Erlent

Bein út­sending: Hver fær bók­mennta­verð­laun Nóbels?

Atli Ísleifsson skrifar
Greint er frá því í vikunni hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í hinum ýmsu flokkum.
Greint er frá því í vikunni hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í hinum ýmsu flokkum. Getty/picture alliance

Sænska akademían tilkynnir í dag hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á fréttamannafundi sem hefst klukkan 11 að íslenskum tíma.

Hægt verður að fylgjast með fréttamannafundinum í spilaranum að neðan.

Bandaríski rithöfundurinn og ljóðskáldið Louise Glück hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels á síðasta ári. Verðlaunin hlaut hún fyrir „augljósa skáldlega rödd sem gerir tilvist einstaklingsins algilda með íburðarlausri fegurð,“ líkt og sagði í rökstuðningi dómnefndar.

Árið 2019 voru veitt tvenn verðlaun í flokknum, fyrir árin 2018 og 2019, þar sem engin verðlaun voru afhent árið 2018 vegna hneykslismálsins sem skók sænsku akademíuna þegar í ljós kom að eiginmaður eins nefndarmeðlims hafði gerst sekur um kynferðisbrot og leiddi það til þess að meirihluti meðlima í akademíunni sagði af sér. Féllu verðlaunin í skaut hinnar pólsku Olga Tokarczuk og hins austurríska Peter Handke.

Greint verður frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í hinum ýmsu flokkum nú í vikunni.

Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2021

  • Mánudagur 4. október: Lífefna- og læknisfræði
  • Þriðjudagur 5. okótber: Eðlisfræði
  • Miðvikudagur 6. október: Efnafræði
  • Fimmtudagur 7. október: Bókmenntir
  • Föstudagur 8. október: Friðarverðlaun Nóbels
  • Mánudagur 11. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×