Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 09:03 Lögreglan í Berlín hefur nú til rannsóknar tilfelli Havana-heilkennisins. Gettty/David Hutzler Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. Meira en 200 bandarískir diplómatar og opinberir starfsmenn hafa þjáðst af heilkenninu frá því að fyrstu tilfellin komu upp árið 2016. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hét því í gær að komast að því hvað valdi heilkenninu og hverjir beri ábyrgð á því. Þeir sem þjáðst hafa af þessu dularfulla heilkenni hafa kvartað yfir miklum höfuðverkjum, heyrnatruflunum, höfuðþrýstingu, svima, ógleði og þreytu auk annarra einkenna. Samkvæmt frétt Der Spiegel hafa nokkrir starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Berlín kvartað undan einkennum Havana-heilkennisins. Talsmaður sendiráðsins vildi ekki tjá sig um rannsóknina í Berlín en sagði í samtali við fréttastofu Reuters að rannsókn standi nú yfir hjá bandarískum yfirvöldum á tilfellum heilkennisins um heim allan. Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í sendiráði Bandaríkjanna og Kanada í Havana árið 2016, og hlaut heilkennið nafn sitt af því. Síðan þá hefur fjöldi fólks kvartað undan sömu einkennum. Yfirmaður CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, í Vín í Austurríki var í síðasta mánuði látinn taka pokann sinn fyrir að hafa ekki brugðist nógu vel við fjölda tilfella heilkennisins í bandaríska sendiráðinu í borginni. Nokkrum dögum fyrir uppákomuna í Vín hafði starfsmaður CIA ferðast með yfirmanninum til Indlands og fundið fyrir og greint frá einkennum Havana-heilkennisins. Þá var ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, frá Singapúr til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, frestað fyrr í haust eftir að opinber starfsmaður Bandaríkjanna fann fyrir einkennum heilkennisins. Þrátt fyrir þennan fjölda tilfella er enn óljóst hvað valdi veikindunum. Bandarískir vísindamenn veltu því upp í fyrra að líklegasta skýringin væri örbylgjuárás, sem beint væri að starfsstöðvum Bandaríkjanna. Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52 Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Meira en 200 bandarískir diplómatar og opinberir starfsmenn hafa þjáðst af heilkenninu frá því að fyrstu tilfellin komu upp árið 2016. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hét því í gær að komast að því hvað valdi heilkenninu og hverjir beri ábyrgð á því. Þeir sem þjáðst hafa af þessu dularfulla heilkenni hafa kvartað yfir miklum höfuðverkjum, heyrnatruflunum, höfuðþrýstingu, svima, ógleði og þreytu auk annarra einkenna. Samkvæmt frétt Der Spiegel hafa nokkrir starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Berlín kvartað undan einkennum Havana-heilkennisins. Talsmaður sendiráðsins vildi ekki tjá sig um rannsóknina í Berlín en sagði í samtali við fréttastofu Reuters að rannsókn standi nú yfir hjá bandarískum yfirvöldum á tilfellum heilkennisins um heim allan. Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í sendiráði Bandaríkjanna og Kanada í Havana árið 2016, og hlaut heilkennið nafn sitt af því. Síðan þá hefur fjöldi fólks kvartað undan sömu einkennum. Yfirmaður CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, í Vín í Austurríki var í síðasta mánuði látinn taka pokann sinn fyrir að hafa ekki brugðist nógu vel við fjölda tilfella heilkennisins í bandaríska sendiráðinu í borginni. Nokkrum dögum fyrir uppákomuna í Vín hafði starfsmaður CIA ferðast með yfirmanninum til Indlands og fundið fyrir og greint frá einkennum Havana-heilkennisins. Þá var ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, frá Singapúr til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, frestað fyrr í haust eftir að opinber starfsmaður Bandaríkjanna fann fyrir einkennum heilkennisins. Þrátt fyrir þennan fjölda tilfella er enn óljóst hvað valdi veikindunum. Bandarískir vísindamenn veltu því upp í fyrra að líklegasta skýringin væri örbylgjuárás, sem beint væri að starfsstöðvum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52 Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52
Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56
Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11