Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2021 16:45 Debbie Harry var í viðtali við Heimi Má Pétursson fyrr í vikunni. Vísir/Sigurjón Fyrsta RIFF helgin fer nú af stað eftir glæsilegan opnunardag. Hátíðin hófst í gær og veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, leikstjórunum Mia Hansen-Løve og Joachim Trier verðlaun fyrir framúrskandi listfengi við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Opnunarmynd RIFF í ár, Versta mannaeskja í heimi, var svo sýnd fyrir fullum sal í Gamla bíói. Í dag mun Mia Hansen-Løve einn heiðursgesta hátíðarinnar svara spurningum eftir sýningar á verkum sínum, Eden, kl. 17:00 og, Bergman eyju, kl. 18.45 í Bíó Paradís. Kvikmyndaleikstjórinn Mia Hansen-Løve tók við lundanum en fuglinn er einkennismerki kvikmyndahátíðarinnar.Vísir/Vilhelm „Stórviðburður helgarinnar er auðvitað Samtal við Debbie Harry, sem fer fram í Háskólabíó á laugardaginn 2. október kl. 17.00. Stórsöngkona sveitarinnar Blondie verður viðstödd sýningu glænýrrar stutttónleikamyndarinnar Blondie: Vivir en la Habana, ásamt leikstjóranum Rob Roth, og mun þau ræða um lífið og listina við Andreu Jóns útvarpskonu og rithöfundinn Berg Ebba. Miðasala er enn fullum í gangi en miðinn kostar litlar 2900 krónur,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Tónlistar- og kvikmyndaleikkonan Debbie Harry, leikstjórinn Rob Roth, Guðni Th. Jóhannesson forseti, leikstjórinn Joachim Trier og Hrönn Marínósdóttir, framkvæmdastjóri RIFF á Bessastöðum í gær.Vísir/Vilhelm Bílabíó hefst með trompi en söngvamyndin Mamma Mia! er sýnd í kvöld klukkan 20:00. Á laugardaginn verður Sítt að aftan kvöld klukkan 20:00 með sýningu á áttutvíhleypunni a-ha: Bíómyndin og Blondie: Að lifa í Havana. Íslenskur sunnudagur tekur við með sýningum á Lói – þú flýgur aldrei einn kl. 18;00 og Ég man þig kl. 20:00. Bílabíóið er staðsett á bílaplani Samskipa á horni Holtavegs og Barkarvogar. Miðaverð er 3.000 krónur á hvern bíl. Vínsmökkunarbíó í Norræna húsinu. Á laugardaginn kl. 18:00 er sýnd Blind Ambition, stórskemmtileg heimildarmynd um fjóra flóttamenn frá Zimbabwe sem stefna á alþjóðlegu heimsmeistarkeppnina í vínsmökkun. Eftir sýningu gefst áhorfendum tækifæri til að smakka ýmis vín og giska uppruna þeirra. Haldið í samstarfi við Jacob’s Creek. Saga Borgarættarinnar (1920), fyrsta kvikmyndin í fullri lengd til að vera tekin upp á Íslandi, er sýnd í endurbættri útgáfu með nýrri tónlist í Bíó Paradís klukkan 15:00 á sunnudaginn 3. október, en samtímis er hún sýnd á Akureyri og Seyðisfirði í tilefni af hundrað ára afmæli myndarinnar. „Uppselt er í hið feykivinsæla sundbíó. Hefðbundin dagskrá er komin í fullt gang í Bíó Paradís og er mikil tilhlökkun fyrir komandi bíóhelgi!“ Bíó og sjónvarp RIFF Hollywood Tónlist Íslandsvinir Tengdar fréttir Versta manneskja í heimi opnaði RIFF í Gamla bíói RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi. 1. október 2021 12:31 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Opnunarmynd RIFF í ár, Versta mannaeskja í heimi, var svo sýnd fyrir fullum sal í Gamla bíói. Í dag mun Mia Hansen-Løve einn heiðursgesta hátíðarinnar svara spurningum eftir sýningar á verkum sínum, Eden, kl. 17:00 og, Bergman eyju, kl. 18.45 í Bíó Paradís. Kvikmyndaleikstjórinn Mia Hansen-Løve tók við lundanum en fuglinn er einkennismerki kvikmyndahátíðarinnar.Vísir/Vilhelm „Stórviðburður helgarinnar er auðvitað Samtal við Debbie Harry, sem fer fram í Háskólabíó á laugardaginn 2. október kl. 17.00. Stórsöngkona sveitarinnar Blondie verður viðstödd sýningu glænýrrar stutttónleikamyndarinnar Blondie: Vivir en la Habana, ásamt leikstjóranum Rob Roth, og mun þau ræða um lífið og listina við Andreu Jóns útvarpskonu og rithöfundinn Berg Ebba. Miðasala er enn fullum í gangi en miðinn kostar litlar 2900 krónur,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Tónlistar- og kvikmyndaleikkonan Debbie Harry, leikstjórinn Rob Roth, Guðni Th. Jóhannesson forseti, leikstjórinn Joachim Trier og Hrönn Marínósdóttir, framkvæmdastjóri RIFF á Bessastöðum í gær.Vísir/Vilhelm Bílabíó hefst með trompi en söngvamyndin Mamma Mia! er sýnd í kvöld klukkan 20:00. Á laugardaginn verður Sítt að aftan kvöld klukkan 20:00 með sýningu á áttutvíhleypunni a-ha: Bíómyndin og Blondie: Að lifa í Havana. Íslenskur sunnudagur tekur við með sýningum á Lói – þú flýgur aldrei einn kl. 18;00 og Ég man þig kl. 20:00. Bílabíóið er staðsett á bílaplani Samskipa á horni Holtavegs og Barkarvogar. Miðaverð er 3.000 krónur á hvern bíl. Vínsmökkunarbíó í Norræna húsinu. Á laugardaginn kl. 18:00 er sýnd Blind Ambition, stórskemmtileg heimildarmynd um fjóra flóttamenn frá Zimbabwe sem stefna á alþjóðlegu heimsmeistarkeppnina í vínsmökkun. Eftir sýningu gefst áhorfendum tækifæri til að smakka ýmis vín og giska uppruna þeirra. Haldið í samstarfi við Jacob’s Creek. Saga Borgarættarinnar (1920), fyrsta kvikmyndin í fullri lengd til að vera tekin upp á Íslandi, er sýnd í endurbættri útgáfu með nýrri tónlist í Bíó Paradís klukkan 15:00 á sunnudaginn 3. október, en samtímis er hún sýnd á Akureyri og Seyðisfirði í tilefni af hundrað ára afmæli myndarinnar. „Uppselt er í hið feykivinsæla sundbíó. Hefðbundin dagskrá er komin í fullt gang í Bíó Paradís og er mikil tilhlökkun fyrir komandi bíóhelgi!“
Bíó og sjónvarp RIFF Hollywood Tónlist Íslandsvinir Tengdar fréttir Versta manneskja í heimi opnaði RIFF í Gamla bíói RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi. 1. október 2021 12:31 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Versta manneskja í heimi opnaði RIFF í Gamla bíói RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi. 1. október 2021 12:31