Skotsvæðinu í Álfsnesi lokað fyrirvaralaust Þorgils Jónsson skrifar 27. september 2021 21:55 Skotfélag Reykjavíkur þurfti að loka skotsvæði sínu í Álfsnesi í dag eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi starfsleyfi svæðisins úr gildi. Skotfélagi Reykjavíkur var í dag gert að stöðva alla starfsemi á skotvelli félagsins í Álfsnesi þegar í stað. Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi sem gefið var út í mars síðastliðnum. Í úrskurðinum kemur fram að íbúar og landeigendur í nágrenninu hafi kært leyfisveitinguna í maí á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá segir jafnframt að starfsemi skotfélagsins í Álfsnesi hafi verið, nánast frá upphafi, „í mikilli óþökk íbúa, m.a. vegna hávaðamengunar.“ Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri skotfélagsins, segir í samtali við Vísi að þau hefðu engan veginn átt von á þessum úrskurði, en það hafi þó verið „þvarg“ um þeirra starfsemi í gegnum tíðina. Félagið hefur verið með aðstöðu í Álfsnesi frá árinu 2008. „Nágrannar okkar hafa séð eitthvað neikvætt við þetta í gegnum tíðina,“ segir Guðmundur, „en það var búið að gefa út starfsleyfi með takmörkunum.“ Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið, en samkvæmt aðalskipulagi er það skilgreint sem hafnar- og iðnaðarsvæði. Rekstur skotsvæðis var ekki talinn samræmast tiltekinni landnotkun og var því úr að úrskurðarnefndin felldi starfsleyfið úr gildi. Reyndu að koma til móts við nágranna Guðmundur segir að félagið hafði reynt að koma til móts við nágrannana m.a. með því að loka svæðinu á föstudögum og sunnudögum og eftir kl. 19 á virkum dögum. „Svo vorum við búin að gera ráðstafanir með því að setja upp manir sem áttu að grípa hljóðið, en mér sýnist úrskurðurinn snúast mikið um hugsanlega blýmengun þarna, sem engar rannsóknir styðja reyndar, og mér finnst vanta allan stuðning í þetta.“ Guðmundur segir að félagið hafi bannað blýhögl á svæðinu fyrir nokkru og það hafi ekki staðið til að breyta því, enda allir farnir að nota stálskot. „Blýmengunin verður ekkert meiri þarna, og svo er ég er líka hræddur um að mengunin hjá okkur sé ekkert meiri en hjá Sorpu hérna hinum megin.“ Hann hafi fengið mikil viðbrögð og síminn stoppi ekki. Borgin hefði, miðað við úrskurðinn, greinilega þurft að leggja meira í heimavinnu við úthlutun á svæðinu. „Félagið er eins og önnur íþróttafélög sem fá ráðstafað svæði undir sína starfsemi þannig að við héldum að það hefði verið tryggt að það mætti nota svæðið undir skotvelli.“ „Allt leysanlegt ef menn ætla sér það“ Nú taki við samtal við borgina um framhaldið, en Guðmundur segir samskiptin þar á milli hafa verið ágæt hingað til. „Við erum að reyna að finna flöt á því að vera hérna áfram með einhverjum framkvæmdum til að minnka hávaða og grípa stálið úr skotunum sem við notum. Riffilsvæðið er ekkert vandamál því að þar stoppa allar kúlur í bakstoppum. En þetta er allt leysanlegt ef menn ætla sér það.“ „Mér dettur í hug að við þyrftum kannski að loka hjá okkur í einhvern tíma en fengjum þá á meðan að skjóta á KR-vellinum eða Hlíðarenda á meðan,“ segir Guðmundur í léttum dúr. „Það er nóg af fótboltavöllum í bænum.“ 8-10 þúsund gestir á ári Skotfélag Reykjavíkur var stofnað árið 1867 og er elsta skotfélag landsins. Beinir félagsmenn eru um 1.500 í dag, en Guðmundur segir að umsvifin á svæðinu séu mun meiri en það. „Við höfum skotið á að það séu á bilinu 8-10 þúsund manns að nýta sér aðstöðuna árlega. Þarna eru skotvopnanámskeiðin fyrir Umhverfisstofnun, hreindýrapróf og fleira, þannig að það er mikið að gera þarna og við erum með starfsfólk sem verður núna launalaust.“ Þurfa að leita allt upp á Akranes Á meðan leyst verður úr þessu máli verður félagsfólk að leita á önnur mið. Skotsvæði eru í Þorlákshöfn, í Reykjanesbæ og á Akranesi, auk þess sem haglabyssusvæði er í Hafnarfirði. Það sé þó lítið að sögn Guðmundar og erfitt að komast þar að. „Við þurfum þá að keyra þetta 80-100 kílómetra á æfingar og okkar toppíþróttamenn eru að æfa daglega. Þetta verður svolítið erfitt og ég veit ekki hvernig við munum snúa okkur í þessu.“ Eins og fyrr sagði hefur Skotfélag Reykjavíkur verið með aðstöðu á Álfsnesi frá árinu 2008, en fyrir það var félagið á hrakhólum með aðstöðu í átta ár. Aðspurður hvort hann telji að biðin verði eins löng að þessu sinni vildi Guðmundur ekki trúa því. „Nei, ætli það. Það er vilji til að gera eitthvað í þessu.“ Tengd skjöl Urskurdarnefnd_Skotfelag_RVKPDF943KBSækja skjal Heilbreftirlit_Skotfelag_RVKPDF336KBSækja skjal Reykjavík Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Í úrskurðinum kemur fram að íbúar og landeigendur í nágrenninu hafi kært leyfisveitinguna í maí á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá segir jafnframt að starfsemi skotfélagsins í Álfsnesi hafi verið, nánast frá upphafi, „í mikilli óþökk íbúa, m.a. vegna hávaðamengunar.“ Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri skotfélagsins, segir í samtali við Vísi að þau hefðu engan veginn átt von á þessum úrskurði, en það hafi þó verið „þvarg“ um þeirra starfsemi í gegnum tíðina. Félagið hefur verið með aðstöðu í Álfsnesi frá árinu 2008. „Nágrannar okkar hafa séð eitthvað neikvætt við þetta í gegnum tíðina,“ segir Guðmundur, „en það var búið að gefa út starfsleyfi með takmörkunum.“ Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið, en samkvæmt aðalskipulagi er það skilgreint sem hafnar- og iðnaðarsvæði. Rekstur skotsvæðis var ekki talinn samræmast tiltekinni landnotkun og var því úr að úrskurðarnefndin felldi starfsleyfið úr gildi. Reyndu að koma til móts við nágranna Guðmundur segir að félagið hafði reynt að koma til móts við nágrannana m.a. með því að loka svæðinu á föstudögum og sunnudögum og eftir kl. 19 á virkum dögum. „Svo vorum við búin að gera ráðstafanir með því að setja upp manir sem áttu að grípa hljóðið, en mér sýnist úrskurðurinn snúast mikið um hugsanlega blýmengun þarna, sem engar rannsóknir styðja reyndar, og mér finnst vanta allan stuðning í þetta.“ Guðmundur segir að félagið hafi bannað blýhögl á svæðinu fyrir nokkru og það hafi ekki staðið til að breyta því, enda allir farnir að nota stálskot. „Blýmengunin verður ekkert meiri þarna, og svo er ég er líka hræddur um að mengunin hjá okkur sé ekkert meiri en hjá Sorpu hérna hinum megin.“ Hann hafi fengið mikil viðbrögð og síminn stoppi ekki. Borgin hefði, miðað við úrskurðinn, greinilega þurft að leggja meira í heimavinnu við úthlutun á svæðinu. „Félagið er eins og önnur íþróttafélög sem fá ráðstafað svæði undir sína starfsemi þannig að við héldum að það hefði verið tryggt að það mætti nota svæðið undir skotvelli.“ „Allt leysanlegt ef menn ætla sér það“ Nú taki við samtal við borgina um framhaldið, en Guðmundur segir samskiptin þar á milli hafa verið ágæt hingað til. „Við erum að reyna að finna flöt á því að vera hérna áfram með einhverjum framkvæmdum til að minnka hávaða og grípa stálið úr skotunum sem við notum. Riffilsvæðið er ekkert vandamál því að þar stoppa allar kúlur í bakstoppum. En þetta er allt leysanlegt ef menn ætla sér það.“ „Mér dettur í hug að við þyrftum kannski að loka hjá okkur í einhvern tíma en fengjum þá á meðan að skjóta á KR-vellinum eða Hlíðarenda á meðan,“ segir Guðmundur í léttum dúr. „Það er nóg af fótboltavöllum í bænum.“ 8-10 þúsund gestir á ári Skotfélag Reykjavíkur var stofnað árið 1867 og er elsta skotfélag landsins. Beinir félagsmenn eru um 1.500 í dag, en Guðmundur segir að umsvifin á svæðinu séu mun meiri en það. „Við höfum skotið á að það séu á bilinu 8-10 þúsund manns að nýta sér aðstöðuna árlega. Þarna eru skotvopnanámskeiðin fyrir Umhverfisstofnun, hreindýrapróf og fleira, þannig að það er mikið að gera þarna og við erum með starfsfólk sem verður núna launalaust.“ Þurfa að leita allt upp á Akranes Á meðan leyst verður úr þessu máli verður félagsfólk að leita á önnur mið. Skotsvæði eru í Þorlákshöfn, í Reykjanesbæ og á Akranesi, auk þess sem haglabyssusvæði er í Hafnarfirði. Það sé þó lítið að sögn Guðmundar og erfitt að komast þar að. „Við þurfum þá að keyra þetta 80-100 kílómetra á æfingar og okkar toppíþróttamenn eru að æfa daglega. Þetta verður svolítið erfitt og ég veit ekki hvernig við munum snúa okkur í þessu.“ Eins og fyrr sagði hefur Skotfélag Reykjavíkur verið með aðstöðu á Álfsnesi frá árinu 2008, en fyrir það var félagið á hrakhólum með aðstöðu í átta ár. Aðspurður hvort hann telji að biðin verði eins löng að þessu sinni vildi Guðmundur ekki trúa því. „Nei, ætli það. Það er vilji til að gera eitthvað í þessu.“ Tengd skjöl Urskurdarnefnd_Skotfelag_RVKPDF943KBSækja skjal Heilbreftirlit_Skotfelag_RVKPDF336KBSækja skjal
Reykjavík Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira