„Sérstaklega hættulegar“ rafrettuáfyllingar enn til sölu Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2021 11:17 Starfsmenn Neytendastofu hafa síðustu mánuði skoðað yfir 2.6öö vökva fyrir rafrettur og 98 rafrettur. Getty Enn er verið að selja sérstaklega hættulegar rafrettuáfyllingar með allt of miklu magni nikótíns í sérverslunum með rafrettur á landinu. Frá þessu segir á vef Neytendastofu, en starfsmenn stofnunarinnar hafa síðustu mánuði skoðað yfir 2.600 vökva fyrir rafrettur og 98 rafrettur og verðmerkingar í sérverslunum með rafrettur. Farið hafi verið inn á sölustaði í Reykjanesbæ, Akranesi, Selfossi, Sauðárkróki, Akureyri, Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu. „Kom í ljós að enn er verið að selja áfyllingar sem sérstaklega eru hættulegar með allt of miklu magni nikótíns, en hámarks styrkleiki má ekki fara yfir 20 mg/ml. Neytendastofa hefur lagt mikla áherslu á að stöðva alla sölu áfyllinga sem höfða til barna, en þær geta verið litríkar og með teikningum af táknum eða teiknimyndafígúrum. Slíkar vörur fundust í einni verslun og var salan á áfyllingunni stöðvuð strax. Sérfræðingur Neytendastofu ákvað að senda 38 rafrettur og 112 áfyllingar til Danmerkur til prófunar en niðurstöður þeirra prófanna eru ekki enn komnar,“ segir í tilkynningunni. Þurfa að vera undir afgreiðsluborði Neytendastofa kannaði einnig ástand sýnileika rafrettna og áfyllinga í verslunum,en sérverslanir mega hafa vörur sýnilegar þegar inn í verslun er komið en þurfi að passa sig að vörurnar sjáist ekki í gegnum glugga verslunar. „Blandaðar verslanir þurfa að koma rafrettum og áfyllingum fyrir undir afgreiðsluborði eða í lokuðum skápum sem ekki sést inn í. Aðeins ein sérverslun á Sauðárkróki reyndist vera með skyggðar rúður svo ekki sást inn í verslunina auk þess sem verslanir í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði voru í lagi. Vakin er athygli á því að eftirlit með rafrettum og áfyllingum flyst til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þann 1. október næstkomandi,“ segir á vef Neytendastofu. Rafrettur Neytendur Áfengi og tóbak Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Frá þessu segir á vef Neytendastofu, en starfsmenn stofnunarinnar hafa síðustu mánuði skoðað yfir 2.600 vökva fyrir rafrettur og 98 rafrettur og verðmerkingar í sérverslunum með rafrettur. Farið hafi verið inn á sölustaði í Reykjanesbæ, Akranesi, Selfossi, Sauðárkróki, Akureyri, Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu. „Kom í ljós að enn er verið að selja áfyllingar sem sérstaklega eru hættulegar með allt of miklu magni nikótíns, en hámarks styrkleiki má ekki fara yfir 20 mg/ml. Neytendastofa hefur lagt mikla áherslu á að stöðva alla sölu áfyllinga sem höfða til barna, en þær geta verið litríkar og með teikningum af táknum eða teiknimyndafígúrum. Slíkar vörur fundust í einni verslun og var salan á áfyllingunni stöðvuð strax. Sérfræðingur Neytendastofu ákvað að senda 38 rafrettur og 112 áfyllingar til Danmerkur til prófunar en niðurstöður þeirra prófanna eru ekki enn komnar,“ segir í tilkynningunni. Þurfa að vera undir afgreiðsluborði Neytendastofa kannaði einnig ástand sýnileika rafrettna og áfyllinga í verslunum,en sérverslanir mega hafa vörur sýnilegar þegar inn í verslun er komið en þurfi að passa sig að vörurnar sjáist ekki í gegnum glugga verslunar. „Blandaðar verslanir þurfa að koma rafrettum og áfyllingum fyrir undir afgreiðsluborði eða í lokuðum skápum sem ekki sést inn í. Aðeins ein sérverslun á Sauðárkróki reyndist vera með skyggðar rúður svo ekki sást inn í verslunina auk þess sem verslanir í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði voru í lagi. Vakin er athygli á því að eftirlit með rafrettum og áfyllingum flyst til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þann 1. október næstkomandi,“ segir á vef Neytendastofu.
Rafrettur Neytendur Áfengi og tóbak Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira