma,“ segir Rúnar í samtali við fréttastofu. Eldurinn kom upp í íbúð á miðhæð hússins en barst ekki í aðliggjandi íbúðir.vísir/vilhelm Konan var ein í íbúð sinni en nágrannar hennar voru heima sem tilkynntu eldinn. Talsverður reykur var í íbúðinni en að sögn Rúnars barst hann ekki mikið í aðliggjandi íbúðir. „Það kom smávægilegur reykur inn í aðrar íbúðir en það var ekki mikið.“ En var mikill reykur inni í íbúðinni sem eldurinn kviknaði í? „Já, það var töluverður reykur þar inni,“ segir Rúnar. Málið er nú til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu og tæknideild lögreglu. Að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild, er óvíst hvernig eldurinn kviknaði og hvernig konan lést. Það muni ekki liggja fyrir fyrr en niðurstaða krufningar berist, sem geti tekið nokkra mánuði. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin, segir ólíklegt að brunann í Hafnarfirði hafi borið að með saknæmum hætti. Kona á sjötugsaldri lést í brunanum. Vísir/Egill „Það er of snemmt að draga einhverjar ályktanir um það eins og er núna. Við erum bara með tæknideildinni að rannsaka vettvang, tala við vitni og ættingja og svona mynda okkur.. en við teljum ekki hins vegar að þetta hafi borið að með saknæmum hætti,“ segir Margeir. Tekið gæti nokkra mánuði að komast að dánarorsök konunnar. „Það er bara krufningin sem leiðir það í ljós sem liggur fyrir á síðari stigum. En það má alveg draga ályktun af því sem gerist að það hafi verið reykeitrun en þetta er bara eitthvað sem krufningsskýrsla kemur til með að skýra út.“ Starfsfólk Rauða krossins veitti sálrænan stuðning á vettvangi og aðstoðaði tvær fjölskyldur við að finna gistingu.
Lögreglumál Slökkvilið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Kona lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt. 14. október 2021 06:44 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Kona lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt. 14. október 2021 06:44