Veðrið gæti blásið Vestfirðingum suður í Kaplakrika Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2021 14:16 Vestramenn geta ekki æft á sínum heimavelli og gætu þurft að mæta Víkingi í Hafnarfirði. Facebook/@Vestri.Knattspyrna Svo gæti farið að Vestri neyðist til að spila undanúrslitaleik sinn gegn Víkingi, í Mjólkurbikar karla í fótbolta, á höfuðborgarsvæðinu. Olísvöllurinn á Ísafirði verður mögulega ekki leikhæfur eftir snjókomu. Til stendur að Vestri og Víkingur mætist í hádeginu á laugardaginn en mögulegt er að færa leikinn fram á sunnudag ef þess þarf. Á mánudag tekur hins vegar við landsleikjahlé og þarf leiknum að vera lokið fyrir það. Samúel Samúelsson, meðstjórnandi í knattspyrnudeild Vestra, segir við Fótbolta.net að Vestramenn hafi þegar átt í viðræðum við FH um möguleikann á að spila á grasvelli FH-inga í Kaplakrika ef þess þurfi. Stefnan sé þó að sjálfsögðu enn sú að spila á Ísafirði. „Ég er bjartsýnismaður og miðað við veðurspá er ég bjartsýnn á að leikurinn geti farið fram á laugardag en eins og staðan er núna þá er það ekki séns,“ sagði Samúel við Fótbolta.net en hann hefur neyðst til að senda leikmenn suður svo að þeir geti æft við viðunandi aðstæður í vikunni: „Völlurinn er hvítur af snjó og það spáir skítaveðri hérna á morgun líka, þó þannig veðri að ég er að vonast eftir því að snjórinn fari. Það á að vera allt í lagi á miðvikudag og fimmtudag þannig að við verðum að sjá stöðuna þá hvernig völlurinn lítur út.“ Vestri komst með eftirminnilegum hætti áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins með því að slá út Valsmenn með 2-1 sigri fyrir tveimur vikum. Vestfirðingar komust síðast í undanúrslit bikarsins fyrir áratug síðan, þá undir nafni BÍ/Bolungarvíkur, en töpuðu þá fyrir verðandi bikarmeisturum KR. Í hinum undanúrslitaleiknum um helgina mætast ÍA og Keflavík, á Norðurálsvellinum á Akranesi. Gert er ráð fyrir að sá leikur hefjist klukkan 12 á laugardaginn en leikur Vestra og Víkings klukkan 14.30, og verða báðir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður á Laugardalsvelli 16. október. Mjólkurbikarinn Vestri FH Ísafjarðarbær Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Sjá meira
Til stendur að Vestri og Víkingur mætist í hádeginu á laugardaginn en mögulegt er að færa leikinn fram á sunnudag ef þess þarf. Á mánudag tekur hins vegar við landsleikjahlé og þarf leiknum að vera lokið fyrir það. Samúel Samúelsson, meðstjórnandi í knattspyrnudeild Vestra, segir við Fótbolta.net að Vestramenn hafi þegar átt í viðræðum við FH um möguleikann á að spila á grasvelli FH-inga í Kaplakrika ef þess þurfi. Stefnan sé þó að sjálfsögðu enn sú að spila á Ísafirði. „Ég er bjartsýnismaður og miðað við veðurspá er ég bjartsýnn á að leikurinn geti farið fram á laugardag en eins og staðan er núna þá er það ekki séns,“ sagði Samúel við Fótbolta.net en hann hefur neyðst til að senda leikmenn suður svo að þeir geti æft við viðunandi aðstæður í vikunni: „Völlurinn er hvítur af snjó og það spáir skítaveðri hérna á morgun líka, þó þannig veðri að ég er að vonast eftir því að snjórinn fari. Það á að vera allt í lagi á miðvikudag og fimmtudag þannig að við verðum að sjá stöðuna þá hvernig völlurinn lítur út.“ Vestri komst með eftirminnilegum hætti áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins með því að slá út Valsmenn með 2-1 sigri fyrir tveimur vikum. Vestfirðingar komust síðast í undanúrslit bikarsins fyrir áratug síðan, þá undir nafni BÍ/Bolungarvíkur, en töpuðu þá fyrir verðandi bikarmeisturum KR. Í hinum undanúrslitaleiknum um helgina mætast ÍA og Keflavík, á Norðurálsvellinum á Akranesi. Gert er ráð fyrir að sá leikur hefjist klukkan 12 á laugardaginn en leikur Vestra og Víkings klukkan 14.30, og verða báðir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður á Laugardalsvelli 16. október.
Mjólkurbikarinn Vestri FH Ísafjarðarbær Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Sjá meira