Hélt að hún væri að deyja þegar hún missti allt hárið Árni Sæberg skrifar 4. október 2021 23:55 Vilborg Friðriksdóttir sagði sögu sína í Íslandi í dag. Stöð 2 Allt í einu byrjaði hún að fá skallablett og svo fór allt hárið á örskömmum tíma. „Ég hélt ég væri að deyja úr einhverjum hræðilegum sjúkdómi. Sem betur fer var það ekki svo en það breytti því þó ekki að mér leið hræðilega með að missa fallega hárið mitt,“ segir Vilborg Friðriksdóttir sem segir sögu sína í Íslandi í dag. Vilborg Friðriksdóttir er í dag hamingjusöm móðir og í sambúð en hún segir það hafa verið erfitt að komast á þann góða stað sem hún er á í dag. Hún hafi verið lögð í alvarlegt einelti í Vestmannaeyjum þar sem hún bjó fram á menntaskólaár. Þá hafi hún ákveðið að flytja til Reykjavíkur þar sem hún kláraði stúdentspróf og próf í táknmálsfræði án þess þó að hún hafi nokkra tengingu við heyrnarlausa. Nú vinnur hún sem táknmálstúlkur á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Vilborg segir það hafa markað líf sitt að hafa verið lögð í einelti enda hafi verið erfitt að heyra alla skólagönguna að hún væri ógeðsleg og vitlaus. „Þetta er það sem ég þarf að vinna í,“ segir hún. Þrátt fyrir að hafa unnið sig vel og mikið frá því segir Vilborg að eineltið hafi lengið setið í henni. Fór að missa hárið eftir barnsburð Vilborg kynntist góðum manni og saman eignuðust þau dóttur. Fljótlega eftir fæðingu dótturinnar tók Vilborg eftir því að hún væri að missa hárið. „Þegar hún hefur verið í kringum níu mánaða þá átta ég mig á því að hárlosið sem ég var með var ekki bara venjulegt hárlos af því ég var að eignast barn heldur fór ég að finna skallabletti,“ segir hún. Vilborg segist vel muna eftir því þegar hún hugsaði fyrst að þetta væri eitthvað einkennilegt. Hún hafi fundið áberandi skallablett og beðið manninn sinn að kíkja á hann. Hann hafi staðfest að um skallablett væri að ræða. Vilborg stendur ekki svörunum þegar hún er spurð hvernig henni hafi orðið við. „Ég hélt að ég væri að deyja, ég var bara alveg viss um að ég væri haldin ólæknandi sjúkdómi, eða krabbameini,“ segir hún. „Loksins þegar ég væri búin að finna mig í lífinu og komin með þessa fallegu fjölskyldu, þá væri ég bara að fara.“ Daginn eftir fékk Vilborg tíma hjá lækni sem tjáði henni að hún væri ekki að deyja og vísaði henni á húðsjúkdómalækni sem útskýrði stöðuna fyrir henni. Vilborg segir það hafa verið erfitt að missa hárið þar sem það hefði alltaf verið það eina við hana sem henni hefði þótt vænt um. „Fallega brúna, þykka, heilbrigða hárið mitt sem ég þurfti ekkert að hafa mikið fyrir,“ segir hún. Ástæðan reyndist blettaskalli „Þetta kallast á íslensku blettaskalli en almenna orðið sem er notað yfir þetta er alopecia areata og það lýsir sér þannig að hárið bara helst ekki. Þetta er í rauninni sjálfsofnæmissjúkdómur, talinn vera það, þá ráðast hvítu blóðkornin á hársekkina sem veldur því að þeir halda hárunum ekki og þau bara fara,“ segir Vilborg. Hún segir engan vita hvað veldur sjúkdóminum. „Ég er búin að googla af mér allt vit en ég bara veit það ekki. Orsökin eru óljós, þau bara vita ekki hvað þetta er.“ Sjálfstraustið hrundi Vilborg fór að taka eftir hármissi í október en í febrúar hafi ástandið verið orðið þannig að hún gæti engan veginn falið blettaskallann. Þá hafi henni liðið hörmulega. „Þetta sjálfstraust sem ég var búin að vinna svo ógeðslega mikið í að fá og finna innan með mér, það bara hrundi,“ segir hún. Þá segist hún hafa verið hrædd um að maðurinn hennar myndi ekki þola hárleysið og fara frá henni. „Það er bara óöryggið sem hefur fylgt mér.“ Auðvitað gerði hann það ekki heldur ákvað hann að raka af sér hárið henni til stuðnings. Hún segist afar þakklát fyrir það og kunni jafnvel enn betur að meta hann en áður. Vilborg segir að hún hafi verið smeyk við að fara nokkuð í byrjun þegar hárið var að fara, meira segja til vinnu. Hún hafi notað hatta hvert sem hún fór til að fólk myndi síður taka eftir hárleysinu. Hún segist þó hafa tekið af skarið og sagt vinnufélögum sínum frá sjúkdómnum. Hún hafi fengið góðan stuðning vinnufélaga og eftir það hafi henni liðið töluvert betur. Léttirinn var svo mikill að eftir vinnu fór hún heim og rakaði af sér allt hárið. Viðtalið við Vilborgu í Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Reykjavík Ísland í dag Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fleiri fréttir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Sjá meira
Vilborg Friðriksdóttir er í dag hamingjusöm móðir og í sambúð en hún segir það hafa verið erfitt að komast á þann góða stað sem hún er á í dag. Hún hafi verið lögð í alvarlegt einelti í Vestmannaeyjum þar sem hún bjó fram á menntaskólaár. Þá hafi hún ákveðið að flytja til Reykjavíkur þar sem hún kláraði stúdentspróf og próf í táknmálsfræði án þess þó að hún hafi nokkra tengingu við heyrnarlausa. Nú vinnur hún sem táknmálstúlkur á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Vilborg segir það hafa markað líf sitt að hafa verið lögð í einelti enda hafi verið erfitt að heyra alla skólagönguna að hún væri ógeðsleg og vitlaus. „Þetta er það sem ég þarf að vinna í,“ segir hún. Þrátt fyrir að hafa unnið sig vel og mikið frá því segir Vilborg að eineltið hafi lengið setið í henni. Fór að missa hárið eftir barnsburð Vilborg kynntist góðum manni og saman eignuðust þau dóttur. Fljótlega eftir fæðingu dótturinnar tók Vilborg eftir því að hún væri að missa hárið. „Þegar hún hefur verið í kringum níu mánaða þá átta ég mig á því að hárlosið sem ég var með var ekki bara venjulegt hárlos af því ég var að eignast barn heldur fór ég að finna skallabletti,“ segir hún. Vilborg segist vel muna eftir því þegar hún hugsaði fyrst að þetta væri eitthvað einkennilegt. Hún hafi fundið áberandi skallablett og beðið manninn sinn að kíkja á hann. Hann hafi staðfest að um skallablett væri að ræða. Vilborg stendur ekki svörunum þegar hún er spurð hvernig henni hafi orðið við. „Ég hélt að ég væri að deyja, ég var bara alveg viss um að ég væri haldin ólæknandi sjúkdómi, eða krabbameini,“ segir hún. „Loksins þegar ég væri búin að finna mig í lífinu og komin með þessa fallegu fjölskyldu, þá væri ég bara að fara.“ Daginn eftir fékk Vilborg tíma hjá lækni sem tjáði henni að hún væri ekki að deyja og vísaði henni á húðsjúkdómalækni sem útskýrði stöðuna fyrir henni. Vilborg segir það hafa verið erfitt að missa hárið þar sem það hefði alltaf verið það eina við hana sem henni hefði þótt vænt um. „Fallega brúna, þykka, heilbrigða hárið mitt sem ég þurfti ekkert að hafa mikið fyrir,“ segir hún. Ástæðan reyndist blettaskalli „Þetta kallast á íslensku blettaskalli en almenna orðið sem er notað yfir þetta er alopecia areata og það lýsir sér þannig að hárið bara helst ekki. Þetta er í rauninni sjálfsofnæmissjúkdómur, talinn vera það, þá ráðast hvítu blóðkornin á hársekkina sem veldur því að þeir halda hárunum ekki og þau bara fara,“ segir Vilborg. Hún segir engan vita hvað veldur sjúkdóminum. „Ég er búin að googla af mér allt vit en ég bara veit það ekki. Orsökin eru óljós, þau bara vita ekki hvað þetta er.“ Sjálfstraustið hrundi Vilborg fór að taka eftir hármissi í október en í febrúar hafi ástandið verið orðið þannig að hún gæti engan veginn falið blettaskallann. Þá hafi henni liðið hörmulega. „Þetta sjálfstraust sem ég var búin að vinna svo ógeðslega mikið í að fá og finna innan með mér, það bara hrundi,“ segir hún. Þá segist hún hafa verið hrædd um að maðurinn hennar myndi ekki þola hárleysið og fara frá henni. „Það er bara óöryggið sem hefur fylgt mér.“ Auðvitað gerði hann það ekki heldur ákvað hann að raka af sér hárið henni til stuðnings. Hún segist afar þakklát fyrir það og kunni jafnvel enn betur að meta hann en áður. Vilborg segir að hún hafi verið smeyk við að fara nokkuð í byrjun þegar hárið var að fara, meira segja til vinnu. Hún hafi notað hatta hvert sem hún fór til að fólk myndi síður taka eftir hárleysinu. Hún segist þó hafa tekið af skarið og sagt vinnufélögum sínum frá sjúkdómnum. Hún hafi fengið góðan stuðning vinnufélaga og eftir það hafi henni liðið töluvert betur. Léttirinn var svo mikill að eftir vinnu fór hún heim og rakaði af sér allt hárið. Viðtalið við Vilborgu í Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Reykjavík Ísland í dag Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fleiri fréttir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“