Í frétt SVT segir að sá sem lést mun hafa verið á fimmtugsaldri en hinn særði er sextán ára gamall drengur. Hann er nú í aðgerð á spítala.
Umfangsmikil lögregluaðgerð fór af stað í kjölfarið í gærkvöldi og var fjöldi lögreglumanna á svæðinu að leita að vísbendingum og þá sveimuðu þyrlur yfir svæðinu.
Skotárásir hafa verið nær daglegt brauð síðustu daga í Stokkhólmi, ein á hverjum degi í þessari viku, en lögregla segir enn of snemmt að segja til um hvort árásirnar tengist.