Lítil og meðalstór fyrirtæki vænta mikils af nýjum stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar 28. september 2021 12:30 Flokkarnir þrír sem farið hafa með stjórn landsins undanfarin fjögur ár eru nú í viðræðum um framhald á stjórnarsamstarfi sínu eftir að stjórnin jók meirihluta sinn í þingkosningunum á laugardag. Gera má ráð fyrir að áherzlur í stjórnarsamstarfinu taki einhverjum breytingum; innbyrðis valdahlutföll eru breytt og flokkarnir settu önnur mál á oddinn fyrir þessar kosningar en þær síðustu. Uppistaðan í Félagi atvinnurekenda eru lítil og meðalstór fyrirtæki. Félagið hefur barizt fyrir hagsmunum þeirra m.a. með áherzlu á lækkun skatta og gjalda á fyrirtækjarekstur, einföldun regluverks og skilvirka samkeppnislöggjöf og -eftirlit. Félagið kynnti fyrir kosningarnar tíu hagsmunamál fyrirtækja, sem ættu heima í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þeirra á meðal eru lægra tryggingagjald, uppstokkun á fasteignaskatti á atvinnuhúsnæði, samkeppnismat fyrir alla nýja og gildandi löggjöf og einföldun á eftirlitsgjöldum sem fyrirtæki þurfa að greiða. Framsókn: Lækka gjöld á minni fyrirtækin Flokkarnir þrír, sem nú ræða um endurnýjað samstarf, lögðu allir áherzlu á mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í stefnuskrám sínum fyrir kosningarnar. Framsóknarflokkurinn, sem stjórnin getur þakkað fjölgun í þingliði sínu, kynnti sig sem „málsvara lítilla og meðalstórra fyrirtækja“ og vill taka upp þrepaskipt tryggingagjald og lækka það á minni fyrirtækin. Flokkurinn vill láta taka tillit til stærðar fyrirtækja við álagningu ýmissa opinberra gjalda, sem í dag eru í formi flatra gjalda eða skatta, t.d. gjöld vegna starfsleyfa og úttekta. Sjálfstæðismenn: Einfalda regluverk, létta skatta Sjálfstæðisflokkurinn sagði í sínum kosningaáherzlum að lítil og meðalstór fyrirtæki væru „hryggjarstykki íslensks atvinnulífs“. Huga yrði sérstaklega að umhverfi þeirra er varðar skatta, gjöld og regluverk til að styrkja samkeppnisstöðu þeirra. Sjálfstæðismenn vilja halda áfram að einfalda regluverk; segja að það eigi að vera „einfalt að stofna og reka fyrirtæki“ og „einfalt fyrir fyrirtæki að ráða starfsfólk“. Skattaumhverfið verði að sníða þannig að það tryggi alþjóðlega samkeppnishæfni og þannig að „almennt sé ekki þörf fyrir sértækar ívilnanir eða afslátt af opinberum gjöldum“. Vinstri græn: Hlúa að minni fyrirtækjum, einfalda regluverk Vinstri græn segja í sinni stefnu að leggja þurfi áherzlu á stuðning við sprotafyrirtæki og umhverfi nýsköpunar og hlúa eigi sérstaklega að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru komin af sprotastiginu en ennþá í uppbyggingu. Þá þurfi að auðvelda stofnun og umsýslu lítilla fyrirtækja. Í Kaffikróknum, netþætti FA þar sem rætt var við stjórnmálamenn um stefnu þeirra gagnvart atvinnulífinu, sagðist Katrín Jakobsdóttir formaður VG taka undir hugmyndir um einfaldara regluverk fyrir minni fyrirtækin. Endurskoðun á fasteignasköttunum Í Kaffikróknum kom líka fram að formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks voru sammála um að endurskoða verði kerfi álagningar fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði. Vegna hækkunar fasteignamats hefur skattbyrði fyrirtækjanna hækkað um hátt í 70% á sex árum í krónum talið, þrátt fyrir að nokkur sveitarfélög hafi lækkað skattprósentuna. Þessir skattar leggjast oft mjög þungt á minni fyrirtækin. Handfastar og vel útfærðar aðgerðir Í ljósi stefnumála stjórnarflokkanna og ummæla forystumanna þeirra fyrir kosningar hljóta atvinnurekendur í minni og meðalstórum fyrirtækjum að vænta mikils af endurnýjuðu stjórnarsamstarfi. Gera verður ráð fyrir að í nýjum stjórnarsáttmála verði að finna handfastar og vel útfærðar aðgerðir til að auðvelda stofnun og rekstur litlu og meðalstóru fyrirtækjanna, sem eru vissulega hryggjarstykki íslenzks atvinnulífs og grundvöllur undir verðmætasköpun í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Flokkarnir þrír sem farið hafa með stjórn landsins undanfarin fjögur ár eru nú í viðræðum um framhald á stjórnarsamstarfi sínu eftir að stjórnin jók meirihluta sinn í þingkosningunum á laugardag. Gera má ráð fyrir að áherzlur í stjórnarsamstarfinu taki einhverjum breytingum; innbyrðis valdahlutföll eru breytt og flokkarnir settu önnur mál á oddinn fyrir þessar kosningar en þær síðustu. Uppistaðan í Félagi atvinnurekenda eru lítil og meðalstór fyrirtæki. Félagið hefur barizt fyrir hagsmunum þeirra m.a. með áherzlu á lækkun skatta og gjalda á fyrirtækjarekstur, einföldun regluverks og skilvirka samkeppnislöggjöf og -eftirlit. Félagið kynnti fyrir kosningarnar tíu hagsmunamál fyrirtækja, sem ættu heima í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þeirra á meðal eru lægra tryggingagjald, uppstokkun á fasteignaskatti á atvinnuhúsnæði, samkeppnismat fyrir alla nýja og gildandi löggjöf og einföldun á eftirlitsgjöldum sem fyrirtæki þurfa að greiða. Framsókn: Lækka gjöld á minni fyrirtækin Flokkarnir þrír, sem nú ræða um endurnýjað samstarf, lögðu allir áherzlu á mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í stefnuskrám sínum fyrir kosningarnar. Framsóknarflokkurinn, sem stjórnin getur þakkað fjölgun í þingliði sínu, kynnti sig sem „málsvara lítilla og meðalstórra fyrirtækja“ og vill taka upp þrepaskipt tryggingagjald og lækka það á minni fyrirtækin. Flokkurinn vill láta taka tillit til stærðar fyrirtækja við álagningu ýmissa opinberra gjalda, sem í dag eru í formi flatra gjalda eða skatta, t.d. gjöld vegna starfsleyfa og úttekta. Sjálfstæðismenn: Einfalda regluverk, létta skatta Sjálfstæðisflokkurinn sagði í sínum kosningaáherzlum að lítil og meðalstór fyrirtæki væru „hryggjarstykki íslensks atvinnulífs“. Huga yrði sérstaklega að umhverfi þeirra er varðar skatta, gjöld og regluverk til að styrkja samkeppnisstöðu þeirra. Sjálfstæðismenn vilja halda áfram að einfalda regluverk; segja að það eigi að vera „einfalt að stofna og reka fyrirtæki“ og „einfalt fyrir fyrirtæki að ráða starfsfólk“. Skattaumhverfið verði að sníða þannig að það tryggi alþjóðlega samkeppnishæfni og þannig að „almennt sé ekki þörf fyrir sértækar ívilnanir eða afslátt af opinberum gjöldum“. Vinstri græn: Hlúa að minni fyrirtækjum, einfalda regluverk Vinstri græn segja í sinni stefnu að leggja þurfi áherzlu á stuðning við sprotafyrirtæki og umhverfi nýsköpunar og hlúa eigi sérstaklega að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru komin af sprotastiginu en ennþá í uppbyggingu. Þá þurfi að auðvelda stofnun og umsýslu lítilla fyrirtækja. Í Kaffikróknum, netþætti FA þar sem rætt var við stjórnmálamenn um stefnu þeirra gagnvart atvinnulífinu, sagðist Katrín Jakobsdóttir formaður VG taka undir hugmyndir um einfaldara regluverk fyrir minni fyrirtækin. Endurskoðun á fasteignasköttunum Í Kaffikróknum kom líka fram að formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks voru sammála um að endurskoða verði kerfi álagningar fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði. Vegna hækkunar fasteignamats hefur skattbyrði fyrirtækjanna hækkað um hátt í 70% á sex árum í krónum talið, þrátt fyrir að nokkur sveitarfélög hafi lækkað skattprósentuna. Þessir skattar leggjast oft mjög þungt á minni fyrirtækin. Handfastar og vel útfærðar aðgerðir Í ljósi stefnumála stjórnarflokkanna og ummæla forystumanna þeirra fyrir kosningar hljóta atvinnurekendur í minni og meðalstórum fyrirtækjum að vænta mikils af endurnýjuðu stjórnarsamstarfi. Gera verður ráð fyrir að í nýjum stjórnarsáttmála verði að finna handfastar og vel útfærðar aðgerðir til að auðvelda stofnun og rekstur litlu og meðalstóru fyrirtækjanna, sem eru vissulega hryggjarstykki íslenzks atvinnulífs og grundvöllur undir verðmætasköpun í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun