Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Hólmfríður Gísladóttir og Atli Ísleifsson skrifa 27. september 2021 06:47 Olaf Scholz, kanslaraefni Sósíaldemókrata, fagnar sigri en enn er ekkert fast í hendi. epa Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. Þá fengu Græningjar metfjölda atkvæða, 14,8 prósent. Um leið og ljóst varð að Sósíaldemókratar myndu sigra kosningarnar sagði Olaf Scholz, leiðtogi flokksins, að hann hefði nú klárt umboð til að stjórna. Það mun þó ekki liggja fyrir hver tekur við af Angelu Merkel fyrr en stjórnarmyndunarviðræðum er lokið. Þetta hafa Kristilegir demókratar minnt á og segja ekki nóg að ná „tölfræðilegum“ meirihluta, heldur muni stjórn landsins velta á viðræðum, sem gætu jafnvel staðið fram að jólum. Scholz lýsti því yfir í morgun að hann vilji mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum. Bráðabirgðaniðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9% Þingmönnum á þýska þinginu fjölgar úr 709 í 735 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Er ljóst að ný ríkisstjórn þarf að njóta stuðnings 368 þingmanna. Sósíaldemókratar (SPD) virðast hafa tryggt sér 206 þingmenn, Kristilegir demókratar 196 þingmenn, Græningjar 118 þingmenn, Frjálslyndir (FDP) 92 þingmenn, Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 83 þingmenn, Vinstriflokkurinn (Die Linke) 39 þingmenn og Bandalag kjósenda í Suður-Slésvík (SSW) einn þingmann. Ekki var einungis kosið til þings heldur fóru einnig fram sveitarstjórnarkosningar. Í höfuðborginni Berlín hafa Sósíaldemókratar einnig ástæðu til að fagna, en ljóst er að Franziska Giffey, frambjóðandi þeirra, verður næsti borgarstjóri. Hún verður fyrsta konan til að gegna embættinu. BBC fjallar ítarlega um niðurstöður kosninganna. Fréttin hefur verið uppfærð. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þá fengu Græningjar metfjölda atkvæða, 14,8 prósent. Um leið og ljóst varð að Sósíaldemókratar myndu sigra kosningarnar sagði Olaf Scholz, leiðtogi flokksins, að hann hefði nú klárt umboð til að stjórna. Það mun þó ekki liggja fyrir hver tekur við af Angelu Merkel fyrr en stjórnarmyndunarviðræðum er lokið. Þetta hafa Kristilegir demókratar minnt á og segja ekki nóg að ná „tölfræðilegum“ meirihluta, heldur muni stjórn landsins velta á viðræðum, sem gætu jafnvel staðið fram að jólum. Scholz lýsti því yfir í morgun að hann vilji mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum. Bráðabirgðaniðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9% Þingmönnum á þýska þinginu fjölgar úr 709 í 735 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Er ljóst að ný ríkisstjórn þarf að njóta stuðnings 368 þingmanna. Sósíaldemókratar (SPD) virðast hafa tryggt sér 206 þingmenn, Kristilegir demókratar 196 þingmenn, Græningjar 118 þingmenn, Frjálslyndir (FDP) 92 þingmenn, Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 83 þingmenn, Vinstriflokkurinn (Die Linke) 39 þingmenn og Bandalag kjósenda í Suður-Slésvík (SSW) einn þingmann. Ekki var einungis kosið til þings heldur fóru einnig fram sveitarstjórnarkosningar. Í höfuðborginni Berlín hafa Sósíaldemókratar einnig ástæðu til að fagna, en ljóst er að Franziska Giffey, frambjóðandi þeirra, verður næsti borgarstjóri. Hún verður fyrsta konan til að gegna embættinu. BBC fjallar ítarlega um niðurstöður kosninganna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bráðabirgðaniðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9%
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20