Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2021 10:29 Flest bendir til að Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz verði næsti kanslari Þýskalands. EPA Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. Volker Wissing, framkvæmdastjóri Frjálslyndra demókrata, segist í samtali við þýska fjölmiðla reikna með að viðræðum ljúki í lok vikunnar og að þá tækju við formlegar viðræður milli flokkanna. Wissing segist bjartsýnn á framhaldið, en flokkarnir hafa annars lítið tjáð sig um framgang viðræðnanna. Í Þýskalandi er rætt um væntanlegt stjórnarmynstur sem „umferðarljósið“ þar sem vísað er í einkennisliti flokkanna – rauðan lit Jafnaðarmannaflokksins, gulan lit Frjálslyndra demókrata (FDP) og grænan lit Græningja. Flestir Þjóðverjar vilja „umferðarljósstjórn“ Deutsche Welle segir frá því að skoðanakannanir bendi til að 51 prósent Þjóðverja styðji myndun ríkisstjórnar flokkanna þriggja, umtalsvert fleiri en þeir sem styðja ríkisstjórnarmynstur með Kristilega demókrata, flokk kanslarans fráfarandi, Angelu Merkel, innanborðs. Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi 26. september þar sem SPD, með Olaf Scholz í broddi fylkingar, hlaut flest þingsæti og Kristilegir demókratar næstflest. Niðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9% Skattamálin og loftslagsmálin SPD og Græningjar eru hugmyndafræðilega séð nokkuð líkir flokkar, en FDP sker sig nokkuð frá, sér í lagi þegar kemur að efnahagsmálum. Þýskir fjölmiðlar að flokkarnir hafi helst deilt um efnahags- og skattamál, sem og loftslagsmál. SPD og Græningjar styðja hóflegar skattahækkanir en Frjálslyndir demókratar eru slíkum hugmyndum mjög andsnúnir. Þá vilja Frjálslyndir demókratar treysta meira á hinn frjálsa markað þegar kemur að baráttunni gegn loftslagsbreytingum en hinir flokkarnir tveir sem vilja beita ríkisvaldinu í meiri mæli. Fari svo að samkomulag náist milli flokkanna fyrir helgi munu Græningjar þurfa að boða til flokksþings sem þyrfti að leggja blessun sína yfir samkomulagið. Flokkurinn hefur þó sagst munu geta haldið aukaflokksþing þegar á sunnudaginn til að afgreiða málið. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Græningjar vilja mynda stjórn með SPD og FDP Græningjar í Þýskalandi vilja taka upp könnunarviðræður við Jafnaðarmannaflokkinn (SDP) og Frjálsynda demókrata (FDP) um myndun nýrrar stjórnar. 6. október 2021 08:57 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Volker Wissing, framkvæmdastjóri Frjálslyndra demókrata, segist í samtali við þýska fjölmiðla reikna með að viðræðum ljúki í lok vikunnar og að þá tækju við formlegar viðræður milli flokkanna. Wissing segist bjartsýnn á framhaldið, en flokkarnir hafa annars lítið tjáð sig um framgang viðræðnanna. Í Þýskalandi er rætt um væntanlegt stjórnarmynstur sem „umferðarljósið“ þar sem vísað er í einkennisliti flokkanna – rauðan lit Jafnaðarmannaflokksins, gulan lit Frjálslyndra demókrata (FDP) og grænan lit Græningja. Flestir Þjóðverjar vilja „umferðarljósstjórn“ Deutsche Welle segir frá því að skoðanakannanir bendi til að 51 prósent Þjóðverja styðji myndun ríkisstjórnar flokkanna þriggja, umtalsvert fleiri en þeir sem styðja ríkisstjórnarmynstur með Kristilega demókrata, flokk kanslarans fráfarandi, Angelu Merkel, innanborðs. Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi 26. september þar sem SPD, með Olaf Scholz í broddi fylkingar, hlaut flest þingsæti og Kristilegir demókratar næstflest. Niðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9% Skattamálin og loftslagsmálin SPD og Græningjar eru hugmyndafræðilega séð nokkuð líkir flokkar, en FDP sker sig nokkuð frá, sér í lagi þegar kemur að efnahagsmálum. Þýskir fjölmiðlar að flokkarnir hafi helst deilt um efnahags- og skattamál, sem og loftslagsmál. SPD og Græningjar styðja hóflegar skattahækkanir en Frjálslyndir demókratar eru slíkum hugmyndum mjög andsnúnir. Þá vilja Frjálslyndir demókratar treysta meira á hinn frjálsa markað þegar kemur að baráttunni gegn loftslagsbreytingum en hinir flokkarnir tveir sem vilja beita ríkisvaldinu í meiri mæli. Fari svo að samkomulag náist milli flokkanna fyrir helgi munu Græningjar þurfa að boða til flokksþings sem þyrfti að leggja blessun sína yfir samkomulagið. Flokkurinn hefur þó sagst munu geta haldið aukaflokksþing þegar á sunnudaginn til að afgreiða málið.
Niðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9%
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Græningjar vilja mynda stjórn með SPD og FDP Græningjar í Þýskalandi vilja taka upp könnunarviðræður við Jafnaðarmannaflokkinn (SDP) og Frjálsynda demókrata (FDP) um myndun nýrrar stjórnar. 6. október 2021 08:57 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Græningjar vilja mynda stjórn með SPD og FDP Græningjar í Þýskalandi vilja taka upp könnunarviðræður við Jafnaðarmannaflokkinn (SDP) og Frjálsynda demókrata (FDP) um myndun nýrrar stjórnar. 6. október 2021 08:57