Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 11:41 Ættingjar fórnarlamba sprengingunnar segja stjórnmálamenn hindra framgang réttvísinnar. Rannsókn á sprengingunni hefur verið stöðvað í annað sinn eftir að kvörtun frá fyrrverandi ráðherra barst vegna rannsakenda. Getty/Marwan Naamani Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. Bitar var gert að stöðva rannsókn sína á mánudag þegar fyrrverandi ráðherra, sem átti að mæta til skýrslutöku, kvartaði undan dómaranum og sagði hann ekki hlutlausan í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Enn hefur enginn verið gerður ábyrgur fyrir sprengingunni, sem varð í ágúst í fyrra, þar sem 219 féllu og meira en sjö þúsund særðust. Eldur kviknaði á höfninni í Beirút sem varð þess valdur að 2.570 tonn af ammóníum nítrati, sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í borginni, sprakk í loft upp. Efnin höfðu þá verið í vöruskemmunni frá árinu 2014 og höfðu embættismenn ítrekað verið varaðir við hættunni frá þeim. Þetta er annað skiptið sem rannsókn á sprengingunni er stöðvuð eftir kvörtun hátt setts stjórnmálamanns, sem boðaður hefur verið til skýrslutöku. Forveri Bitars í rannsókninni var látinn hætta fyrr á þessu ári eftir að hann var sakaður um vanrækslu af Hassan Diab, sem var forsætisráðherra Líbanon þegar sprengingin varð, Ali Hassan Khalil, þáverandi fjármálaráðherra, Youssef Finyanus og Ghazi Zaiter, fyrrverandi atvinnumálaráðherrum. Mennirnir fjórir þvertóku allir fyrir að hafa gert nokkuð rangt og neituðu að mæta til skýrslutöku. Þá sökuðu þeir rannsakandann um að misnota vald sitt. Bitar hefur nú verið sakaður um slíkt hið sama af öðrum stjórnmálamanni sem ekki vildi mæta til skýrslutöku, honum Nohad Machnouk fyrrverandi innanríkisráðherra, og mun Bitar þurfa að hætta rannsókn sinni þar til dómstólar taka ákvörðun um annað. Ættingjar fórnarlamba segja að valdamiklir stjórnmálamenn komi nú í veg fyrir framgang réttvísinnar og beiti valdi sínu til að grafa undan Bitar. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46 Minnst 28 eru látin eftir sprengingu í Líbanon Minnst 28 hafa látist og 79 eru slasaðir eftir mikla sprengingu í eldsneytistanki í héraðinu Akkar í norðurhluta Líbanons. 15. ágúst 2021 20:07 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Sjá meira
Bitar var gert að stöðva rannsókn sína á mánudag þegar fyrrverandi ráðherra, sem átti að mæta til skýrslutöku, kvartaði undan dómaranum og sagði hann ekki hlutlausan í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Enn hefur enginn verið gerður ábyrgur fyrir sprengingunni, sem varð í ágúst í fyrra, þar sem 219 féllu og meira en sjö þúsund særðust. Eldur kviknaði á höfninni í Beirút sem varð þess valdur að 2.570 tonn af ammóníum nítrati, sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í borginni, sprakk í loft upp. Efnin höfðu þá verið í vöruskemmunni frá árinu 2014 og höfðu embættismenn ítrekað verið varaðir við hættunni frá þeim. Þetta er annað skiptið sem rannsókn á sprengingunni er stöðvuð eftir kvörtun hátt setts stjórnmálamanns, sem boðaður hefur verið til skýrslutöku. Forveri Bitars í rannsókninni var látinn hætta fyrr á þessu ári eftir að hann var sakaður um vanrækslu af Hassan Diab, sem var forsætisráðherra Líbanon þegar sprengingin varð, Ali Hassan Khalil, þáverandi fjármálaráðherra, Youssef Finyanus og Ghazi Zaiter, fyrrverandi atvinnumálaráðherrum. Mennirnir fjórir þvertóku allir fyrir að hafa gert nokkuð rangt og neituðu að mæta til skýrslutöku. Þá sökuðu þeir rannsakandann um að misnota vald sitt. Bitar hefur nú verið sakaður um slíkt hið sama af öðrum stjórnmálamanni sem ekki vildi mæta til skýrslutöku, honum Nohad Machnouk fyrrverandi innanríkisráðherra, og mun Bitar þurfa að hætta rannsókn sinni þar til dómstólar taka ákvörðun um annað. Ættingjar fórnarlamba segja að valdamiklir stjórnmálamenn komi nú í veg fyrir framgang réttvísinnar og beiti valdi sínu til að grafa undan Bitar.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46 Minnst 28 eru látin eftir sprengingu í Líbanon Minnst 28 hafa látist og 79 eru slasaðir eftir mikla sprengingu í eldsneytistanki í héraðinu Akkar í norðurhluta Líbanons. 15. ágúst 2021 20:07 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Sjá meira
Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46
Minnst 28 eru látin eftir sprengingu í Líbanon Minnst 28 hafa látist og 79 eru slasaðir eftir mikla sprengingu í eldsneytistanki í héraðinu Akkar í norðurhluta Líbanons. 15. ágúst 2021 20:07
Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent