Kínverskum kolanámumönnum sagt að spýta í lófana Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2021 10:49 Verkamenn fylla lestarvagn með kolum við námu í Diantou í Shaanxi-héraði. Kínverjar eru stærstu framleiðendur og notendur kola í heiminum. Vísir/EPA Stjórnvöld í Beijing hafa skapað kolanámufyrirtækjum Kína að auka framleiðslu sína til þess að vinna gegn orkuskorti í landinu. Skerða hefur þurft rafmagn til milljóna heimila og fyrirtækja undanfarnar vikur. Eftirspurn eftir orku hefur aukist margfalt í Kína líkt og víða annars staðar í heiminum eftir að byrjað var að slaka á sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrir vikið hefur orðið rafmagnsleysi í nokkrum héruðum í Kína vegna þess að orkuver hafa þurt að skammta rafmagn frá því um miðjan september. Þrjú helstu kolahéruð landsins hafa nú heitið því að herða sig í framleiðslu á kolum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í Innri-Mongólíu, annars umsvifamesta kolahéraðsins, hafa sagt stjórnendum fleiri en sjötíu kolanáma að auka árlega framleiðslu um hátt í hundrað milljónir tonna. Það nemur um þremur prósentum af heildarkolanotkun Kína á ári. Reuters-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum að framleiðsluaukningin muni létta á skortinum en ekki leysa vandamálið. Yfirvöld þurfi áfram að skammta rafmagn til að tryggja framboð yfir vetrarmánuðina. Stjórnvöld hafa þegar látið opna aftur tugi gamalla kolanáma og lagt blessun sína yfir opnun nokkurs fjölda nýrra náma. Indland stendur frammi fyrir orkuvanda Orkuskorts hefur orðið vart víðar um heim á undanförnum vikum, þar á meðal á meginlandi Evrópu, Bretlandi og Indlandi. Ástandið er sagt sérstaklega slæmt á Indlandi þar sem orkufyrirtæki landsins eiga í stökustu vandræðum með að tryggja sér næg kol til að anna eftirspurn eftir rafmagni. Aðeins nokkurra daga byrgðir af kolum eru eftir víða. Um 70% rafmagn er framleitt með bruna á kolum á Indlandi. Af 135 kolaorkuverum eru 108 með lágmarksbyrgðir af kolum, að sögn AP-fréttastofunnar. R.K. Singh, orkumálaráðherra Indlands, segir að Indverjar gætu þurft að búa sig undir fimm til sex mánuði af erfiðleikum vegna orkuskorts. Orkunotkun jókst um fimmtung í ágúst frá sama mánuði árið 2019 áður en faraldurinn hægði á öllum efnahagsumsvifum. Viðsnúningurinn eftir faraldurinn hefur verið mun hraðari en gert var ráð fyrir. Framboðið á orku hefur minnkað enn vegna flóða í kolanámum í óvenjuáköfu úrhelli á Indlandi. Heimsmarkaðsverð á kolum er svo hátt að séfræðingar telja að Indverjar geti ekki bjargað sér með því að flytja þau inn. Kína Loftslagsmál Orkumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kolaskortur og rafmagnsleysi Kína Verksmiðjum hefur verið lokað vegna orkuskorts í Kína sem hefur einnig náð til heimila í norðausturhluta landsins. Meðal annars hefur verksmiðjum fyrirtækja eins og Apple og Tesla verið lokað en orkuskorturinn hefur meðal annars verið rakinn til skorts á kolum. 27. september 2021 11:32 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Sjá meira
Eftirspurn eftir orku hefur aukist margfalt í Kína líkt og víða annars staðar í heiminum eftir að byrjað var að slaka á sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrir vikið hefur orðið rafmagnsleysi í nokkrum héruðum í Kína vegna þess að orkuver hafa þurt að skammta rafmagn frá því um miðjan september. Þrjú helstu kolahéruð landsins hafa nú heitið því að herða sig í framleiðslu á kolum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í Innri-Mongólíu, annars umsvifamesta kolahéraðsins, hafa sagt stjórnendum fleiri en sjötíu kolanáma að auka árlega framleiðslu um hátt í hundrað milljónir tonna. Það nemur um þremur prósentum af heildarkolanotkun Kína á ári. Reuters-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum að framleiðsluaukningin muni létta á skortinum en ekki leysa vandamálið. Yfirvöld þurfi áfram að skammta rafmagn til að tryggja framboð yfir vetrarmánuðina. Stjórnvöld hafa þegar látið opna aftur tugi gamalla kolanáma og lagt blessun sína yfir opnun nokkurs fjölda nýrra náma. Indland stendur frammi fyrir orkuvanda Orkuskorts hefur orðið vart víðar um heim á undanförnum vikum, þar á meðal á meginlandi Evrópu, Bretlandi og Indlandi. Ástandið er sagt sérstaklega slæmt á Indlandi þar sem orkufyrirtæki landsins eiga í stökustu vandræðum með að tryggja sér næg kol til að anna eftirspurn eftir rafmagni. Aðeins nokkurra daga byrgðir af kolum eru eftir víða. Um 70% rafmagn er framleitt með bruna á kolum á Indlandi. Af 135 kolaorkuverum eru 108 með lágmarksbyrgðir af kolum, að sögn AP-fréttastofunnar. R.K. Singh, orkumálaráðherra Indlands, segir að Indverjar gætu þurft að búa sig undir fimm til sex mánuði af erfiðleikum vegna orkuskorts. Orkunotkun jókst um fimmtung í ágúst frá sama mánuði árið 2019 áður en faraldurinn hægði á öllum efnahagsumsvifum. Viðsnúningurinn eftir faraldurinn hefur verið mun hraðari en gert var ráð fyrir. Framboðið á orku hefur minnkað enn vegna flóða í kolanámum í óvenjuáköfu úrhelli á Indlandi. Heimsmarkaðsverð á kolum er svo hátt að séfræðingar telja að Indverjar geti ekki bjargað sér með því að flytja þau inn.
Kína Loftslagsmál Orkumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kolaskortur og rafmagnsleysi Kína Verksmiðjum hefur verið lokað vegna orkuskorts í Kína sem hefur einnig náð til heimila í norðausturhluta landsins. Meðal annars hefur verksmiðjum fyrirtækja eins og Apple og Tesla verið lokað en orkuskorturinn hefur meðal annars verið rakinn til skorts á kolum. 27. september 2021 11:32 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Sjá meira
Kolaskortur og rafmagnsleysi Kína Verksmiðjum hefur verið lokað vegna orkuskorts í Kína sem hefur einnig náð til heimila í norðausturhluta landsins. Meðal annars hefur verksmiðjum fyrirtækja eins og Apple og Tesla verið lokað en orkuskorturinn hefur meðal annars verið rakinn til skorts á kolum. 27. september 2021 11:32