Auglýsa eftir snjóblásurum en spila líklega í boði liðs sem vill að þeir tapi Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2021 12:30 Eins og sjá má er varla hægt að æfa fótbolta fyrir vestan þessa dagana og halda leikmenn Vestra því til Borgarness á morgun. Vinstri myndin er frá æfingu á Skeiðisvelli í Bolungarvík. Facebook/@Vestri.Knattspyrna „Hvað eru til margir snjóblásarar hér í bænum?“ Svo spyr Samúel Samúelsson í stjórn Vestra en Vestfirðingar ætla að reyna allt sem þeir geta til að geta spilað á Ísafirði um helgina, gegn Íslandsmeisturum Víkings í Mjólkurbikarnum. Það ræðst á næstu tveimur sólarhringum hvar undanúrslitaleikur Vestra og Víkings verður spilaður. Snjór er yfir grasvelli Vestra, Olís-vellinum, en Samúel og félagar ætla að freista þess að blása honum af á morgun ef aðstæður leyfa. Þeir þurfa að treysta á veðurguðina en góðar líkur eru á því að leikurinn verði spilaður á höfuðborgarsvæðinu. Til stóð að Kaplakrikavöllur yrði „varavöllur“ fyrir leikinn á laugardag en Samúel segir að hætt hafi verið við þær áætlanir. Nú sé útlit fyrir að spilað verði á Meistaravöllum, heimavelli KR, verði Olís-völlurinn ekki tilbúinn. Mikið er í húfi fyrir KR-inga sem vilja helst að Vestri tapi leiknum, því aðeins ef að Víkingur verður bikarmeistari mun KR fá sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Lítur ekki vel út en spáin að lagast „Við viljum grasvöll. Annars breytir okkur engu hvort við vinnum Víking í Reykjavík eða á Ísafirði,“ sagði Samúel léttur við Vísi í dag. „Við ætlum að gera heiðarlega tilraun til að gera völlinn hérna leikfæran. Þetta lítur ekki vel út en spáin er samt að lagast,“ sagði Samúel en eins og sjá má að ofan er völlurinn snævi þakinn. Leikmenn Vestra skokka á snævi þöktum Skeiðisvelli í Bolungarvík.Facebook/@Vestri.Knattspyrna „Það er spurning hvort þetta verði snjór eða klaki á morgun. Ef þetta verður snjór þá getum við blásið honum í burtu,“ sagði Samúel sem auglýsti á Facebook eftir snjóblásurum og fékk góð viðbrögð. Það er því ljóst að allt verður reynt til að Vestri fái að spila á heimavelli eins og þegar liðið sló Val út í síðustu umferð. Gefa svar í síðasta lagi á fimmtudagskvöld „Við vorum mest hræddir um að það yrði það mikil rigning á föstudag og laugardag að völlurinn yrði á floti. Nú á að vera þurrt á miðvikudag og fimmtudag, og á laugardag líka, sem gefur okkur smá bjartsýni. Við þurfum að gefa svar á fimmtudagskvöld um hvort við teljum að leikurinn geti farið fram á Ísafirði eða ekki. Ég geri svo ráð fyrir því að ef að við teljum að leikurinn geti farið hér fram þá muni KSÍ fá mann til að taka völlinn út. Lokaákvörðunin er ekki okkar en við gerum það sem við getum svo hægt verði að spila hérna,“ sagði Samúel. Æfa í Borgarnesi Í ljósi aðstæðna hafa leikmenn Vestra ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu daga. Samúel grínast með að þeir geti helst æft sig í FIFA tölvuleiknum og hugarleikfimi. Leikmennirnir halda hins vegar suður í Borgarnes í fyrramálið og æfa þar á morgun og á fimmtudag. Á föstudag heldur hópurinn svo annað hvort heim á Ísafjörð eða til Reykjavíkur og æfir á leikstað fyrir leikinn mikilvæga. Mjólkurbikarinn Vestri Ísafjarðarbær Víkingur Reykjavík Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Það ræðst á næstu tveimur sólarhringum hvar undanúrslitaleikur Vestra og Víkings verður spilaður. Snjór er yfir grasvelli Vestra, Olís-vellinum, en Samúel og félagar ætla að freista þess að blása honum af á morgun ef aðstæður leyfa. Þeir þurfa að treysta á veðurguðina en góðar líkur eru á því að leikurinn verði spilaður á höfuðborgarsvæðinu. Til stóð að Kaplakrikavöllur yrði „varavöllur“ fyrir leikinn á laugardag en Samúel segir að hætt hafi verið við þær áætlanir. Nú sé útlit fyrir að spilað verði á Meistaravöllum, heimavelli KR, verði Olís-völlurinn ekki tilbúinn. Mikið er í húfi fyrir KR-inga sem vilja helst að Vestri tapi leiknum, því aðeins ef að Víkingur verður bikarmeistari mun KR fá sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Lítur ekki vel út en spáin að lagast „Við viljum grasvöll. Annars breytir okkur engu hvort við vinnum Víking í Reykjavík eða á Ísafirði,“ sagði Samúel léttur við Vísi í dag. „Við ætlum að gera heiðarlega tilraun til að gera völlinn hérna leikfæran. Þetta lítur ekki vel út en spáin er samt að lagast,“ sagði Samúel en eins og sjá má að ofan er völlurinn snævi þakinn. Leikmenn Vestra skokka á snævi þöktum Skeiðisvelli í Bolungarvík.Facebook/@Vestri.Knattspyrna „Það er spurning hvort þetta verði snjór eða klaki á morgun. Ef þetta verður snjór þá getum við blásið honum í burtu,“ sagði Samúel sem auglýsti á Facebook eftir snjóblásurum og fékk góð viðbrögð. Það er því ljóst að allt verður reynt til að Vestri fái að spila á heimavelli eins og þegar liðið sló Val út í síðustu umferð. Gefa svar í síðasta lagi á fimmtudagskvöld „Við vorum mest hræddir um að það yrði það mikil rigning á föstudag og laugardag að völlurinn yrði á floti. Nú á að vera þurrt á miðvikudag og fimmtudag, og á laugardag líka, sem gefur okkur smá bjartsýni. Við þurfum að gefa svar á fimmtudagskvöld um hvort við teljum að leikurinn geti farið fram á Ísafirði eða ekki. Ég geri svo ráð fyrir því að ef að við teljum að leikurinn geti farið hér fram þá muni KSÍ fá mann til að taka völlinn út. Lokaákvörðunin er ekki okkar en við gerum það sem við getum svo hægt verði að spila hérna,“ sagði Samúel. Æfa í Borgarnesi Í ljósi aðstæðna hafa leikmenn Vestra ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu daga. Samúel grínast með að þeir geti helst æft sig í FIFA tölvuleiknum og hugarleikfimi. Leikmennirnir halda hins vegar suður í Borgarnes í fyrramálið og æfa þar á morgun og á fimmtudag. Á föstudag heldur hópurinn svo annað hvort heim á Ísafjörð eða til Reykjavíkur og æfir á leikstað fyrir leikinn mikilvæga.
Mjólkurbikarinn Vestri Ísafjarðarbær Víkingur Reykjavík Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira