Jón Þór: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fólkið fyrir vestan“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2021 09:00 Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra, harmar það að leikur liðsins í undanúrslitum Mjólkurbikarsins geti ekki farið fram á Ísafirði. Mynd/Skjáskot „Við slógum Íslandsmeistarana út í 8 liða úrslitum og núna þurfum við aftur að slá Íslandsmeistarana út í undanúrslitum“, segir Jón Þór Hauksson þjálfari Vestra sem mætir Víkingum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum á morgun. Hann harmar þó að leikurinn geti ekki farið fram á Ísafirði. „Þetta er frábært verkefni sem við erum að fara í, og alltaf skemmtileg keppni,“ sagði Jón Þór í samtali við Stöð 2 í gær. „Það er frábært að vera kominn svona langt og það er mikill spenningur í leikmannahópnum, ekki spurning.“ Leikur Vestra og Víkings átti að fara fram á Olís-vellinum á Ísafirði, en mikill snjór hefur sett strik í reikninginn og því þarf að spila leikinn á Meistaravöllum í Vesturbæ. „Það er auðvitað bara fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fólkið fyrir vestan. Þetta er auðvitað stórleikur og nýkrýndir Íslandsmeistarar að spila í undanúrslitum í bikar. Auðvitað hefðum við viljað gera það á Ísafirði á okkar velli og fyrir framan okkar fólk.“ „Það var fullt af fólki búið að kaupa flug og bóka gistingu og þar fram eftir götunum þannig að þetta hefur auðvitað áhrif á marga.“ En hvernig sér Jón fyrir sér að Lengjudeildarliðið Vestri geti skákað Íslandsmeisturunum? „Við erum ágætlega sjóaðir í því. Valur var Íslandsmeistari þegar við slógum þá út í átta liða úrslitunum og nú fáum við aftur það verkefni að slá út Íslandsmeistarana.“ „Auðvitað er Víkingur með frábært lið og hefur gengið frábærlega í sumar. En að sama skapi þá er þetta bara eins og í Valsleiknum. Við höfum fyrst og fremst verið að einbeita okkur að okkar leik og þróa hann. Það hefur gengið vel í sumar og það er taktur sem að við þurfum að ná í þessum leik á morgun,“ sagði Jón Þór að lokum. Viðtalið við Jón Þór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Leikur Vestra og Víkings hefst klukkan 14:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Mjólkurbikarinn Vestri Fótbolti Ísafjarðarbær Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
„Þetta er frábært verkefni sem við erum að fara í, og alltaf skemmtileg keppni,“ sagði Jón Þór í samtali við Stöð 2 í gær. „Það er frábært að vera kominn svona langt og það er mikill spenningur í leikmannahópnum, ekki spurning.“ Leikur Vestra og Víkings átti að fara fram á Olís-vellinum á Ísafirði, en mikill snjór hefur sett strik í reikninginn og því þarf að spila leikinn á Meistaravöllum í Vesturbæ. „Það er auðvitað bara fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fólkið fyrir vestan. Þetta er auðvitað stórleikur og nýkrýndir Íslandsmeistarar að spila í undanúrslitum í bikar. Auðvitað hefðum við viljað gera það á Ísafirði á okkar velli og fyrir framan okkar fólk.“ „Það var fullt af fólki búið að kaupa flug og bóka gistingu og þar fram eftir götunum þannig að þetta hefur auðvitað áhrif á marga.“ En hvernig sér Jón fyrir sér að Lengjudeildarliðið Vestri geti skákað Íslandsmeisturunum? „Við erum ágætlega sjóaðir í því. Valur var Íslandsmeistari þegar við slógum þá út í átta liða úrslitunum og nú fáum við aftur það verkefni að slá út Íslandsmeistarana.“ „Auðvitað er Víkingur með frábært lið og hefur gengið frábærlega í sumar. En að sama skapi þá er þetta bara eins og í Valsleiknum. Við höfum fyrst og fremst verið að einbeita okkur að okkar leik og þróa hann. Það hefur gengið vel í sumar og það er taktur sem að við þurfum að ná í þessum leik á morgun,“ sagði Jón Þór að lokum. Viðtalið við Jón Þór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Leikur Vestra og Víkings hefst klukkan 14:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn Vestri Fótbolti Ísafjarðarbær Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira