Gefur Reykvíkingum meira en þúsund listaverk eftir móður sína Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2021 17:16 Safn Nínu Tryggvadóttur verður í austurhluta Hafnarhússins en Listasafn Reykjavíkur er í vesturhluta hússins. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Una Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggvadóttur listakonu, undirrituðu í dag samning um stofnun Listasafns Nínu Tryggvadóttur. Safnið verður fyrsta myndlistasafn Reykjavíkurborgar sem kennt verður við og tileinkað íslenskri listakonu. Una Dóra mun gefa Reykvíkingum vel á annað þúsund listaverk eftir móður sína. Þar á meðal málverk, teikningar, glerverk og vatnslitamyndir. Þar að auki mun Una Dóra gefa Reykvíkingum fasteignir á Manhattan og í Reykjavík eftir sinn dag, og þar að auki aðrar listaverkaeignir, bókasafn og fleiri muni. Safnið verður í austurhluta Hafnarhússins í Reykjavík en Listasafn Reykjavíkur er í vesturhluta hússins. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að unnið hafi verið að stofnun safnsins undanfarna mánuði. Sá undirbúningur hafi meðal annars snúið að erfðamálum, skráningu safneignar og stofnskrá safnsins. „Nína Tryggvadóttir (1913-1968) var fyrst og fremst þekkt sem listmálari en samdi einnig og myndskreytti bækur fyrir börn. Hún fæddist 16. mars, 1913 á Seyðisfirði og naut á sínum yngri árum tilsagnar Ásgríms Jónssonar í teikningum,“ segir í tilkynningunni. „Meðfram námi við Kvennaskólann í Reykjavík stundaði hún listnám í skóla Finns Jónssonar og Jóhanns Briem. Þaðan hélt hún utan til náms til að læra listmálun við Det Kongelige Akademi for de Skønne Kunster í Kaupmannahöfn og bjó síðar í París, London og lengst af í New York. Hún hélt þó ávallt nánum tengslum við Ísland og hélt fjölmargar einkasýningar hér heima sem og erlendis. Hún var virkur félagi í hreyfingu abstrakt-expressjónista í New York og má finna listaverk hennar í söfnum og í einkaeign víða um heim.“ Þá samþykkti borgarráð í morgun að leitað verði hugmynda um útfærslu á Hafnarhúsi, húsi myndlistar. Kallað eigi eftir viðhorfum og hugmyndum til undirbúnings hönnunarsamkeppni og þar eigi að útfæra breytingar á Hafnarhúsi svo byggingin rúmi safn Nínu Tryggvadóttur, stækkun Listasafns Reykjavíkur og eftir atvikum annarrar listsköpunar. Reykjavík Menning Söfn Myndlist Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Una Dóra mun gefa Reykvíkingum vel á annað þúsund listaverk eftir móður sína. Þar á meðal málverk, teikningar, glerverk og vatnslitamyndir. Þar að auki mun Una Dóra gefa Reykvíkingum fasteignir á Manhattan og í Reykjavík eftir sinn dag, og þar að auki aðrar listaverkaeignir, bókasafn og fleiri muni. Safnið verður í austurhluta Hafnarhússins í Reykjavík en Listasafn Reykjavíkur er í vesturhluta hússins. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að unnið hafi verið að stofnun safnsins undanfarna mánuði. Sá undirbúningur hafi meðal annars snúið að erfðamálum, skráningu safneignar og stofnskrá safnsins. „Nína Tryggvadóttir (1913-1968) var fyrst og fremst þekkt sem listmálari en samdi einnig og myndskreytti bækur fyrir börn. Hún fæddist 16. mars, 1913 á Seyðisfirði og naut á sínum yngri árum tilsagnar Ásgríms Jónssonar í teikningum,“ segir í tilkynningunni. „Meðfram námi við Kvennaskólann í Reykjavík stundaði hún listnám í skóla Finns Jónssonar og Jóhanns Briem. Þaðan hélt hún utan til náms til að læra listmálun við Det Kongelige Akademi for de Skønne Kunster í Kaupmannahöfn og bjó síðar í París, London og lengst af í New York. Hún hélt þó ávallt nánum tengslum við Ísland og hélt fjölmargar einkasýningar hér heima sem og erlendis. Hún var virkur félagi í hreyfingu abstrakt-expressjónista í New York og má finna listaverk hennar í söfnum og í einkaeign víða um heim.“ Þá samþykkti borgarráð í morgun að leitað verði hugmynda um útfærslu á Hafnarhúsi, húsi myndlistar. Kallað eigi eftir viðhorfum og hugmyndum til undirbúnings hönnunarsamkeppni og þar eigi að útfæra breytingar á Hafnarhúsi svo byggingin rúmi safn Nínu Tryggvadóttur, stækkun Listasafns Reykjavíkur og eftir atvikum annarrar listsköpunar.
Reykjavík Menning Söfn Myndlist Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira