Erlent

Átta létust þegar einka­þota brot­lenti í Mílanó

Árni Sæberg skrifar
Þotan brotlenti á tómri skrifstofubyggingu.
Þotan brotlenti á tómri skrifstofubyggingu. EPA-EFE/Andrea Fasani

Einkaþota brotlenti á skrifstofubyggingu í Mílanó á Ítalíu í dag með þeim afleiðingum að allir átta um borð létust. Byggingin var mannlaus þegar flugslysið varð og engan sakaði á jörðu niðri.

Að sögn breska ríkisútvarpssins var þotan á leið til Sardiníu frá alþjóðaflugvellinum í Mílanó þegar hún hrapaði skömmu eftir flugtak.

Flugmaður vélarinnar var rúmenski milljarðamæringurinn Dan Petrescu en hann var einn efnaðasti maður Rúmeníu. Hann lést í slysinu ásamt eiginkonu sinni og uppkomnum syni.

Sjónarvottar sem Reuters fréttaveitan vitnar í segja að kviknað hafi verið í þotunni áður en hún brotlenti.

„Ég heyrði í flugvélinni fyrir ofan mig eins og slokknað hefði á hreyflum hennar. Síðan heyrði ég háværa sprengingu og rúður heimilis míns tóku að hristast,“ segir heimamaðurinn Giuseppe í samtali við Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×