Tæknirisarnir keppast um athygli í næstu viku Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2021 14:45 Þrjú fyrirtæki og þrjár kynningar í næstu viku. EPA Nóg verður um að vera fyrir aðdáendur nýrra tækja í næstu viku. Stærstu tæknirisar heimsins eru allir að fara að kynna ný tæki, tól og hugbúnað þrjá daga í röð. Apple byrjar á mánudaginn í næstu viku. Þá heldur fyrirtækið kynningu sem nefnist Unleashed. Greg Joswiak, markaðsstjóri Apple opinberaði kynninguna á Twitter í gær. The Verge segir að Apple muni væntanlega kynna nýjar tölvur og mögulega ný heyrnartól. Unleashed! These next six days are going to speed by. #AppleEvent pic.twitter.com/0ops2bVPvl— Greg Joswiak (@gregjoz) October 12, 2021 Google ætlar að kynna nýja Pixel-farsíma á þriðjudaginn í næstu viku. Fyrirtækið opinberaði nýverið tilvist Pixel 5A og Pixel 6 en svo virðist sem starfsmenn Google hafi meira um á að segja. Kynning Google kallas Pixel Fall Launch og hefur fyrirtækið gert sérstaka síðu fyrir það. Upplýsingum um búnað beggja símana hefur þegar verið lekið á netið. Gizmodo fór yfir þær upplýsingar og þar á meðal það að símarnir eiga báðir að vera með 50 mp aðalmyndavélar. Samsung, tæknirisinn frá Suður-Kóreu, boðaði svo í nótt til kynningar á miðvikudaginn í næstu viku. Sú kynning ber titilinn Galaxy Unpacked Part 2, eins og sjá má í kynningunni hér að ofan. Nokkur óvissa ríkir meðal tækniblaðamanna ytra sem eru ekki vissir um hvað til standi að sýna á kynningu Samsung. Ólíklegt þyki að nýir símar verði kynntir og með tilliti til „part 2“ hluta nafns kynningarinnar þykir tækniblaðamönnum líklegra að Samsung ætli að kynna nýjungar í tengslum við tæki sem eru þegar í sölu. Mögulega verði nýir litir síma kynntir og breytingar á hugbúnaði í símum Samsung. Uppfært: Fyrri fyrirsögn fréttarinnar var Tæknirisarnir keppast eitthvað næstu viku. Þetta var vinnutitill sem hefur verið breytt. Tækni Apple Google Samsung Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Apple byrjar á mánudaginn í næstu viku. Þá heldur fyrirtækið kynningu sem nefnist Unleashed. Greg Joswiak, markaðsstjóri Apple opinberaði kynninguna á Twitter í gær. The Verge segir að Apple muni væntanlega kynna nýjar tölvur og mögulega ný heyrnartól. Unleashed! These next six days are going to speed by. #AppleEvent pic.twitter.com/0ops2bVPvl— Greg Joswiak (@gregjoz) October 12, 2021 Google ætlar að kynna nýja Pixel-farsíma á þriðjudaginn í næstu viku. Fyrirtækið opinberaði nýverið tilvist Pixel 5A og Pixel 6 en svo virðist sem starfsmenn Google hafi meira um á að segja. Kynning Google kallas Pixel Fall Launch og hefur fyrirtækið gert sérstaka síðu fyrir það. Upplýsingum um búnað beggja símana hefur þegar verið lekið á netið. Gizmodo fór yfir þær upplýsingar og þar á meðal það að símarnir eiga báðir að vera með 50 mp aðalmyndavélar. Samsung, tæknirisinn frá Suður-Kóreu, boðaði svo í nótt til kynningar á miðvikudaginn í næstu viku. Sú kynning ber titilinn Galaxy Unpacked Part 2, eins og sjá má í kynningunni hér að ofan. Nokkur óvissa ríkir meðal tækniblaðamanna ytra sem eru ekki vissir um hvað til standi að sýna á kynningu Samsung. Ólíklegt þyki að nýir símar verði kynntir og með tilliti til „part 2“ hluta nafns kynningarinnar þykir tækniblaðamönnum líklegra að Samsung ætli að kynna nýjungar í tengslum við tæki sem eru þegar í sölu. Mögulega verði nýir litir síma kynntir og breytingar á hugbúnaði í símum Samsung. Uppfært: Fyrri fyrirsögn fréttarinnar var Tæknirisarnir keppast eitthvað næstu viku. Þetta var vinnutitill sem hefur verið breytt.
Tækni Apple Google Samsung Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira