Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 5. október 2021 17:43 Stúlkan var á rafhlaupahjóli á leið af íþróttaæfingu á aðra æfingu þegar ekið var á hana við Grandatorg í Vesturbænum. Vísir/vilhelm Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. Stúlkan var á leið af íþróttaæfingu úti á Granda ásamt vinkonu sinni á knattspyrnuæfingu á KR-vellinum þegar stúlkurnar komu að hringtorgi á gatnamótum Ánanausta og Hringbrautar síðdegis í gær, að sögn Maríu Bjargar Sigurðardóttur, móður hennar. Þær voru báðar á rafhlaupahjólum. Ökumaður vörubíls stoppaði fyrir stúlkunum og veifaði þeim að fara yfir götuna. „Þá kemur bíll á næstu akrein, sér þær ekki líklega og keyrir þá utan í dóttur mína sem skellist að því er virðist upp á húdd og svo niður á götu. Viðkomandi ökumaður bara gefur í og keyrir bara í burtu,“ segir María Björg í samtali við Vísi. Dóttir hennar missti ekki meðvitund og þær vinkonurnar sáu til ökumannanna, tveggja kvenna á fullorðnisaldri. María Björg segir að önnur þeirra hafi haldið fyrir munninn en hin litið undan áður en þær gáfu í. Furðar sig á að aðrir ökumenn hafi ekki aðstoðað Stúlkan slasaðist ekki alvarlega en hún er þó blá og marin og hnjöskuð á mjöðm, að sögn Maríu Bjargar. Uppákoman hafi verið henni mikið áfall. „Það er leiðinlegt að ellefu ára barn upplifi að fullorðnum sé ekki treystandi betur en þetta, að skilja hana svona eftir í vegkantinum og keyra bara í burtu,“ segir hún. Hún furðar sig einnig á að aðrir ökumenn hafi ekki stoppað og hjálpað stúlkunni. „Manni þætti algerlega augljóst að þegar maður sér einhvern í neyð eða slasaður að taka sig til og hjálpa viðkomandi, stoppa bílinn og athuga hvort maður geti aðstoðað,“ segir María Björg. Í tilkynningu lögreglu þar sem lýst var eftir ökumanninum í dag var tekið fram að mikilvægt sé að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Einnig sé áríðandi að tilkynna mál til lögreglu, ekki síst þar sem að áverkar séu ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. María Björg segir að stúlkurnar hafi getað gefið lögreglu lýsingar á konunum í bílnum og bílnum sjálfum. Hún er vongóð um að einhver hafi orðið vitni að atvikinu eða að það hafi náðst á upptöku öryggismyndavéla á svæðinu. Bílar Umferðaröryggi Reykjavík Lögreglumál Rafhlaupahjól Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Stúlkan var á leið af íþróttaæfingu úti á Granda ásamt vinkonu sinni á knattspyrnuæfingu á KR-vellinum þegar stúlkurnar komu að hringtorgi á gatnamótum Ánanausta og Hringbrautar síðdegis í gær, að sögn Maríu Bjargar Sigurðardóttur, móður hennar. Þær voru báðar á rafhlaupahjólum. Ökumaður vörubíls stoppaði fyrir stúlkunum og veifaði þeim að fara yfir götuna. „Þá kemur bíll á næstu akrein, sér þær ekki líklega og keyrir þá utan í dóttur mína sem skellist að því er virðist upp á húdd og svo niður á götu. Viðkomandi ökumaður bara gefur í og keyrir bara í burtu,“ segir María Björg í samtali við Vísi. Dóttir hennar missti ekki meðvitund og þær vinkonurnar sáu til ökumannanna, tveggja kvenna á fullorðnisaldri. María Björg segir að önnur þeirra hafi haldið fyrir munninn en hin litið undan áður en þær gáfu í. Furðar sig á að aðrir ökumenn hafi ekki aðstoðað Stúlkan slasaðist ekki alvarlega en hún er þó blá og marin og hnjöskuð á mjöðm, að sögn Maríu Bjargar. Uppákoman hafi verið henni mikið áfall. „Það er leiðinlegt að ellefu ára barn upplifi að fullorðnum sé ekki treystandi betur en þetta, að skilja hana svona eftir í vegkantinum og keyra bara í burtu,“ segir hún. Hún furðar sig einnig á að aðrir ökumenn hafi ekki stoppað og hjálpað stúlkunni. „Manni þætti algerlega augljóst að þegar maður sér einhvern í neyð eða slasaður að taka sig til og hjálpa viðkomandi, stoppa bílinn og athuga hvort maður geti aðstoðað,“ segir María Björg. Í tilkynningu lögreglu þar sem lýst var eftir ökumanninum í dag var tekið fram að mikilvægt sé að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Einnig sé áríðandi að tilkynna mál til lögreglu, ekki síst þar sem að áverkar séu ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. María Björg segir að stúlkurnar hafi getað gefið lögreglu lýsingar á konunum í bílnum og bílnum sjálfum. Hún er vongóð um að einhver hafi orðið vitni að atvikinu eða að það hafi náðst á upptöku öryggismyndavéla á svæðinu.
Bílar Umferðaröryggi Reykjavík Lögreglumál Rafhlaupahjól Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira