Allt bendir til að um slys hafi verið að ræða en ætla að leita af sér allan grun Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2021 09:42 Slysið varð fyrir utan Markaryd í Smálöndum síðdegis í gær. EPA Lögregla í Svíþjóð segir allt benda til að um slys hafi verið að ræða þegar bíll með listamanninn Lars Vilks og tvo lögreglumenn um borð, rakst á vörubíl á hraðbraut í sænsku Smálöndunum í gær. Vilks og lögreglumennirnir sem gættu hans, létust í árekstrinum, en ökumaður vörubílsins var fluttur á sjúkrahús. „Þetta kom fram á fréttamannafundi sænsku lögreglunnar í morgun. Vinna viðbragðsaðila á vettvangi hefur verið mjög erfið og vinnunni er ekki lokið,“ sagði lögreglustjórinn Carina Persson á fundinum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. Persson sagði að rannsókn stæði yfir og að lögregla vilji leita af sér allan grun um að engir "utanaðkomandi þættir" hafi valdið slysinu. Er talið að rannsókn gæti tekið langan tíma. Lars Vilks hafði notið verndar lögreglu síðustu ár.AP Fór yfir í gegnum vegriðið Slysið varð á E4-hraðbrautinni skammt frá Markaryd í Smálöndunum um klukkan 15:30 að staðartíma. Lögregla segir að bíllinn sem Vilks var í hafi farið yfir á hina akreinina og rekist þar á vörubíl sem kom út gagnstæðri átt. Bíllinn hafi svo orðið undir vörubílnum og alelda. Lögregla segir að bíllinn sem Vilks og lögreglumennirnir óku um í sé sérstaklega þungur, um fjögur tonn, og þurfa ökumenn því sérstaka þjálfun til að fá að keyra hann. „En þetta gæti skýrt af hverju bíllinn komst í gegnum vegriðið sem skilur akstursleiðirnar í sundur.“ Frá blaðamannafundi sænsku lögreglunnar í morgun.AP Allt frá birtingu Múhameðsmyndarinnar hafði Vilks borist ótal hótanir gegn lífi sínu. Árið 2015 var hann helsta skotmark hryðjuverkamanns sem gerði árás á menningarhúsið Krudttønden í Kaupmannahöfn. Vilks var þá hluti af ráðstefnu sem fram fór í húsinu. Einn lést í árásinni og þrír særðust. Svíþjóð Tengdar fréttir Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3. október 2021 22:55 Stór hluti listaverksins Nimis á Skáni brann Um fjórðungur listaverks sænska listamannsins Lars Vilks varð eldi að bráð í gærkvöldi. 25. nóvember 2016 09:38 Kveðst hættur öllu spaugi Skopmyndateiknarinn Lars Vilks hefur eftir hryðjuverkaárásina í Kaupmannahöfn ekki getað búið heima, heldur flytur hann sig stöðugt á milli staða í Svíþjóð. 6. mars 2015 07:15 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
„Þetta kom fram á fréttamannafundi sænsku lögreglunnar í morgun. Vinna viðbragðsaðila á vettvangi hefur verið mjög erfið og vinnunni er ekki lokið,“ sagði lögreglustjórinn Carina Persson á fundinum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. Persson sagði að rannsókn stæði yfir og að lögregla vilji leita af sér allan grun um að engir "utanaðkomandi þættir" hafi valdið slysinu. Er talið að rannsókn gæti tekið langan tíma. Lars Vilks hafði notið verndar lögreglu síðustu ár.AP Fór yfir í gegnum vegriðið Slysið varð á E4-hraðbrautinni skammt frá Markaryd í Smálöndunum um klukkan 15:30 að staðartíma. Lögregla segir að bíllinn sem Vilks var í hafi farið yfir á hina akreinina og rekist þar á vörubíl sem kom út gagnstæðri átt. Bíllinn hafi svo orðið undir vörubílnum og alelda. Lögregla segir að bíllinn sem Vilks og lögreglumennirnir óku um í sé sérstaklega þungur, um fjögur tonn, og þurfa ökumenn því sérstaka þjálfun til að fá að keyra hann. „En þetta gæti skýrt af hverju bíllinn komst í gegnum vegriðið sem skilur akstursleiðirnar í sundur.“ Frá blaðamannafundi sænsku lögreglunnar í morgun.AP Allt frá birtingu Múhameðsmyndarinnar hafði Vilks borist ótal hótanir gegn lífi sínu. Árið 2015 var hann helsta skotmark hryðjuverkamanns sem gerði árás á menningarhúsið Krudttønden í Kaupmannahöfn. Vilks var þá hluti af ráðstefnu sem fram fór í húsinu. Einn lést í árásinni og þrír særðust.
Svíþjóð Tengdar fréttir Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3. október 2021 22:55 Stór hluti listaverksins Nimis á Skáni brann Um fjórðungur listaverks sænska listamannsins Lars Vilks varð eldi að bráð í gærkvöldi. 25. nóvember 2016 09:38 Kveðst hættur öllu spaugi Skopmyndateiknarinn Lars Vilks hefur eftir hryðjuverkaárásina í Kaupmannahöfn ekki getað búið heima, heldur flytur hann sig stöðugt á milli staða í Svíþjóð. 6. mars 2015 07:15 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3. október 2021 22:55
Stór hluti listaverksins Nimis á Skáni brann Um fjórðungur listaverks sænska listamannsins Lars Vilks varð eldi að bráð í gærkvöldi. 25. nóvember 2016 09:38
Kveðst hættur öllu spaugi Skopmyndateiknarinn Lars Vilks hefur eftir hryðjuverkaárásina í Kaupmannahöfn ekki getað búið heima, heldur flytur hann sig stöðugt á milli staða í Svíþjóð. 6. mars 2015 07:15