Veðrið gæti blásið Vestfirðingum suður í Kaplakrika Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2021 14:16 Vestramenn geta ekki æft á sínum heimavelli og gætu þurft að mæta Víkingi í Hafnarfirði. Facebook/@Vestri.Knattspyrna Svo gæti farið að Vestri neyðist til að spila undanúrslitaleik sinn gegn Víkingi, í Mjólkurbikar karla í fótbolta, á höfuðborgarsvæðinu. Olísvöllurinn á Ísafirði verður mögulega ekki leikhæfur eftir snjókomu. Til stendur að Vestri og Víkingur mætist í hádeginu á laugardaginn en mögulegt er að færa leikinn fram á sunnudag ef þess þarf. Á mánudag tekur hins vegar við landsleikjahlé og þarf leiknum að vera lokið fyrir það. Samúel Samúelsson, meðstjórnandi í knattspyrnudeild Vestra, segir við Fótbolta.net að Vestramenn hafi þegar átt í viðræðum við FH um möguleikann á að spila á grasvelli FH-inga í Kaplakrika ef þess þurfi. Stefnan sé þó að sjálfsögðu enn sú að spila á Ísafirði. „Ég er bjartsýnismaður og miðað við veðurspá er ég bjartsýnn á að leikurinn geti farið fram á laugardag en eins og staðan er núna þá er það ekki séns,“ sagði Samúel við Fótbolta.net en hann hefur neyðst til að senda leikmenn suður svo að þeir geti æft við viðunandi aðstæður í vikunni: „Völlurinn er hvítur af snjó og það spáir skítaveðri hérna á morgun líka, þó þannig veðri að ég er að vonast eftir því að snjórinn fari. Það á að vera allt í lagi á miðvikudag og fimmtudag þannig að við verðum að sjá stöðuna þá hvernig völlurinn lítur út.“ Vestri komst með eftirminnilegum hætti áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins með því að slá út Valsmenn með 2-1 sigri fyrir tveimur vikum. Vestfirðingar komust síðast í undanúrslit bikarsins fyrir áratug síðan, þá undir nafni BÍ/Bolungarvíkur, en töpuðu þá fyrir verðandi bikarmeisturum KR. Í hinum undanúrslitaleiknum um helgina mætast ÍA og Keflavík, á Norðurálsvellinum á Akranesi. Gert er ráð fyrir að sá leikur hefjist klukkan 12 á laugardaginn en leikur Vestra og Víkings klukkan 14.30, og verða báðir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður á Laugardalsvelli 16. október. Mjólkurbikarinn Vestri FH Ísafjarðarbær Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Til stendur að Vestri og Víkingur mætist í hádeginu á laugardaginn en mögulegt er að færa leikinn fram á sunnudag ef þess þarf. Á mánudag tekur hins vegar við landsleikjahlé og þarf leiknum að vera lokið fyrir það. Samúel Samúelsson, meðstjórnandi í knattspyrnudeild Vestra, segir við Fótbolta.net að Vestramenn hafi þegar átt í viðræðum við FH um möguleikann á að spila á grasvelli FH-inga í Kaplakrika ef þess þurfi. Stefnan sé þó að sjálfsögðu enn sú að spila á Ísafirði. „Ég er bjartsýnismaður og miðað við veðurspá er ég bjartsýnn á að leikurinn geti farið fram á laugardag en eins og staðan er núna þá er það ekki séns,“ sagði Samúel við Fótbolta.net en hann hefur neyðst til að senda leikmenn suður svo að þeir geti æft við viðunandi aðstæður í vikunni: „Völlurinn er hvítur af snjó og það spáir skítaveðri hérna á morgun líka, þó þannig veðri að ég er að vonast eftir því að snjórinn fari. Það á að vera allt í lagi á miðvikudag og fimmtudag þannig að við verðum að sjá stöðuna þá hvernig völlurinn lítur út.“ Vestri komst með eftirminnilegum hætti áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins með því að slá út Valsmenn með 2-1 sigri fyrir tveimur vikum. Vestfirðingar komust síðast í undanúrslit bikarsins fyrir áratug síðan, þá undir nafni BÍ/Bolungarvíkur, en töpuðu þá fyrir verðandi bikarmeisturum KR. Í hinum undanúrslitaleiknum um helgina mætast ÍA og Keflavík, á Norðurálsvellinum á Akranesi. Gert er ráð fyrir að sá leikur hefjist klukkan 12 á laugardaginn en leikur Vestra og Víkings klukkan 14.30, og verða báðir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður á Laugardalsvelli 16. október.
Mjólkurbikarinn Vestri FH Ísafjarðarbær Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira