Kvikmynda- og þáttagerð í Hollywood gæti stöðvast Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2021 23:21 Poppvélarnar þagna. Mögulegt verkfall starfsmanna í kvikmyndaiðnaði gæti haft ófyrirséð áhrif. Vísir/Getty Nær öll kvikmynda- og þáttagerð í Bandaríkjunum gæti stöðvast komi til verkfalls fleiri en 50.000 starfsmanna í kvikmyndabransanum. Stéttarfélag þeirra samþykkti vinnustöðvun sem gæti orðið sú stærsta frá því í síðari heimstyrjöldinni. Starfsfólk i kvikmyndaiðnaði sem tilheyrir Alþjóðlegu bandalagi leikhús- og sviðsstarfsmanna (IATSE) er langþreytt á löngum vinnudögum með lítilli sem engri hvíld eða matarhléum sem hægt er að ganga að sem vísum. Upp úr viðræðum félagsins og Bandalags kvikmynda- og sjónvarpsframleiðenda slitnaði í síðasta mánuði. Því samþykktu 98% félagsmanna heimild til að boða til verkfalls í atkvæðagreiðslu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í félaginu eru meðal annars kvikmyndatökumenn, leikmunahönnuðir, hárgreiðslufólk og fleiri. Ekki er öruggt að til verkfalls komi en verði sú raunin gæti það haft gríðarleg áhrif á iðnaðinn. Síðast gerðist það þegar handritshöfundar fóru í verkfall árið 2007 til 2008. Stéttarfélagið krefst betri vinnuaðstæðna og sanngjarnari launa frá streymisveitum eins og Netflix og Amazon. BBC segir að félagsmenn segi frá fimmtán klukkustunda vinnudögum og að þeir vinni meira en sjötíu til áttatíu tíma á viku. Algengt sé að í lok langrar vinnuviku sé fólk látið mæta síðdegis eða að kvöldi föstudags og vinna fram undir morgun á laugardag. Bíó og sjónvarp Kjaramál Bandaríkin Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Starfsfólk i kvikmyndaiðnaði sem tilheyrir Alþjóðlegu bandalagi leikhús- og sviðsstarfsmanna (IATSE) er langþreytt á löngum vinnudögum með lítilli sem engri hvíld eða matarhléum sem hægt er að ganga að sem vísum. Upp úr viðræðum félagsins og Bandalags kvikmynda- og sjónvarpsframleiðenda slitnaði í síðasta mánuði. Því samþykktu 98% félagsmanna heimild til að boða til verkfalls í atkvæðagreiðslu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í félaginu eru meðal annars kvikmyndatökumenn, leikmunahönnuðir, hárgreiðslufólk og fleiri. Ekki er öruggt að til verkfalls komi en verði sú raunin gæti það haft gríðarleg áhrif á iðnaðinn. Síðast gerðist það þegar handritshöfundar fóru í verkfall árið 2007 til 2008. Stéttarfélagið krefst betri vinnuaðstæðna og sanngjarnari launa frá streymisveitum eins og Netflix og Amazon. BBC segir að félagsmenn segi frá fimmtán klukkustunda vinnudögum og að þeir vinni meira en sjötíu til áttatíu tíma á viku. Algengt sé að í lok langrar vinnuviku sé fólk látið mæta síðdegis eða að kvöldi föstudags og vinna fram undir morgun á laugardag.
Bíó og sjónvarp Kjaramál Bandaríkin Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira