Breskir ökumenn pirraðir en ráðherra segir lausn í sjónmáli Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. september 2021 11:22 Þessi bensínstöð í London er meðal þeirra sem hafa lokað planinu vegna ástandsins. Getty/Hasan Esen Breskur ráðherra telur lausn í sjónmáli í bensínvanda sem Bretar standa frammi fyrir. Pirraðir Bretar skilja ekkert í því hvers vegna vandinn sé kominn upp. Fyrr í vikunni var breski herinn settur í viðbragðsstöðu ef til þess kæmi að herinn þyrfti að aðstoða við að fylla á bensíndælur í landinu. Bensín var víða uppurið á bensínstöðvum í landinu eftir að margir höfðu hamstrað eldsneyti. Á meðan nægt eldsneyti er til á þar til gerðum birgðastöðvum leiðir skortur á bílstjórum vöru- og olíuflutningabíla, ásamt skyndilegu hamstri íbúa á eldsneyti, til ástandsins. Talið er að allt að hundrað þúsund vörubílstjóra vanti í Bretlandi. Bretar virðast verulega pirraðir á stöðunni ef marka má orð ökumanna sem AP fréttastofan ræddi við í gær. Bretum virðist þó hafa tekist að ná stjórn á vandamálinu. Ráðherrann Simon Clarke segir að nóg sé til af eldsneyti á bensínstöðvum landsins um þessar mundir. Meira bensín er flutt á stöðvarnar en selt er, og segir Clarke stöðuna líklega fara batnandi. Þetta kemur fram hjá Sky News. Eitthvað virðast ökumenn þó ósammála orðum Clarkes. Samkvæmt nýlegri nýlegri könnun Félags bensínsala í Bretlandi segja ökumenn enn skort á eldsneyti. Framkvæmdastjóri félagsins segir enn fremur að starfsfólk bensínstöðva hafi orðið fyrir miklu áreiti frá ósáttum ökumönnum vegna stöðunnar. Herinn er enn í viðbragðsstöðu en 150 hermenn eru til taks ef grípa þarf til aðstoðar við að koma bensíni á bensínstöðvar. Bensín og olía Bretland Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Sjá meira
Fyrr í vikunni var breski herinn settur í viðbragðsstöðu ef til þess kæmi að herinn þyrfti að aðstoða við að fylla á bensíndælur í landinu. Bensín var víða uppurið á bensínstöðvum í landinu eftir að margir höfðu hamstrað eldsneyti. Á meðan nægt eldsneyti er til á þar til gerðum birgðastöðvum leiðir skortur á bílstjórum vöru- og olíuflutningabíla, ásamt skyndilegu hamstri íbúa á eldsneyti, til ástandsins. Talið er að allt að hundrað þúsund vörubílstjóra vanti í Bretlandi. Bretar virðast verulega pirraðir á stöðunni ef marka má orð ökumanna sem AP fréttastofan ræddi við í gær. Bretum virðist þó hafa tekist að ná stjórn á vandamálinu. Ráðherrann Simon Clarke segir að nóg sé til af eldsneyti á bensínstöðvum landsins um þessar mundir. Meira bensín er flutt á stöðvarnar en selt er, og segir Clarke stöðuna líklega fara batnandi. Þetta kemur fram hjá Sky News. Eitthvað virðast ökumenn þó ósammála orðum Clarkes. Samkvæmt nýlegri nýlegri könnun Félags bensínsala í Bretlandi segja ökumenn enn skort á eldsneyti. Framkvæmdastjóri félagsins segir enn fremur að starfsfólk bensínstöðva hafi orðið fyrir miklu áreiti frá ósáttum ökumönnum vegna stöðunnar. Herinn er enn í viðbragðsstöðu en 150 hermenn eru til taks ef grípa þarf til aðstoðar við að koma bensíni á bensínstöðvar.
Bensín og olía Bretland Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Sjá meira