Tilræðismaður Reagans verður frjáls allra ferða sinna Þorgils Jónsson skrifar 27. september 2021 18:31 John Hinckley Jr. verður brátt frjáls allra sinna ferða, um 40 árum eftir að hafa reynt að ráða Reagan forseta af dögum. John Hinckley Jr. sem gerði tilraun til að ráða Ronald Reagan af dögum árið 1981 verður brátt frjáls allra ferða eftir að hafa náð samkomulagi við dómsmálaráðuneytið þar í landi. Hinckley, sem skaut Reagan fyrir utan hótel í Washingtonborg, var úrskurðaður ósakhæfur á sínum tíma. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist. Hinckley var haldinn þráhyggju fyrir leikkonunni Jodie Foster og vonaðist til þess að ná athygli hennar með ódæðinu. Reagan forseti var fékk skot í vinstri handarkrika. Skotið hafnaði í lunga hans og olli alvarlegum innvortis blæðingum. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal Jim Brady, fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist og lést árið 2014.Mynd/AP Hinckley sat inni á réttargeðdeild fram til ársins 2016, en hefur síðan búið hjá móður sinni í Virginíuríki undir nokkrum skilyrðum. Hann var undir eftirliti lækna og sálfræðinga og mátti ekki eiga byssu. Þá mátti hann ekki hafa samband við börn Reagans, önnur fórnarlömb eða ættingja þeirra og ekki heldur við Jodie Foster. Þeim verður nú aflétt á næsta ári, enda þykir ekki standa ógn af honum lengur. Hinckley var talinn ósakhæfur og dvaldi á réttargeðdeild allt til ársins 2016.Mynd/AP „Ef hann hefði ekki reynt að drepa forsetann hefði honum verið sleppt skilyrðislaust fyrir löngu síðan,“ hefur AP eftir alríkisdómaranum sem kvað upp þennan úrskurð. Allir aðilar væru sáttir við stöðuna, í ljósi framkomu og greininga á Hinckley. Hann hefði ekki sýnt neina ofbeldistilburði eða áhuga á skotvopnum frá árinu 1983. Hinckley virðist una hag sínum vel og hefur síðasta árið flutt frumsamin ástarlög á YouTube-rás sinni. Bandaríkin Ronald Reagan Tengdar fréttir Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26 James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Hinckley, sem skaut Reagan fyrir utan hótel í Washingtonborg, var úrskurðaður ósakhæfur á sínum tíma. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist. Hinckley var haldinn þráhyggju fyrir leikkonunni Jodie Foster og vonaðist til þess að ná athygli hennar með ódæðinu. Reagan forseti var fékk skot í vinstri handarkrika. Skotið hafnaði í lunga hans og olli alvarlegum innvortis blæðingum. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal Jim Brady, fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist og lést árið 2014.Mynd/AP Hinckley sat inni á réttargeðdeild fram til ársins 2016, en hefur síðan búið hjá móður sinni í Virginíuríki undir nokkrum skilyrðum. Hann var undir eftirliti lækna og sálfræðinga og mátti ekki eiga byssu. Þá mátti hann ekki hafa samband við börn Reagans, önnur fórnarlömb eða ættingja þeirra og ekki heldur við Jodie Foster. Þeim verður nú aflétt á næsta ári, enda þykir ekki standa ógn af honum lengur. Hinckley var talinn ósakhæfur og dvaldi á réttargeðdeild allt til ársins 2016.Mynd/AP „Ef hann hefði ekki reynt að drepa forsetann hefði honum verið sleppt skilyrðislaust fyrir löngu síðan,“ hefur AP eftir alríkisdómaranum sem kvað upp þennan úrskurð. Allir aðilar væru sáttir við stöðuna, í ljósi framkomu og greininga á Hinckley. Hann hefði ekki sýnt neina ofbeldistilburði eða áhuga á skotvopnum frá árinu 1983. Hinckley virðist una hag sínum vel og hefur síðasta árið flutt frumsamin ástarlög á YouTube-rás sinni.
Bandaríkin Ronald Reagan Tengdar fréttir Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26 James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26
James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20