Breskir ökumenn pirraðir en ráðherra segir lausn í sjónmáli Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. september 2021 11:22 Þessi bensínstöð í London er meðal þeirra sem hafa lokað planinu vegna ástandsins. Getty/Hasan Esen Breskur ráðherra telur lausn í sjónmáli í bensínvanda sem Bretar standa frammi fyrir. Pirraðir Bretar skilja ekkert í því hvers vegna vandinn sé kominn upp. Fyrr í vikunni var breski herinn settur í viðbragðsstöðu ef til þess kæmi að herinn þyrfti að aðstoða við að fylla á bensíndælur í landinu. Bensín var víða uppurið á bensínstöðvum í landinu eftir að margir höfðu hamstrað eldsneyti. Á meðan nægt eldsneyti er til á þar til gerðum birgðastöðvum leiðir skortur á bílstjórum vöru- og olíuflutningabíla, ásamt skyndilegu hamstri íbúa á eldsneyti, til ástandsins. Talið er að allt að hundrað þúsund vörubílstjóra vanti í Bretlandi. Bretar virðast verulega pirraðir á stöðunni ef marka má orð ökumanna sem AP fréttastofan ræddi við í gær. Bretum virðist þó hafa tekist að ná stjórn á vandamálinu. Ráðherrann Simon Clarke segir að nóg sé til af eldsneyti á bensínstöðvum landsins um þessar mundir. Meira bensín er flutt á stöðvarnar en selt er, og segir Clarke stöðuna líklega fara batnandi. Þetta kemur fram hjá Sky News. Eitthvað virðast ökumenn þó ósammála orðum Clarkes. Samkvæmt nýlegri nýlegri könnun Félags bensínsala í Bretlandi segja ökumenn enn skort á eldsneyti. Framkvæmdastjóri félagsins segir enn fremur að starfsfólk bensínstöðva hafi orðið fyrir miklu áreiti frá ósáttum ökumönnum vegna stöðunnar. Herinn er enn í viðbragðsstöðu en 150 hermenn eru til taks ef grípa þarf til aðstoðar við að koma bensíni á bensínstöðvar. Bensín og olía Bretland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Fyrr í vikunni var breski herinn settur í viðbragðsstöðu ef til þess kæmi að herinn þyrfti að aðstoða við að fylla á bensíndælur í landinu. Bensín var víða uppurið á bensínstöðvum í landinu eftir að margir höfðu hamstrað eldsneyti. Á meðan nægt eldsneyti er til á þar til gerðum birgðastöðvum leiðir skortur á bílstjórum vöru- og olíuflutningabíla, ásamt skyndilegu hamstri íbúa á eldsneyti, til ástandsins. Talið er að allt að hundrað þúsund vörubílstjóra vanti í Bretlandi. Bretar virðast verulega pirraðir á stöðunni ef marka má orð ökumanna sem AP fréttastofan ræddi við í gær. Bretum virðist þó hafa tekist að ná stjórn á vandamálinu. Ráðherrann Simon Clarke segir að nóg sé til af eldsneyti á bensínstöðvum landsins um þessar mundir. Meira bensín er flutt á stöðvarnar en selt er, og segir Clarke stöðuna líklega fara batnandi. Þetta kemur fram hjá Sky News. Eitthvað virðast ökumenn þó ósammála orðum Clarkes. Samkvæmt nýlegri nýlegri könnun Félags bensínsala í Bretlandi segja ökumenn enn skort á eldsneyti. Framkvæmdastjóri félagsins segir enn fremur að starfsfólk bensínstöðva hafi orðið fyrir miklu áreiti frá ósáttum ökumönnum vegna stöðunnar. Herinn er enn í viðbragðsstöðu en 150 hermenn eru til taks ef grípa þarf til aðstoðar við að koma bensíni á bensínstöðvar.
Bensín og olía Bretland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira